Blinduð af fjölskyldutengslum og segist ekki hafa kúgað forsætisráðherra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. júní 2015 21:30 Malín Brand, blaðamaður á Morgunblaðinu, fullyrðir að hún hafi ekki komið nálægt tilraun til að kúga fé af forsætisráðherra. Hún var handtekin ásamt systur sinni í Hafnarfirði á föstudaginn eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu. Vísir greindi frá atburðarásinni í morgun. Síðar í dag lýsti lögregla því yfir að systurnar hafi játað aðild sína að málinu. Málið teldist að mestu upplýst og að lokinni rannsókn verði það sent til ríkissaksóknara sem taki ákvörðun um næstu skref. Malín Brand er í tímabundnu leyfi frá störfum á Morgunblaðinu. Hún greindi frá aðild sinni að tilrauninni til fjárkúgunarinnar á hendur forsætisráðherra í samtali við Vísi í dag og sagðist hafa blandast í atburðarrás sem hún hvorki skipulagði né tengdist á nokkurn hátt nema fjölskylduböndum. Hún fullyrðir að hún hafi ekki komið nálægt bréfasendingunni og sjálfri fjárkúguninni. Hún harmar að hafa blandast inn í málið. „Kjarni málsins er að þarna blandast ég inn í atburðarás sem ég hvorki skipulagði né tengdist nokkurn hátt nema fjölskylduböndum.“Kom flatt upp á mig Malín segist ekki hafa trúað því að nokkur tæki bréf systur sinnar alvarlega. „Þetta kom eiginlega flatt upp á mig vegna þess að ég bjóst ekki við að það sem hún væri að gera, að einhver myndi virkilega taka mark á því,“ segir hún. Hún sagðist hafa beðið í bílnum á meðan hún ætlaði að athuga hvort ætlunarverk sitt hafi tekist. „Ég bíð í bílnum á meðan hún ætlar að athuga hvort sitt ætlunarverk hafi tekist en þegar ég sé í hvað stefnir þá ætla ég bara að keyra í burtu, því þetta var ekki það sem ég hafði hugsað mér,“ segir hún.Játaði fyrir lögreglu Malín segir daginn hafa farið öðruvísi en hún ætlaði sér. Hún hafði ráðgert að hafa það gott með syni sínum eftir skóla en var handtekin fyrir aðild að sakamáli. „Þessi dagur sem ég vakna og ætla að njóta mín í vaktafrí og fara að gera eitthvað skemmtilegt með syni mínum eftir skóla; hann breyttist úr því yfir í að vera handtekin fyrir að vera í bíl með systur minni og allt í einu er ég orðinn aðili að sakamáli,“ Hún segist ekki hafa neitt að fela og hafi játað fyrir lögreglu að hafa farið með systur sinni á vettvang. Hún segist hafa játað fyrir lögreglunni að hafa haft vitneskju um málið og að hafa ekið systur sinni í Hafnarfjörð til að sækja fjármunina strax í fyrstu skýrslutöku. „Ég hef ekkert að fela. Ég er búin að játa fyrir lögreglunni að það hafi verið heimskulegt að fara í þennan gjörning af því að ég hefði mátt vita betur.Blinduð af fjölskyldutengslum Hún segist hafa verið blinduð af fjölskyldutengslum. „Á þessu augnabliki horfir maður á lífið sitt, sem maður er búinn að byggja upp og hafa mikið fyrir, að vera góður blaðamaður og standa sig í vinnu og vera trúverðugur, eiga traust fólks, eins og ég hef átt, yfir í það að vera einhvern veginn höfð að fífli. Dálítið blindaður af fjölskyldutengslum,“ segir Malín um handtökuna og bætir við: „Allt í einu er mannorðið bara farið af því að maður blandaðist inn í vitleysu.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson neitaði viðtali við Stöð 2 um málið, aðstoðarmaður hans Jóhannes Þór Skúlason sagði ekki hægt að ræða um öryggismál forsætisráðherra. Síðar um daginn sendi hann frá sér yfirlýsingu um málið. Í henni greinir hann frá því að hótunarbréfið hafi borist fyrir fáeinum dögum á heimili hans stílað á eiginkonu hans. Í því hafi falist hótun um að birtar yrðu opinberar upplýsingar sem myndu reynast skaðlega. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Systraflétta lögreglunnar á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu Hótuðu að setja eitrað súkkulaði í umferð ef kröfum þeirra yrði ekki mætt. 2. júní 2015 13:31 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Systurnar setja Twitter á hliðina Twitter er sprunginn hér á landi og kemst fátt annað að en tilraun Malín Brand og Hlín Einarsdóttur til að kúga fé út úr Sigmundur Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:47 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Malín Brand, blaðamaður á Morgunblaðinu, fullyrðir að hún hafi ekki komið nálægt tilraun til að kúga fé af forsætisráðherra. Hún var handtekin ásamt systur sinni í Hafnarfirði á föstudaginn eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu. Vísir greindi frá atburðarásinni í morgun. Síðar í dag lýsti lögregla því yfir að systurnar hafi játað aðild sína að málinu. Málið teldist að mestu upplýst og að lokinni rannsókn verði það sent til ríkissaksóknara sem taki ákvörðun um næstu skref. Malín Brand er í tímabundnu leyfi frá störfum á Morgunblaðinu. Hún greindi frá aðild sinni að tilrauninni til fjárkúgunarinnar á hendur forsætisráðherra í samtali við Vísi í dag og sagðist hafa blandast í atburðarrás sem hún hvorki skipulagði né tengdist á nokkurn hátt nema fjölskylduböndum. Hún fullyrðir að hún hafi ekki komið nálægt bréfasendingunni og sjálfri fjárkúguninni. Hún harmar að hafa blandast inn í málið. „Kjarni málsins er að þarna blandast ég inn í atburðarás sem ég hvorki skipulagði né tengdist nokkurn hátt nema fjölskylduböndum.“Kom flatt upp á mig Malín segist ekki hafa trúað því að nokkur tæki bréf systur sinnar alvarlega. „Þetta kom eiginlega flatt upp á mig vegna þess að ég bjóst ekki við að það sem hún væri að gera, að einhver myndi virkilega taka mark á því,“ segir hún. Hún sagðist hafa beðið í bílnum á meðan hún ætlaði að athuga hvort ætlunarverk sitt hafi tekist. „Ég bíð í bílnum á meðan hún ætlar að athuga hvort sitt ætlunarverk hafi tekist en þegar ég sé í hvað stefnir þá ætla ég bara að keyra í burtu, því þetta var ekki það sem ég hafði hugsað mér,“ segir hún.Játaði fyrir lögreglu Malín segir daginn hafa farið öðruvísi en hún ætlaði sér. Hún hafði ráðgert að hafa það gott með syni sínum eftir skóla en var handtekin fyrir aðild að sakamáli. „Þessi dagur sem ég vakna og ætla að njóta mín í vaktafrí og fara að gera eitthvað skemmtilegt með syni mínum eftir skóla; hann breyttist úr því yfir í að vera handtekin fyrir að vera í bíl með systur minni og allt í einu er ég orðinn aðili að sakamáli,“ Hún segist ekki hafa neitt að fela og hafi játað fyrir lögreglu að hafa farið með systur sinni á vettvang. Hún segist hafa játað fyrir lögreglunni að hafa haft vitneskju um málið og að hafa ekið systur sinni í Hafnarfjörð til að sækja fjármunina strax í fyrstu skýrslutöku. „Ég hef ekkert að fela. Ég er búin að játa fyrir lögreglunni að það hafi verið heimskulegt að fara í þennan gjörning af því að ég hefði mátt vita betur.Blinduð af fjölskyldutengslum Hún segist hafa verið blinduð af fjölskyldutengslum. „Á þessu augnabliki horfir maður á lífið sitt, sem maður er búinn að byggja upp og hafa mikið fyrir, að vera góður blaðamaður og standa sig í vinnu og vera trúverðugur, eiga traust fólks, eins og ég hef átt, yfir í það að vera einhvern veginn höfð að fífli. Dálítið blindaður af fjölskyldutengslum,“ segir Malín um handtökuna og bætir við: „Allt í einu er mannorðið bara farið af því að maður blandaðist inn í vitleysu.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson neitaði viðtali við Stöð 2 um málið, aðstoðarmaður hans Jóhannes Þór Skúlason sagði ekki hægt að ræða um öryggismál forsætisráðherra. Síðar um daginn sendi hann frá sér yfirlýsingu um málið. Í henni greinir hann frá því að hótunarbréfið hafi borist fyrir fáeinum dögum á heimili hans stílað á eiginkonu hans. Í því hafi falist hótun um að birtar yrðu opinberar upplýsingar sem myndu reynast skaðlega.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Systraflétta lögreglunnar á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu Hótuðu að setja eitrað súkkulaði í umferð ef kröfum þeirra yrði ekki mætt. 2. júní 2015 13:31 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Systurnar setja Twitter á hliðina Twitter er sprunginn hér á landi og kemst fátt annað að en tilraun Malín Brand og Hlín Einarsdóttur til að kúga fé út úr Sigmundur Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:47 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14
Systraflétta lögreglunnar á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu Hótuðu að setja eitrað súkkulaði í umferð ef kröfum þeirra yrði ekki mætt. 2. júní 2015 13:31
Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03
Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14
Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44
Systurnar setja Twitter á hliðina Twitter er sprunginn hér á landi og kemst fátt annað að en tilraun Malín Brand og Hlín Einarsdóttur til að kúga fé út úr Sigmundur Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:47