Svissneska parið dæmt í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júní 2015 15:28 Parið var dæmt fyrir nokkra þjófnaði á Vestfjörðum. Svissneska parið sem braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði í liðinni viku, og var handtekið í gær, var í dag dæmt í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir nokkra þjófnaði í umdæminu. Fólkið er nú laust úr haldi lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum var ákæra á hendur parinu gefin út í dag og fékk málið sérstaka flýtimeðferð þar sem um ferðamenn er að ræða.Sjá einnig: Parið hélt Árneshreppi í gíslingu Parið var dæmt fyrir að hafa farið í tvígang í óleyfi inn í bárujárnsklæddan reykkofa við tjaldstæði og stolið þaðan reyktum rauðmaga sem þau svo borðuðu. Þá voru þau einnig dæmd fyrir að brjótast inn í verslun og stela þaðan 25.000 krónum í reiðufé. Þaðan stálu þau jafnframt vörum fyrir um 100 þúsund krónur, meðal annars matvöru, hannyrðum, sokkum og dömubindum. Þau játuðu brot sín fyrir dómi en ekki liggur fyrir hvort þau eigi sakaferil að baki erlendis. Áður hafði fólkið játað að hafa brotist inn í Kaupfélagið í Norðurfirði og fóru þau þangað í fylgd lögreglu og greiddu fyrir þær vörur sem þau tóku þar. Erfitt getur reynst að vísa fólkinu úr landi þar sem þau eru svissneskir ríkisborgarar. Dómurinn yfir þeim og gögn tengd honum hafa þó verið send til Útlendingastofnunar sem mun þá leggja mat á hvort þeim verði vísað frá landinu eður ei.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var talað um Norðfjörð. Hið rétta er að um Norðurfjörð var að ræða. Hefur þetta verið leiðrétt. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Handtekin í þágu rannsóknar Lögregla hafði í gær hendur á hári þjófóttra ferðamanna á Ströndum. 16. júní 2015 08:00 Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum Braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði en heldur kyrru fyrir á staðnum, í tjaldi sínu, eins og ekkert hafi í skorist. 12. júní 2015 14:49 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Svissneska parið sem braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði í liðinni viku, og var handtekið í gær, var í dag dæmt í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir nokkra þjófnaði í umdæminu. Fólkið er nú laust úr haldi lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum var ákæra á hendur parinu gefin út í dag og fékk málið sérstaka flýtimeðferð þar sem um ferðamenn er að ræða.Sjá einnig: Parið hélt Árneshreppi í gíslingu Parið var dæmt fyrir að hafa farið í tvígang í óleyfi inn í bárujárnsklæddan reykkofa við tjaldstæði og stolið þaðan reyktum rauðmaga sem þau svo borðuðu. Þá voru þau einnig dæmd fyrir að brjótast inn í verslun og stela þaðan 25.000 krónum í reiðufé. Þaðan stálu þau jafnframt vörum fyrir um 100 þúsund krónur, meðal annars matvöru, hannyrðum, sokkum og dömubindum. Þau játuðu brot sín fyrir dómi en ekki liggur fyrir hvort þau eigi sakaferil að baki erlendis. Áður hafði fólkið játað að hafa brotist inn í Kaupfélagið í Norðurfirði og fóru þau þangað í fylgd lögreglu og greiddu fyrir þær vörur sem þau tóku þar. Erfitt getur reynst að vísa fólkinu úr landi þar sem þau eru svissneskir ríkisborgarar. Dómurinn yfir þeim og gögn tengd honum hafa þó verið send til Útlendingastofnunar sem mun þá leggja mat á hvort þeim verði vísað frá landinu eður ei.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var talað um Norðfjörð. Hið rétta er að um Norðurfjörð var að ræða. Hefur þetta verið leiðrétt.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Handtekin í þágu rannsóknar Lögregla hafði í gær hendur á hári þjófóttra ferðamanna á Ströndum. 16. júní 2015 08:00 Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum Braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði en heldur kyrru fyrir á staðnum, í tjaldi sínu, eins og ekkert hafi í skorist. 12. júní 2015 14:49 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Handtekin í þágu rannsóknar Lögregla hafði í gær hendur á hári þjófóttra ferðamanna á Ströndum. 16. júní 2015 08:00
Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum Braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði en heldur kyrru fyrir á staðnum, í tjaldi sínu, eins og ekkert hafi í skorist. 12. júní 2015 14:49