Bjarni kynnti tvö frumvörp um afnám hafta Ingvar Haraldsson skrifar 5. júní 2015 11:45 Bjarni Benediktsson kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun tvö frumvörp er snéru að afnámi fjármagnshafta. vísir/pjetur Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti tvö frumvörp er snéru að afnámi fjármagnshafta á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni vildi ekkert tjá sig efnislega um frumvörpin við fjölmiðla en hann bjóst við því að málið yrði kynnt opinberlega eftir helgi, líklega á mánudag eða þriðjudag. „Við ræddum í dag frumvarp sem ég lagði fyrir ríkisstjórnina um haftaafnámið og þarna eru á ferðinni tvö frumvörp sem við tókum til umræðu og hyggjumst afgreiða á mánudaginn. Þessi mál eru þannig vaxin að við hyggjumst kynna þau líka fyrir samráðshópnum sem hefur verið starfandi og þau þurfa síðan að lokinni afgreiðslu hér að fara fyrir þingflokka. Þegar þessu ferli er lokið þá munum við halda opinbera kynningu á málinu sem gæti orðið á mánudag, í síðasta lagi á þriðjudag,“ sagði Bjarni. Aðspurður um hvort von væri á málaferlum við kröfuhafa vegna svokallað stöðugleikaskatts sem lagður yrði á slitabúin vildi Bjarni ekkert spá fyrir um slíkt. „Nú ertu að spyrja mig um efnisatriði málsins sem við viljum ekki kynna fyrr en við höfum fyrst kynnt málið fyrir samráðshópi flokkanna og síðan fyrir þingflokkum. Þegar því ferli er lokið munum við halda opinbera kynningu á málinu þar sem verður farið nákvæmlega yfir efnisatriðin, en það er gríðarlega ánægjulegt og stórt skref að vera kominn fram með málið og hafa náð að leggja það fyrir ríkisstjórn og við fórum mjög ítarlega yfir málið á þessum fundi.“ Bjarni segist vonast til þess að frumvörpin verði að lögum í þessum mánuði og vonast eftir góðu samstarfi við þingið um málið. „Ég hef skynjað mjög góðan vilja hjá öðrum flokkum til að veita þessu máli sérstaka meðferð. Það er ljóst að þetta er mál sem hefur verið í undirbúningi í mjög langan tíma og það er eðlilegt að þingið vilji taka það til skoðunar, nauðsynlegrar skoðunar, og það verður gert í nefnd. En ég vonast á sama tíma til þess að við ljúkum þessu með því að gera málið að lögum í þessum mánuði.“ Hlé var gert á ríkisstjórnarfundi vegna atkvæðagreiðslu á Alþingi en fundurinn mun halda áfram síðar í dag. Gjaldeyrishöft Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti tvö frumvörp er snéru að afnámi fjármagnshafta á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni vildi ekkert tjá sig efnislega um frumvörpin við fjölmiðla en hann bjóst við því að málið yrði kynnt opinberlega eftir helgi, líklega á mánudag eða þriðjudag. „Við ræddum í dag frumvarp sem ég lagði fyrir ríkisstjórnina um haftaafnámið og þarna eru á ferðinni tvö frumvörp sem við tókum til umræðu og hyggjumst afgreiða á mánudaginn. Þessi mál eru þannig vaxin að við hyggjumst kynna þau líka fyrir samráðshópnum sem hefur verið starfandi og þau þurfa síðan að lokinni afgreiðslu hér að fara fyrir þingflokka. Þegar þessu ferli er lokið þá munum við halda opinbera kynningu á málinu sem gæti orðið á mánudag, í síðasta lagi á þriðjudag,“ sagði Bjarni. Aðspurður um hvort von væri á málaferlum við kröfuhafa vegna svokallað stöðugleikaskatts sem lagður yrði á slitabúin vildi Bjarni ekkert spá fyrir um slíkt. „Nú ertu að spyrja mig um efnisatriði málsins sem við viljum ekki kynna fyrr en við höfum fyrst kynnt málið fyrir samráðshópi flokkanna og síðan fyrir þingflokkum. Þegar því ferli er lokið munum við halda opinbera kynningu á málinu þar sem verður farið nákvæmlega yfir efnisatriðin, en það er gríðarlega ánægjulegt og stórt skref að vera kominn fram með málið og hafa náð að leggja það fyrir ríkisstjórn og við fórum mjög ítarlega yfir málið á þessum fundi.“ Bjarni segist vonast til þess að frumvörpin verði að lögum í þessum mánuði og vonast eftir góðu samstarfi við þingið um málið. „Ég hef skynjað mjög góðan vilja hjá öðrum flokkum til að veita þessu máli sérstaka meðferð. Það er ljóst að þetta er mál sem hefur verið í undirbúningi í mjög langan tíma og það er eðlilegt að þingið vilji taka það til skoðunar, nauðsynlegrar skoðunar, og það verður gert í nefnd. En ég vonast á sama tíma til þess að við ljúkum þessu með því að gera málið að lögum í þessum mánuði.“ Hlé var gert á ríkisstjórnarfundi vegna atkvæðagreiðslu á Alþingi en fundurinn mun halda áfram síðar í dag.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira