Birkir úr leik: Gerði dýr mistök Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júní 2015 15:11 Birkir á Smáþjóðaleikunum. Vísir/Pjetur Birkir Gunnarsson féll í dag úr leik í einliðaleik karla í tennis eftir að hafa tapað fyrir Sergios Kyratzis frá Kýpur, 6-4 og 6-4. Birkir hafði í gær betur gegn keppanda frá Möltu en mátti sætta sig við tap gegn Kyratzis sem er skráður sem sjöundi sterkasti keppandi mótsins. Kyratzis er nú kominn í 8-manna úrslit. Birkir barðist hetjulega gegn Kýpverjanum sem er í um 1.500 sæti á heimslistanum en Birkir er námsmaður og leikur með háskólaliði sínu í Bandaríkjunum. Kyratzis var með sterkari uppgjöf og vann þær lotur nokkuð örugglega í fyrsta setti. Hann vann svo eina lotu þar sem Birkir átti uppgjöf í stöðunni 4-3 og vann svo fyrra settið, 6-4. Það var meiri barátta í Birki í síðara settinu. Eftir að Kyratzis vann tvær lotur í röð snemma náði Birkir að svara og halda spennu í viðureigninni. Kyraztis tók þá aftur völdin, náði 5-2 forystu og þó svo að Birkir hafi unnið næstu tvær lotur náði Kýpverjinn að vinna þetta nokkuð örugglega í síðustu lotunni og tryggja sér sigur í settinu, 6-4, og leiknum, 2-0. „Ég spilaði ágætlega á köflum en ég náði ekki að halda uppgjöf í seinna settinu og það var kannski munurinn í dag. Mér fannst við spila svipaðan tennis á endalínu en hann er með betri uppgjafir,“ sagði Birkir við Vísi eftir leikinn í dag.Vísir/Pjetur„Hann er alls ekkert lélegur, þessi andstæðingur. Hann er atvinnumaður og ég er ekki ósáttur við minn leik, þó svo að ég hafi getað gert betur. Ég gerði mistök í dag sem voru dýr og ég nýtti ekki þau tækifæri sem ég fékk.“ Birkir segist ekki hafa gert sér vonir um að spila um gull á leikunum. „Flestir þeir sem eru hér eru atvinnumenn í tennis eða hafa verið atvinnumenn. Það erum við ekki,“ segir Birkir. „Ég ætlaði að reyna að komast eins langt og ég gæti en lengra komst ég ekki.“ Birkir spilar í tvenndarleik síðar í dag með Heru Björk Gunnarsdóttir gegn pari frá Andorra. Hann reiknar með erfiðri viðureign. En eftir Smáþjóðaleikana ætlar Birkir að taka þátt í nokkrum mótum ytra en hápunkturinn verður svo þátttaka Íslands í Davis Cup í sumar. „Við keppum í San Marínó og það ætti að verða gaman,“ sagði Birkir sem heldur aftur utan til Bandaríkjanna í haust þar sem hann á tvö ár eftir. Hvað tekur við þá er óvitað. „Þegar stórt er spurt. Ég ætla að spila tennis í þessi tvö ár og svo sér maður bara til hvað gerist,“ sagði hann. Tennis Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Sjá meira
Birkir Gunnarsson féll í dag úr leik í einliðaleik karla í tennis eftir að hafa tapað fyrir Sergios Kyratzis frá Kýpur, 6-4 og 6-4. Birkir hafði í gær betur gegn keppanda frá Möltu en mátti sætta sig við tap gegn Kyratzis sem er skráður sem sjöundi sterkasti keppandi mótsins. Kyratzis er nú kominn í 8-manna úrslit. Birkir barðist hetjulega gegn Kýpverjanum sem er í um 1.500 sæti á heimslistanum en Birkir er námsmaður og leikur með háskólaliði sínu í Bandaríkjunum. Kyratzis var með sterkari uppgjöf og vann þær lotur nokkuð örugglega í fyrsta setti. Hann vann svo eina lotu þar sem Birkir átti uppgjöf í stöðunni 4-3 og vann svo fyrra settið, 6-4. Það var meiri barátta í Birki í síðara settinu. Eftir að Kyratzis vann tvær lotur í röð snemma náði Birkir að svara og halda spennu í viðureigninni. Kyraztis tók þá aftur völdin, náði 5-2 forystu og þó svo að Birkir hafi unnið næstu tvær lotur náði Kýpverjinn að vinna þetta nokkuð örugglega í síðustu lotunni og tryggja sér sigur í settinu, 6-4, og leiknum, 2-0. „Ég spilaði ágætlega á köflum en ég náði ekki að halda uppgjöf í seinna settinu og það var kannski munurinn í dag. Mér fannst við spila svipaðan tennis á endalínu en hann er með betri uppgjafir,“ sagði Birkir við Vísi eftir leikinn í dag.Vísir/Pjetur„Hann er alls ekkert lélegur, þessi andstæðingur. Hann er atvinnumaður og ég er ekki ósáttur við minn leik, þó svo að ég hafi getað gert betur. Ég gerði mistök í dag sem voru dýr og ég nýtti ekki þau tækifæri sem ég fékk.“ Birkir segist ekki hafa gert sér vonir um að spila um gull á leikunum. „Flestir þeir sem eru hér eru atvinnumenn í tennis eða hafa verið atvinnumenn. Það erum við ekki,“ segir Birkir. „Ég ætlaði að reyna að komast eins langt og ég gæti en lengra komst ég ekki.“ Birkir spilar í tvenndarleik síðar í dag með Heru Björk Gunnarsdóttir gegn pari frá Andorra. Hann reiknar með erfiðri viðureign. En eftir Smáþjóðaleikana ætlar Birkir að taka þátt í nokkrum mótum ytra en hápunkturinn verður svo þátttaka Íslands í Davis Cup í sumar. „Við keppum í San Marínó og það ætti að verða gaman,“ sagði Birkir sem heldur aftur utan til Bandaríkjanna í haust þar sem hann á tvö ár eftir. Hvað tekur við þá er óvitað. „Þegar stórt er spurt. Ég ætla að spila tennis í þessi tvö ár og svo sér maður bara til hvað gerist,“ sagði hann.
Tennis Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Sjá meira