Spánverjinn Rafael Nadal tryggði sér í dag sigur á Mercedes Cup mótinu í tennis sem fram fór í Stuttgart með því að leggja Viktor Troicki frá Serbíu að velli.
Nadal vann í tveimur settum, 7-6 og 6-3, en þetta var aðeins hans fjórði sigur á grasvelli. Nadal hefur þar með unnið 66 mót á sínum ferli.
Nadal hefur þar með unnið þetta mót þrisvar. Áður vann hann árið 2005 og 2007 en þá var leikið á leirvelli. Þetta mun vonandi hafa jákvæð áhrif á framhaldið hjá Nadal sem var rækilega sleginn út af Novak Djokovic á Opna franska meistaramótinu fyrr í mánuðinum.
Nadal að ná sér á strik

Mest lesið




„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“
Íslenski boltinn


„Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“
Íslenski boltinn



Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1

Fleiri fréttir
