Sport

Fær átta milljarða króna þó svo hann missi fótinn á morgun

Cam Newton.
Cam Newton. vísir/getty
Leikstjórnandinn Cam Newton hjá Carolina mun eiga fyrir salti í grautinn næstu árin.

Hann skrifaði í gær undir nýjan fimm ára samning við Carolina Panthers sem mun færa honum tæpa 14 milljarða króna á samningstímanum.

Hann verður með um 2,8 milljarða króna í árslaun sem gerir hann að þriðja launahæsta leikstjórnanda NFL-deildarinnar.

Í samningnum er eins og alltaf klásúla um örugga greiðslu. Sem sagt ef Newton missir annan fótlegginn á morgun þá myndi hann samt fá 8 milljarða króna í sinn hlut.

„Við trúum því að hann muni leiða okkur til fyrirheitna landsins," sagði Dave Gettleman, framkvæmdastjóri félagsins.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×