Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Birgir Olgeirsson skrifar 3. júní 2015 13:15 Bréfið barst eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugsdóttur, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, á fimmtudaginn. Systurnar voru svo handteknar við afhendingu fjármunanna upp úr hádegi á föstudeginum. Vísir/Valli Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu sem handtók systurnar Hlín Einarsdóttur og Malín Brand sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu ekki hafa túlkað það sem svo að öryggi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafi verið ógnað þegar eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, barst bréfið umrædda á heimili þeirra í Ystaseli í Breiðholti síðastliðinn fimmtudag. Í bréfinu kom fram að ef ekki yrði farið nákvæmlega eftir leiðbeiningum þá yrði upplýsingum, sem áttu að teljast óþægilegar fyrir forsætisráðherra, lekið í fjölmiðla. Í kjölfarið var haft samband við lögreglu sem hóf þá strax rannsókn máls og undirbúning fyrir aðgerðina sunnan Vallahverfsins þar sem átti að afhenda fjármunina að því er fram kom í bréfinu. Fram hefur komið að Hlín Einarsdóttir kom gangandi allnokkra leið til þess að sækja peningana en krafist hafði verið átta milljóna króna. Þegar hún mætti á svæðið var hún handtekin af lögreglu. Skömmu síðar var komið að Malín Brand í bíl í nágrenninu og hún sömuleiðis handtekin. Voru þær yfirheyrðar og húsleit gerð á heimili þeirra þar sem meðal annars var lagt hald á síma og tölvur. Var þeim sleppt á laugardeginum eftir nótt á bak við lás og slá.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sérsveitin nýtt Friðrik Smári segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra við aðgerðina og var sérsveit embættisins fengin til verksins. „Stjórn rannsóknarinnar var í höndum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og við nutum aðstoðar sérsveitarinnar við aðgerðir,“ segir Friðrik. Lögreglan var ekki meðvituð um hver stæði á bak við tilraunina til fjárkúgunar fyrr en systurnar voru handteknar á föstudag. Spurður hvort að það hefði haft áhrif á umfang aðgerðarinnar að ekki var vitað hver myndi mæta á vettvang svarar Friðrik því játandi. „Þetta var líka spurning um mannskap og sérsveitin er með mannskap til taks og þetta er spurning um samstarf og samvinnu og samnýta mannskap og tækjabúnað, þekkingu, kunnáttu og annað slíkt,“ segir Friðrik Smári. Friðrik Smári neitar að gefa upp hvort eitthvað hafi komið fram í bréfinu sem benti til þess að öryggi forsætisráðherra hefði verið ógnað. Hann segir það þó ekki hafa haft áhrif á lögreglu að um var að ræða fjárkúgunartilraun sem beint var gegn forsætisráðherra. „Í sjálfu sér ekki, það hafa komið upp sambærileg mál. Við höfum vísað í Nóa Síríusar-málið svokallaða og það var svipaður viðbúnaður í rauninni þar,“ segir Friðrik Smári.Frá aðalmeðferð í Nóa Siríus málinu.Vísir/GVAFjárkúgun þótt hótanir væru ólíkar Í Nóa Síríusar-málinu höfðu hins vegar tveir einstaklingar hótað að setja súkkulaði frá fyrirtækinu, annars vegar Pipp-súkkulaði með piparmyntufyllingu og hins vegar karamellufyllingu, á markað sem búið væri að sprautað bremsuvökva í og hefði getað stofnað lífi fólks í hættu.Sjá einnig:Lögreglan egndi gildru fyrir súkkulaðikúgara Í fjárkúgunarmálinu síðastliðinn föstudag var hótað að koma upplýsingum í umferð sem áttu að koma einhverjum illa líkt og kom fram í yfirlýsingu frá forsætisráðherra vegna málsins. Orðrétt sagði í yfirlýsingunni:„Í bréfinu var því hótað að birtar yrðu opinberlega upplýsingar sem reynast myndu skaðlegar ef ég greiddi ekki milljónir króna til bréfritara og samverkamanns hans. Af bréfinu að dæma virtust umræddar upplýsingar byggja á getgátum og sögusögnum.“ Í öðru málinu er því hótað að stofna lífi fólks í hættu en hinu hótað að gera upplýsingar sem gætu reynt skaðlegar opinberar. „Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári þegar þetta er nefnt. Hann segir málið hafa hlotið hefðbundna afgreiðslu. Hefði öryggi æðstu stjórnenda ríkisins verið ógnað, í þessu tilviki forsætisráðherra, þá hefði embætti ríkislögreglustjóra tekið málið yfir en rannsókn þessa máls var í höndum Friðriks Smára og félaga hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Fjölmiðlanefnd skoðaði gögn tengd DV í ljósi frétta um fjárkúgun Fengu upplýsingar um eignarhald og yfirráð á sínum tíma. 2. júní 2015 14:54 Malín Brand kveðst hafa dregist inn í fjárkúgunina Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar á föstudag fyrir að reyna að kúga fé af forsætisráðherra. Húsleit var gerð á heimili þeirra beggja en Malín segist hafa dregist inn í atburðarás sem Hlín systir hennar hafi hrundið af stað. 3. júní 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu sem handtók systurnar Hlín Einarsdóttur og Malín Brand sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu ekki hafa túlkað það sem svo að öryggi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafi verið ógnað þegar eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, barst bréfið umrædda á heimili þeirra í Ystaseli í Breiðholti síðastliðinn fimmtudag. Í bréfinu kom fram að ef ekki yrði farið nákvæmlega eftir leiðbeiningum þá yrði upplýsingum, sem áttu að teljast óþægilegar fyrir forsætisráðherra, lekið í fjölmiðla. Í kjölfarið var haft samband við lögreglu sem hóf þá strax rannsókn máls og undirbúning fyrir aðgerðina sunnan Vallahverfsins þar sem átti að afhenda fjármunina að því er fram kom í bréfinu. Fram hefur komið að Hlín Einarsdóttir kom gangandi allnokkra leið til þess að sækja peningana en krafist hafði verið átta milljóna króna. Þegar hún mætti á svæðið var hún handtekin af lögreglu. Skömmu síðar var komið að Malín Brand í bíl í nágrenninu og hún sömuleiðis handtekin. Voru þær yfirheyrðar og húsleit gerð á heimili þeirra þar sem meðal annars var lagt hald á síma og tölvur. Var þeim sleppt á laugardeginum eftir nótt á bak við lás og slá.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sérsveitin nýtt Friðrik Smári segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra við aðgerðina og var sérsveit embættisins fengin til verksins. „Stjórn rannsóknarinnar var í höndum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og við nutum aðstoðar sérsveitarinnar við aðgerðir,“ segir Friðrik. Lögreglan var ekki meðvituð um hver stæði á bak við tilraunina til fjárkúgunar fyrr en systurnar voru handteknar á föstudag. Spurður hvort að það hefði haft áhrif á umfang aðgerðarinnar að ekki var vitað hver myndi mæta á vettvang svarar Friðrik því játandi. „Þetta var líka spurning um mannskap og sérsveitin er með mannskap til taks og þetta er spurning um samstarf og samvinnu og samnýta mannskap og tækjabúnað, þekkingu, kunnáttu og annað slíkt,“ segir Friðrik Smári. Friðrik Smári neitar að gefa upp hvort eitthvað hafi komið fram í bréfinu sem benti til þess að öryggi forsætisráðherra hefði verið ógnað. Hann segir það þó ekki hafa haft áhrif á lögreglu að um var að ræða fjárkúgunartilraun sem beint var gegn forsætisráðherra. „Í sjálfu sér ekki, það hafa komið upp sambærileg mál. Við höfum vísað í Nóa Síríusar-málið svokallaða og það var svipaður viðbúnaður í rauninni þar,“ segir Friðrik Smári.Frá aðalmeðferð í Nóa Siríus málinu.Vísir/GVAFjárkúgun þótt hótanir væru ólíkar Í Nóa Síríusar-málinu höfðu hins vegar tveir einstaklingar hótað að setja súkkulaði frá fyrirtækinu, annars vegar Pipp-súkkulaði með piparmyntufyllingu og hins vegar karamellufyllingu, á markað sem búið væri að sprautað bremsuvökva í og hefði getað stofnað lífi fólks í hættu.Sjá einnig:Lögreglan egndi gildru fyrir súkkulaðikúgara Í fjárkúgunarmálinu síðastliðinn föstudag var hótað að koma upplýsingum í umferð sem áttu að koma einhverjum illa líkt og kom fram í yfirlýsingu frá forsætisráðherra vegna málsins. Orðrétt sagði í yfirlýsingunni:„Í bréfinu var því hótað að birtar yrðu opinberlega upplýsingar sem reynast myndu skaðlegar ef ég greiddi ekki milljónir króna til bréfritara og samverkamanns hans. Af bréfinu að dæma virtust umræddar upplýsingar byggja á getgátum og sögusögnum.“ Í öðru málinu er því hótað að stofna lífi fólks í hættu en hinu hótað að gera upplýsingar sem gætu reynt skaðlegar opinberar. „Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári þegar þetta er nefnt. Hann segir málið hafa hlotið hefðbundna afgreiðslu. Hefði öryggi æðstu stjórnenda ríkisins verið ógnað, í þessu tilviki forsætisráðherra, þá hefði embætti ríkislögreglustjóra tekið málið yfir en rannsókn þessa máls var í höndum Friðriks Smára og félaga hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Fjölmiðlanefnd skoðaði gögn tengd DV í ljósi frétta um fjárkúgun Fengu upplýsingar um eignarhald og yfirráð á sínum tíma. 2. júní 2015 14:54 Malín Brand kveðst hafa dregist inn í fjárkúgunina Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar á föstudag fyrir að reyna að kúga fé af forsætisráðherra. Húsleit var gerð á heimili þeirra beggja en Malín segist hafa dregist inn í atburðarás sem Hlín systir hennar hafi hrundið af stað. 3. júní 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03
Fjölmiðlanefnd skoðaði gögn tengd DV í ljósi frétta um fjárkúgun Fengu upplýsingar um eignarhald og yfirráð á sínum tíma. 2. júní 2015 14:54
Malín Brand kveðst hafa dregist inn í fjárkúgunina Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar á föstudag fyrir að reyna að kúga fé af forsætisráðherra. Húsleit var gerð á heimili þeirra beggja en Malín segist hafa dregist inn í atburðarás sem Hlín systir hennar hafi hrundið af stað. 3. júní 2015 07:00