Innlent

Segja samningsrétt hjúkrunarfræðinga virtan að vettugi

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá mótmælum FÍH og BHM í gær.
Frá mótmælum FÍH og BHM í gær. Vísir/Valli
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir yfir vonbrigðum með þá ákvörðun alþingis að stöðva verkfall hjúkrunarfræðinga með lagasetningu. Í tilkynningu frá félaginu segir að með lagasetningunni sé sjálfsagður samningsréttur hjúkrunarfræðinga í baráttu fyrir nauðsynlegri og tímabærri launaleiðréttingu, virtur að vettugi.

„Launakröfur hjúkrunarfræðinga eru hógværar og miðast við að dagvinnulaun þeirra séu samanburðarhæf við daglaun annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og útrýmt verði þeim kynbundna launamuni sem hjúkrunarfræðingar búa við. Breytt launakjör hjúkrunarfræðinga eru forsenda þess að hér sé hægt að reka skilvirkt heilbrigðiskerfi með nauðsynlegri aðkomu hjúkrunarfræðinga.“

Þá segir einnig í tilkynningunni að lagasetningin marki kaflaskil í launabaráttu sem hafi einkennst af litlum samningsvilja samninganefndar ríkisins. FÍH áréttar að nýsamþykkt lög séu frestun á viðvarandi vandamáli en ekki sú lausn til frambúðar sem hjúkrunarfræðingar leituðu eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×