Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. júní 2015 17:08 Ætluðu að gera gögn um tengsl Sigmundar við lán MP banka til Pressunnar ljós. Vísir Hótunin sem fram kom í bréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra fólst í því að meint aðkoma hans að lánafyrirgreiðslu til Pressunnar eða félögum tengd fyrirtækinu yrðu gerð opinber. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. MP banki nefndur í bréfinu Samkvæmt heimildum Vísis fólst hótunin í því að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Heimildir Vísis herma að meint aðkoma ráðherra hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. Í ársreikningum Pressunnar ehf., sem samkvæmt skráningu fjölmiðlanefndar er eigandi miðla Vefpressunnar, hækkuðu skammtímaskuldir félagsins um rúmar 60 milljónir árið 2013. Engar frekari skýringar eru gefnar á skuldunum. Peningarnir fengnir frá MP banka Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Pressunnar, segist ekki muna nákvæmlega hvernig lánið sé til komið; líklega sé um að ræða yfirfærslu á yfirdrætti sem var í eignarhaldsfélaginu Vefpressunni ehf. Hann staðfestir að yfirdrátturinn sé hjá MP banka. „Ég er bara ekki með þetta fyrir framan mig, því miður,” segir hann fyrst aðspurður um málið. Manstu ekki hvernig þið fenguð 60 milljóna króna lán? „Nei, þetta er bara hluthafalán, sem sem fór beint í hlutafé á árinu, er það ekki?“ Skammtímaskuldir hækkuðu sem sagt, þetta er fært undir það, það er skammtímaskuldir hækka á milli 2012 og 2013 um 61.771.574 krónur? „Þetta getur verið sameining á yfirdráttum, því það er annað félag sem heitir Vefpressan, sem var svonaeignarhaldsfélag. Við yfirtókum yfirdrátt sem hún var með, Vefpressan.“ Þannig að þetta er ekki lán eða peningar sem eru fengnir hjá MP banka? „Yfirdrátturinn er þar. Hann var það, hann er ekki lengur. Það er enginn yfirdráttur í dag.“ Hafnar öllum tengslum við ráðherra Arnar hafnar afdráttarlaust öllum tengslum við forsætisráðherra. Hann hafnar einnig að lánafyrirgreiðsla MP banka hafi verið fengin að tilstillan Sigmundar Davíðs eða aðilum tengdum honum. Hann segir að engin tengsl séu á milli Pressunnar og forsætisráðherra eða aðilum tengdum honum. Í yfirlýsingu sem Sigmundur Davíð sendi frá sér í gær eftir að Vísir greindi frá fjárkúgunartilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand gegn honum hafnaði hann fjárhagstengslum við Pressuna og Björn Inga Hrafnsson. „Vegna frétta sem birst hafa um málið í dag með vísan til hótananna er rétt að taka fram að ég hef engin fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson, né hef ég komið að kaupum Vefpressunnar á DV á nokkurn hátt,“ sagði forsætisráðherra í yfirlýsingu sinni. Tengslin við MP banka ljós Tengsl Sigmundar Davíðs við MP banka hafa verið ljós lengi. Forstjóri bankans, Sigurður Atli Jónsson, er tengdur ráðherranum fjölskylduböndum. Hann er kvæntur systur Sigmundar Davíðs. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka, er einnig tengdur ráðherranum en hann hefur verið einn nánasti ráðgjafi hans í efnahagsmálum. Hann var skipaður af Sigmundi til að leiða vinnu nefndar sem kom með tillögur um hvernig ætti að leiðrétta forsendubrest verðtryggðra húsnæðislána. Þá hafa þrír af sjö meðlimum framkvæmdahóps um losun gjaldeyrishafta, sem er eitt stærsta úrlausnarmál ríkisstjórnarinnar, einnig verið yfirmenn í bankanum. Einn þeirra er áðurnefndur Sigurður en auk hans eiga þeir Benedikt Gíslason og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason sæti í hópnum. Gjaldeyrishöft Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Hótunin sem fram kom í bréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra fólst í því að meint aðkoma hans að lánafyrirgreiðslu til Pressunnar eða félögum tengd fyrirtækinu yrðu gerð opinber. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. MP banki nefndur í bréfinu Samkvæmt heimildum Vísis fólst hótunin í því að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Heimildir Vísis herma að meint aðkoma ráðherra hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. Í ársreikningum Pressunnar ehf., sem samkvæmt skráningu fjölmiðlanefndar er eigandi miðla Vefpressunnar, hækkuðu skammtímaskuldir félagsins um rúmar 60 milljónir árið 2013. Engar frekari skýringar eru gefnar á skuldunum. Peningarnir fengnir frá MP banka Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Pressunnar, segist ekki muna nákvæmlega hvernig lánið sé til komið; líklega sé um að ræða yfirfærslu á yfirdrætti sem var í eignarhaldsfélaginu Vefpressunni ehf. Hann staðfestir að yfirdrátturinn sé hjá MP banka. „Ég er bara ekki með þetta fyrir framan mig, því miður,” segir hann fyrst aðspurður um málið. Manstu ekki hvernig þið fenguð 60 milljóna króna lán? „Nei, þetta er bara hluthafalán, sem sem fór beint í hlutafé á árinu, er það ekki?“ Skammtímaskuldir hækkuðu sem sagt, þetta er fært undir það, það er skammtímaskuldir hækka á milli 2012 og 2013 um 61.771.574 krónur? „Þetta getur verið sameining á yfirdráttum, því það er annað félag sem heitir Vefpressan, sem var svonaeignarhaldsfélag. Við yfirtókum yfirdrátt sem hún var með, Vefpressan.“ Þannig að þetta er ekki lán eða peningar sem eru fengnir hjá MP banka? „Yfirdrátturinn er þar. Hann var það, hann er ekki lengur. Það er enginn yfirdráttur í dag.“ Hafnar öllum tengslum við ráðherra Arnar hafnar afdráttarlaust öllum tengslum við forsætisráðherra. Hann hafnar einnig að lánafyrirgreiðsla MP banka hafi verið fengin að tilstillan Sigmundar Davíðs eða aðilum tengdum honum. Hann segir að engin tengsl séu á milli Pressunnar og forsætisráðherra eða aðilum tengdum honum. Í yfirlýsingu sem Sigmundur Davíð sendi frá sér í gær eftir að Vísir greindi frá fjárkúgunartilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand gegn honum hafnaði hann fjárhagstengslum við Pressuna og Björn Inga Hrafnsson. „Vegna frétta sem birst hafa um málið í dag með vísan til hótananna er rétt að taka fram að ég hef engin fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson, né hef ég komið að kaupum Vefpressunnar á DV á nokkurn hátt,“ sagði forsætisráðherra í yfirlýsingu sinni. Tengslin við MP banka ljós Tengsl Sigmundar Davíðs við MP banka hafa verið ljós lengi. Forstjóri bankans, Sigurður Atli Jónsson, er tengdur ráðherranum fjölskylduböndum. Hann er kvæntur systur Sigmundar Davíðs. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka, er einnig tengdur ráðherranum en hann hefur verið einn nánasti ráðgjafi hans í efnahagsmálum. Hann var skipaður af Sigmundi til að leiða vinnu nefndar sem kom með tillögur um hvernig ætti að leiðrétta forsendubrest verðtryggðra húsnæðislána. Þá hafa þrír af sjö meðlimum framkvæmdahóps um losun gjaldeyrishafta, sem er eitt stærsta úrlausnarmál ríkisstjórnarinnar, einnig verið yfirmenn í bankanum. Einn þeirra er áðurnefndur Sigurður en auk hans eiga þeir Benedikt Gíslason og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason sæti í hópnum.
Gjaldeyrishöft Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira