Lögmaður Hlínar: Rannsókn seinna málsins á frumstigi Birgir Olgeirsson skrifar 4. júní 2015 12:08 Hlín Einarsdóttir. „Ég get staðfest að hún hefur verið yfirheyrð vegna þessara mála,“ segir lögmaður Hlínar Einarsdóttur í samtali við Vísi um fjárkúgunarmálin tvö sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar. Hlín og systir hennar Malín Brand voru handteknar sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag en þá höfðu þær reynt að kúga fé úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og eiginkonu hans. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom fram að þær hefðu báðar játað aðild sína í því máli. Systurnar voru svo handteknar aftur í gær og færðar til yfirheyrslu vegna kæru sem barst í hádeginu í gær og varðaði aðra fjárkúgun. Seinni kæran kom frá manni sem sakar systurnar um að hafa kúgað sig til að borga sér 700 þúsund krónur annars yrði hann kærður til lögreglunnar fyrir að hafa nauðgað Hlín. Maðurinn og Hlín fóru heim saman á laugardagskvöldi í apríl, að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný„Þetta er það viðkvæmt“ Spurður hvort Hlín sé enn í haldi lögreglu vegna seinni kærunnar segist lögmaður hennar ekki geta tjáð sig um málið sökum trúnaðar. Spurður hvort Hlín sæti farbanni sökum rannsóknar lögreglu á málunum tveimur svarar lögmaðurinn: „Ég get ekkert meira sagt. Þetta er það viðkvæmt og er til rannsóknar lögreglu þannig að við verðum að láta það hafa sinn gang.“ Lögmaðurinn segir rannsókn lögreglu á seinni kærunni þó vera á frumstigi. Spurður hvort fyrir liggur játning í seinna málinu segist lögmaðurinn ekki geta tjáð sig um það. Óttaðist um mannorð sitt Maðurinn sem lagði fram seinni kæruna gegn systrunum er sagður í Fréttablaðinu hafa hugsað sig um í fimm daga áður en hann ákvað að verða við kröfum þeirra þar sem hann óttaðist um mannorð sitt. Hann vildi fá sönnun þess efnis að þær myndu ekki halda kúgunum áfram og fékk skriflega kvittun þess efnis sem skrifuð var af Malín á bréfsefni merkt Morgunblaðinu og undirrituð af henni. Maðurinn afhenti svo Malín 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Systurnar voru yfirheyrðar hvor í sínu lagi í gær og stóðu yfirheyrslurnar fram eftir kvöldi. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
„Ég get staðfest að hún hefur verið yfirheyrð vegna þessara mála,“ segir lögmaður Hlínar Einarsdóttur í samtali við Vísi um fjárkúgunarmálin tvö sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar. Hlín og systir hennar Malín Brand voru handteknar sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag en þá höfðu þær reynt að kúga fé úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og eiginkonu hans. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom fram að þær hefðu báðar játað aðild sína í því máli. Systurnar voru svo handteknar aftur í gær og færðar til yfirheyrslu vegna kæru sem barst í hádeginu í gær og varðaði aðra fjárkúgun. Seinni kæran kom frá manni sem sakar systurnar um að hafa kúgað sig til að borga sér 700 þúsund krónur annars yrði hann kærður til lögreglunnar fyrir að hafa nauðgað Hlín. Maðurinn og Hlín fóru heim saman á laugardagskvöldi í apríl, að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný„Þetta er það viðkvæmt“ Spurður hvort Hlín sé enn í haldi lögreglu vegna seinni kærunnar segist lögmaður hennar ekki geta tjáð sig um málið sökum trúnaðar. Spurður hvort Hlín sæti farbanni sökum rannsóknar lögreglu á málunum tveimur svarar lögmaðurinn: „Ég get ekkert meira sagt. Þetta er það viðkvæmt og er til rannsóknar lögreglu þannig að við verðum að láta það hafa sinn gang.“ Lögmaðurinn segir rannsókn lögreglu á seinni kærunni þó vera á frumstigi. Spurður hvort fyrir liggur játning í seinna málinu segist lögmaðurinn ekki geta tjáð sig um það. Óttaðist um mannorð sitt Maðurinn sem lagði fram seinni kæruna gegn systrunum er sagður í Fréttablaðinu hafa hugsað sig um í fimm daga áður en hann ákvað að verða við kröfum þeirra þar sem hann óttaðist um mannorð sitt. Hann vildi fá sönnun þess efnis að þær myndu ekki halda kúgunum áfram og fékk skriflega kvittun þess efnis sem skrifuð var af Malín á bréfsefni merkt Morgunblaðinu og undirrituð af henni. Maðurinn afhenti svo Malín 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Systurnar voru yfirheyrðar hvor í sínu lagi í gær og stóðu yfirheyrslurnar fram eftir kvöldi.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25