Rúmenía og Wales í efsta styrkleikaflokki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2015 10:38 Gareth Bale. Vísir/Getty Þó svo að næsti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, verði ekki gefinn út fyrr en 9. júlí er búið að reikna út að sigur Íslands á Tékklandi tryggir okkar mönnum sæti í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni HM 2018. Það er ótrúleg breyting á skömmum tíma því þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni HM 2014 var Ísland í sjötta styrkleikaflokki með liðum á borð við Liechtenstein, Lúxemborg, Andorra og San Marínó. Nú er hins vegar ljóst að Ísland sleppur við að lenda í riðli með sterkum liðum á borð við Sviss, Tékkland, Frakkland, Danmörku og annað hvort Króatíu eða Ítalíu. En öskubuskasaga íslenska landsliðsins er þó ekki eina dæmið um hversu fljótt hlutirnir breytast í knattspyrnunni. Wales var einnig í neðsta styrkleikaflokki fyrir HM 2014 en verður í þeim efsta þegar dregið verður í riðla fyrir HM 2018 í næsta mánuði. Gareth Bale tryggði Wales sigur á Belgíu á föstudag en Belgar eru í öðru sæti á núverandi styrkleikalista FIFA. Það eru aðeins fjögur ár síðan að Wales var í 117. sæti listans en með sigrinum er reiknað með því að Wales verði í sjöunda sæti í næstu útgáfu. Rúmenía var öruggt með sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir leiki helgarinnar en liðið hefur náð frábærum árangri í F-riðli þar sem það trónir ósigrað á toppnum. Dale Johnson, blaðamaður ESPN, hefur reiknað út stigagjöfina fyrir styrkleikalista FIFA og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi lið verði í efsta styrkleikaflokki:UEFA World Cup qualifying pot 1: Germany, Belgium, Netherlands, Romania, England, Wales, Portugal, Spain, Croatia/Italy — Dale Johnson (@dalejohnsonESPN) June 14, 2015 Sigur Íslands á Tékklandi á föstudag tryggði svo að strákarnir okkar rjúka upp FIFA-listann á nýjan leik og verða þeir þá í öðrum styrkleikaflokki:UEFA World Cup qualifying pot 2: Croatia/Italy, Slovakia, Austria, Switzerland, Czech Republic, France, Iceland, Denmark, Bosnia-Herzegovina — Dale Johnson (@dalejohnsonESPN) June 14, 2015Eins og sjá má á enn eftir að koma í ljós hvort að Króatía eða Ítalía verður í efsta styrkleikaflokki. Það ræðst annað kvöld þegar Ítalía mætir Portúgal. Ítalir verða í efsta flokki með sigri, annars Króatía. Það má svo sjá að það eru mörg afar sterk lið í þriðja styrkleikaflokki en athygli vekur einnig að Færeyingar komu sér alla leið upp í fjórða styrkleikaflokk með sigrinum á Grikklandi um helgina, sem er magnað afrek. Færeyjar verða þar í flokki með löndum eins og Írlandi, Noregi, Tyrklandi og Slóveníu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Þó svo að næsti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, verði ekki gefinn út fyrr en 9. júlí er búið að reikna út að sigur Íslands á Tékklandi tryggir okkar mönnum sæti í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni HM 2018. Það er ótrúleg breyting á skömmum tíma því þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni HM 2014 var Ísland í sjötta styrkleikaflokki með liðum á borð við Liechtenstein, Lúxemborg, Andorra og San Marínó. Nú er hins vegar ljóst að Ísland sleppur við að lenda í riðli með sterkum liðum á borð við Sviss, Tékkland, Frakkland, Danmörku og annað hvort Króatíu eða Ítalíu. En öskubuskasaga íslenska landsliðsins er þó ekki eina dæmið um hversu fljótt hlutirnir breytast í knattspyrnunni. Wales var einnig í neðsta styrkleikaflokki fyrir HM 2014 en verður í þeim efsta þegar dregið verður í riðla fyrir HM 2018 í næsta mánuði. Gareth Bale tryggði Wales sigur á Belgíu á föstudag en Belgar eru í öðru sæti á núverandi styrkleikalista FIFA. Það eru aðeins fjögur ár síðan að Wales var í 117. sæti listans en með sigrinum er reiknað með því að Wales verði í sjöunda sæti í næstu útgáfu. Rúmenía var öruggt með sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir leiki helgarinnar en liðið hefur náð frábærum árangri í F-riðli þar sem það trónir ósigrað á toppnum. Dale Johnson, blaðamaður ESPN, hefur reiknað út stigagjöfina fyrir styrkleikalista FIFA og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi lið verði í efsta styrkleikaflokki:UEFA World Cup qualifying pot 1: Germany, Belgium, Netherlands, Romania, England, Wales, Portugal, Spain, Croatia/Italy — Dale Johnson (@dalejohnsonESPN) June 14, 2015 Sigur Íslands á Tékklandi á föstudag tryggði svo að strákarnir okkar rjúka upp FIFA-listann á nýjan leik og verða þeir þá í öðrum styrkleikaflokki:UEFA World Cup qualifying pot 2: Croatia/Italy, Slovakia, Austria, Switzerland, Czech Republic, France, Iceland, Denmark, Bosnia-Herzegovina — Dale Johnson (@dalejohnsonESPN) June 14, 2015Eins og sjá má á enn eftir að koma í ljós hvort að Króatía eða Ítalía verður í efsta styrkleikaflokki. Það ræðst annað kvöld þegar Ítalía mætir Portúgal. Ítalir verða í efsta flokki með sigri, annars Króatía. Það má svo sjá að það eru mörg afar sterk lið í þriðja styrkleikaflokki en athygli vekur einnig að Færeyingar komu sér alla leið upp í fjórða styrkleikaflokk með sigrinum á Grikklandi um helgina, sem er magnað afrek. Færeyjar verða þar í flokki með löndum eins og Írlandi, Noregi, Tyrklandi og Slóveníu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira