Það hafa alltaf verið illmenni Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 20. júní 2015 10:00 María Einisdóttir, Ólöf og Viktoría Fréttablaðið/Valli María Einisdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hlusta má á í heild sinni hér að ofan. Í viðtalinu ræðir hún meðal annars um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana.Þegar talið berst að geðrofssjúkdómum, segir María karlmenn veikjast fyrr en konur, en að kynjahlutföllin séu samt þau sömu. „Konurnar veikjast seinna og ekki eins mikið. En svo fer þetta eftir því hvaða greiningu um ræðir. Ef við erum að tala um borderline persónuleikaröskun virðast það frekar vera konur sem fá þá greiningu – en ef við tölum um siðblindu, sem er líka persónuleikaröskun, þá eru það frekar karlmenn.“ María útskýrir að fólk með borderline persónuleikaröskun sé yfirleitt fólk sem hafi átt við erfiðleika að stríða við tengslamyndun í bernsku, fólk sem sér veröldina í svarthvítu. „Annað hvort er einhver frábær vinkona eða óvinur. Það er ekki mikið af gráum tónum. Líka mikið í sjálfsskaða og oft mjög mikill kvíði sem fylgir. Svo virðist líka sem að það að meiða sig valdi tímabundinni vellíðunarkennd. Þetta getur orðið mjög svæsið. En meðferðin gengur út á að hjálpa þeim að finna önnur bjargráð heldur en að skaða sig, það er ekki bjargráð. Þessi hópur er líka meira í neyslu.“ María segir siðblint fólk hinsvegar ekki þekkja muninn á réttu og röngu eða sé alveg sama um það. „Þetta er fólk sem er meira inn í fangelsunum. Þeir svara ekki þeirri meðferð sem vð erum að veita. Við erum ekki að meðhöndla þá. Siðblinda er persónuleikagerð sem hefur fylgt þér frá frumbernsku og eina leiðin er að hjálpa fólki til þess að reyna sjá að það er að skaða fólkið í kringum sig og reyna að lágmarka skaðann sem viðkomandi getur haft á fólkið í kringum sig.“ Hún segir þó lítinn hóp flokkast undir siðblinda. „En það hafa alltaf verið til illmenni. Það að sjúkdómsgera alla skapaða hluti, ég held að það hjálpi okkur ekkert mikið. Annað dæmi um sjúkdómavæðingu sem eg get pirrað mig létt yfir. Það er allt um félagsfælni, er það ekki bara feimni? Auðvitað getur þetta orðið sjúklegt ástand ég er alls ekki að gera lítið úr því - en að reyna skella á fólki heljarinnar greiningum þegar þetta er eðlilegt ástand. Við normalíserum það og það er ekki gott. Tökum dæmi um verkkvíða, ég ætlaði að þrífa heima hjá mér í gær, en ég nennti því ekki því ég var löt. Ég var ekki með verkvíða - ég var bara löt. Ég reyndi að selja mér það í lok dagsins að ég væri búin að vinna svo mikið og það endaði þar. Mér fannt ég eiga það skilið að fá að vera löt í friði.“ María segist halda að við þurfum að slaka á í greiningunum. „Við þurfum að leyfa fólki að hafa persónuleikaeinkenni án þess að smella greiningum á fólk. Eins og orðið feimni, maður heyrir þetta ekki lengur. Þetta er alveg ferlegt, eins og mér finnst sjarmerandi þegar fólk er feimið. Þetta eru ekki lestir. Þetta eru eiginleikar. Svo er gerjun í leiðanum, við þurfum að kunna að láta okkur leiðast. Maður missir af miklu að kunna ekki að láta sér leiðast, það er svo gott fyrir sálartetrið.“ Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
María Einisdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hlusta má á í heild sinni hér að ofan. Í viðtalinu ræðir hún meðal annars um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana.Þegar talið berst að geðrofssjúkdómum, segir María karlmenn veikjast fyrr en konur, en að kynjahlutföllin séu samt þau sömu. „Konurnar veikjast seinna og ekki eins mikið. En svo fer þetta eftir því hvaða greiningu um ræðir. Ef við erum að tala um borderline persónuleikaröskun virðast það frekar vera konur sem fá þá greiningu – en ef við tölum um siðblindu, sem er líka persónuleikaröskun, þá eru það frekar karlmenn.“ María útskýrir að fólk með borderline persónuleikaröskun sé yfirleitt fólk sem hafi átt við erfiðleika að stríða við tengslamyndun í bernsku, fólk sem sér veröldina í svarthvítu. „Annað hvort er einhver frábær vinkona eða óvinur. Það er ekki mikið af gráum tónum. Líka mikið í sjálfsskaða og oft mjög mikill kvíði sem fylgir. Svo virðist líka sem að það að meiða sig valdi tímabundinni vellíðunarkennd. Þetta getur orðið mjög svæsið. En meðferðin gengur út á að hjálpa þeim að finna önnur bjargráð heldur en að skaða sig, það er ekki bjargráð. Þessi hópur er líka meira í neyslu.“ María segir siðblint fólk hinsvegar ekki þekkja muninn á réttu og röngu eða sé alveg sama um það. „Þetta er fólk sem er meira inn í fangelsunum. Þeir svara ekki þeirri meðferð sem vð erum að veita. Við erum ekki að meðhöndla þá. Siðblinda er persónuleikagerð sem hefur fylgt þér frá frumbernsku og eina leiðin er að hjálpa fólki til þess að reyna sjá að það er að skaða fólkið í kringum sig og reyna að lágmarka skaðann sem viðkomandi getur haft á fólkið í kringum sig.“ Hún segir þó lítinn hóp flokkast undir siðblinda. „En það hafa alltaf verið til illmenni. Það að sjúkdómsgera alla skapaða hluti, ég held að það hjálpi okkur ekkert mikið. Annað dæmi um sjúkdómavæðingu sem eg get pirrað mig létt yfir. Það er allt um félagsfælni, er það ekki bara feimni? Auðvitað getur þetta orðið sjúklegt ástand ég er alls ekki að gera lítið úr því - en að reyna skella á fólki heljarinnar greiningum þegar þetta er eðlilegt ástand. Við normalíserum það og það er ekki gott. Tökum dæmi um verkkvíða, ég ætlaði að þrífa heima hjá mér í gær, en ég nennti því ekki því ég var löt. Ég var ekki með verkvíða - ég var bara löt. Ég reyndi að selja mér það í lok dagsins að ég væri búin að vinna svo mikið og það endaði þar. Mér fannt ég eiga það skilið að fá að vera löt í friði.“ María segist halda að við þurfum að slaka á í greiningunum. „Við þurfum að leyfa fólki að hafa persónuleikaeinkenni án þess að smella greiningum á fólk. Eins og orðið feimni, maður heyrir þetta ekki lengur. Þetta er alveg ferlegt, eins og mér finnst sjarmerandi þegar fólk er feimið. Þetta eru ekki lestir. Þetta eru eiginleikar. Svo er gerjun í leiðanum, við þurfum að kunna að láta okkur leiðast. Maður missir af miklu að kunna ekki að láta sér leiðast, það er svo gott fyrir sálartetrið.“
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira