Erlent

Fjórir létust í þyrluslysi í Nepal

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Flugmaðurinn lést ásamt þremur starfsmönnum Læknum  án landamæra.
Flugmaðurinn lést ásamt þremur starfsmönnum Læknum án landamæra. vísir/epa
Fjórir létust þegar þyrla hrapaði í Sindhupalchowk-héraði í Nepal í gær. Þrír hinna látnu voru starfsmenn samtakanna Læknar án landamæra, tveir nepalskir karlmenn og hollensk kona. Þau höfðu unnið að því að flytja hjálpargögn til afskekktra byggða, eftir hörmungarnar sem dundu yfir landið í apríl. Samtökin votta fjölskyldum hinna látnu og aðstandendum sína dýpstu samúð í tilkynningu sem þau sendu frá sér seint í gærkvöld.

Þúsundir eru hjálparþurfi og mikill skortur er á öllum helstu nauðsynjum í landinu. Hjálparsamtök hafa undanfarnar vikur veitt hinum bágstöddu nauðsynjar og læknisaðstoð, en erfitt hefur reynst að komast til afskekktari þorpa, því víða er einungis hægt að fara með þyrlu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×