Birkir úr leik: Gerði dýr mistök Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júní 2015 15:11 Birkir á Smáþjóðaleikunum. Vísir/Pjetur Birkir Gunnarsson féll í dag úr leik í einliðaleik karla í tennis eftir að hafa tapað fyrir Sergios Kyratzis frá Kýpur, 6-4 og 6-4. Birkir hafði í gær betur gegn keppanda frá Möltu en mátti sætta sig við tap gegn Kyratzis sem er skráður sem sjöundi sterkasti keppandi mótsins. Kyratzis er nú kominn í 8-manna úrslit. Birkir barðist hetjulega gegn Kýpverjanum sem er í um 1.500 sæti á heimslistanum en Birkir er námsmaður og leikur með háskólaliði sínu í Bandaríkjunum. Kyratzis var með sterkari uppgjöf og vann þær lotur nokkuð örugglega í fyrsta setti. Hann vann svo eina lotu þar sem Birkir átti uppgjöf í stöðunni 4-3 og vann svo fyrra settið, 6-4. Það var meiri barátta í Birki í síðara settinu. Eftir að Kyratzis vann tvær lotur í röð snemma náði Birkir að svara og halda spennu í viðureigninni. Kyraztis tók þá aftur völdin, náði 5-2 forystu og þó svo að Birkir hafi unnið næstu tvær lotur náði Kýpverjinn að vinna þetta nokkuð örugglega í síðustu lotunni og tryggja sér sigur í settinu, 6-4, og leiknum, 2-0. „Ég spilaði ágætlega á köflum en ég náði ekki að halda uppgjöf í seinna settinu og það var kannski munurinn í dag. Mér fannst við spila svipaðan tennis á endalínu en hann er með betri uppgjafir,“ sagði Birkir við Vísi eftir leikinn í dag.Vísir/Pjetur„Hann er alls ekkert lélegur, þessi andstæðingur. Hann er atvinnumaður og ég er ekki ósáttur við minn leik, þó svo að ég hafi getað gert betur. Ég gerði mistök í dag sem voru dýr og ég nýtti ekki þau tækifæri sem ég fékk.“ Birkir segist ekki hafa gert sér vonir um að spila um gull á leikunum. „Flestir þeir sem eru hér eru atvinnumenn í tennis eða hafa verið atvinnumenn. Það erum við ekki,“ segir Birkir. „Ég ætlaði að reyna að komast eins langt og ég gæti en lengra komst ég ekki.“ Birkir spilar í tvenndarleik síðar í dag með Heru Björk Gunnarsdóttir gegn pari frá Andorra. Hann reiknar með erfiðri viðureign. En eftir Smáþjóðaleikana ætlar Birkir að taka þátt í nokkrum mótum ytra en hápunkturinn verður svo þátttaka Íslands í Davis Cup í sumar. „Við keppum í San Marínó og það ætti að verða gaman,“ sagði Birkir sem heldur aftur utan til Bandaríkjanna í haust þar sem hann á tvö ár eftir. Hvað tekur við þá er óvitað. „Þegar stórt er spurt. Ég ætla að spila tennis í þessi tvö ár og svo sér maður bara til hvað gerist,“ sagði hann. Tennis Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Birkir Gunnarsson féll í dag úr leik í einliðaleik karla í tennis eftir að hafa tapað fyrir Sergios Kyratzis frá Kýpur, 6-4 og 6-4. Birkir hafði í gær betur gegn keppanda frá Möltu en mátti sætta sig við tap gegn Kyratzis sem er skráður sem sjöundi sterkasti keppandi mótsins. Kyratzis er nú kominn í 8-manna úrslit. Birkir barðist hetjulega gegn Kýpverjanum sem er í um 1.500 sæti á heimslistanum en Birkir er námsmaður og leikur með háskólaliði sínu í Bandaríkjunum. Kyratzis var með sterkari uppgjöf og vann þær lotur nokkuð örugglega í fyrsta setti. Hann vann svo eina lotu þar sem Birkir átti uppgjöf í stöðunni 4-3 og vann svo fyrra settið, 6-4. Það var meiri barátta í Birki í síðara settinu. Eftir að Kyratzis vann tvær lotur í röð snemma náði Birkir að svara og halda spennu í viðureigninni. Kyraztis tók þá aftur völdin, náði 5-2 forystu og þó svo að Birkir hafi unnið næstu tvær lotur náði Kýpverjinn að vinna þetta nokkuð örugglega í síðustu lotunni og tryggja sér sigur í settinu, 6-4, og leiknum, 2-0. „Ég spilaði ágætlega á köflum en ég náði ekki að halda uppgjöf í seinna settinu og það var kannski munurinn í dag. Mér fannst við spila svipaðan tennis á endalínu en hann er með betri uppgjafir,“ sagði Birkir við Vísi eftir leikinn í dag.Vísir/Pjetur„Hann er alls ekkert lélegur, þessi andstæðingur. Hann er atvinnumaður og ég er ekki ósáttur við minn leik, þó svo að ég hafi getað gert betur. Ég gerði mistök í dag sem voru dýr og ég nýtti ekki þau tækifæri sem ég fékk.“ Birkir segist ekki hafa gert sér vonir um að spila um gull á leikunum. „Flestir þeir sem eru hér eru atvinnumenn í tennis eða hafa verið atvinnumenn. Það erum við ekki,“ segir Birkir. „Ég ætlaði að reyna að komast eins langt og ég gæti en lengra komst ég ekki.“ Birkir spilar í tvenndarleik síðar í dag með Heru Björk Gunnarsdóttir gegn pari frá Andorra. Hann reiknar með erfiðri viðureign. En eftir Smáþjóðaleikana ætlar Birkir að taka þátt í nokkrum mótum ytra en hápunkturinn verður svo þátttaka Íslands í Davis Cup í sumar. „Við keppum í San Marínó og það ætti að verða gaman,“ sagði Birkir sem heldur aftur utan til Bandaríkjanna í haust þar sem hann á tvö ár eftir. Hvað tekur við þá er óvitað. „Þegar stórt er spurt. Ég ætla að spila tennis í þessi tvö ár og svo sér maður bara til hvað gerist,“ sagði hann.
Tennis Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti