Heimsmet í rítalínnotkun og ofgreining á ADHD Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 21. júní 2015 11:15 María Einisdóttir Vísir/Valli María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. María ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana.En af hverju eiga Íslendingar heimsmet í Rítalín notkun? „Þetta hefur þróast ansi óheppilega á Íslandi, það verður að segjast eins og er. Það sem er svo hættulegt við að nota þetta sem stungulyf er að það er svo stuttur helmingunartíminn. Þetta er svo fljótt úr líkamanum og fólk er að sprauta sig 10-20 sinnum á dag, það ógnar heilsu fólks verulega svo ekki sé meira sagt. Þetta er mjög hættulegt lyf, og við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir María, sem tekur við mörgum rítalínfíklum á fíknigeðdeild LSH. „Það er of mikð aðgengi að lyfinu og það er einhver innflutningur líka. Það þarf að taka heildstætt á vandanum. Það er vinna í gangi við að reyna kortleggja þetta og stemma stigu við þessu, en þetta er mjög alvarlegt mál.“ „Varðandi hópinn sem hefur þessa ADHD greiningu, það þarf að meðhöndla það. Þau svara vel þessum lyfjum. En það hefur líka sýnt sig að hugræn atferlismeðferð kemur að gagni. Við erum með ADHD teymi á spítalanum sem er með mjög vandaða greiningarvinnu og setur svo af stað meðferðina. Það er mjög gott eftirlit með þeim hópi. Það er hreinlega þjóðhaglsega hagkvæmt að sinna fólki með ADHD mjög vel,“ segir María en bætir þó við að ekki allir með greiningu þurfi að fara á lyf. „Það hefur sýnt sig að þessu fólki er hættara við að detta út úr skólakerfinu, eiga erfiðara með að fá vinnu og halda vinnum - rekast illa. Lenda jafnvel upp á kant við lögin, með styttri kveikjuþráð en meðaljóninn. Það er einföld heilsuhagfræði sem segir okkur að þetta borgar sig. Það borgar sig að veita þessu unga fólki góða meðferð.“ María segir eina skýringu á Rítalín ofnotkun geti verið ofgreining. „Þess vegna var farið í þessa vegferð að stofna þetta teymi. Það er þverfaglegt teymi sem kemur að greiningunni og tíu til tólf klukktimar sem fara í hverja greiningu.“ Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. María ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana.En af hverju eiga Íslendingar heimsmet í Rítalín notkun? „Þetta hefur þróast ansi óheppilega á Íslandi, það verður að segjast eins og er. Það sem er svo hættulegt við að nota þetta sem stungulyf er að það er svo stuttur helmingunartíminn. Þetta er svo fljótt úr líkamanum og fólk er að sprauta sig 10-20 sinnum á dag, það ógnar heilsu fólks verulega svo ekki sé meira sagt. Þetta er mjög hættulegt lyf, og við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir María, sem tekur við mörgum rítalínfíklum á fíknigeðdeild LSH. „Það er of mikð aðgengi að lyfinu og það er einhver innflutningur líka. Það þarf að taka heildstætt á vandanum. Það er vinna í gangi við að reyna kortleggja þetta og stemma stigu við þessu, en þetta er mjög alvarlegt mál.“ „Varðandi hópinn sem hefur þessa ADHD greiningu, það þarf að meðhöndla það. Þau svara vel þessum lyfjum. En það hefur líka sýnt sig að hugræn atferlismeðferð kemur að gagni. Við erum með ADHD teymi á spítalanum sem er með mjög vandaða greiningarvinnu og setur svo af stað meðferðina. Það er mjög gott eftirlit með þeim hópi. Það er hreinlega þjóðhaglsega hagkvæmt að sinna fólki með ADHD mjög vel,“ segir María en bætir þó við að ekki allir með greiningu þurfi að fara á lyf. „Það hefur sýnt sig að þessu fólki er hættara við að detta út úr skólakerfinu, eiga erfiðara með að fá vinnu og halda vinnum - rekast illa. Lenda jafnvel upp á kant við lögin, með styttri kveikjuþráð en meðaljóninn. Það er einföld heilsuhagfræði sem segir okkur að þetta borgar sig. Það borgar sig að veita þessu unga fólki góða meðferð.“ María segir eina skýringu á Rítalín ofnotkun geti verið ofgreining. „Þess vegna var farið í þessa vegferð að stofna þetta teymi. Það er þverfaglegt teymi sem kemur að greiningunni og tíu til tólf klukktimar sem fara í hverja greiningu.“
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira