Heimir: Engin ástæða til að breyta undirbúningi þó mikið sé undir Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2015 13:30 „Það eru allir heilir, allir frískir og allir klárir og veðrið er gott. Það er ekki hægt að biðja um það betra,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í gær um Tékkaleikinn sem fram fer klukkan 18.45 í kvöld. Þegar viðtalið var tekið var sól og sumar í Laugardalnum þar sem Tékkar búast við veðravíti í kvöld, en fátt annað hefur komist að í tékkneskum miðlum en veðrið á Íslandi. „Á tékknesku gengi eru þetta 30 gráður,“ sagði Heimir og brosti.Geri það sama og síðasa Hann hefur hrósað þjálfara Tékka, Pavel Vrba, mikið fyrir sín störf, en við hverju býst hann að hálfu tékkneska þjálfarans í kvöld? „Það er hægt að búast við öllu. Þeir eru með mikið af útfærslum í löngum innköstum og hornum og taktík sem er ansi skemmtileg. Hann útfærir hana á ýmsan hátt og það er lærdómsríkt að leikgreina hann. Við í rauninni búumst við öllu,“ sagði Heimir. „Mín skoðun er sú, að það væri mjög freistandi fyrir þá að koma hingað og spila til sigurs. Þeim gekk vel úti að hápressa okkur þannig það fyrsta sem ég hugsa er að þeir reyni að gera það sama og þeir geri þar.“ „Þeir eru hræddir við löng innköst og föst leikatriði þannig það er eðlilegt að þeir vilji stjórna leiknum og spila hann á okkar vallarhelmingi en ekki sínum. Það er samt bara mín tilfinningin en við erum tilbúnir í allt,“ sagði Heimir.Mikið undir Strákarnir hafa spilað nokkra mjög stóra leiki undanfarin misseri og Heimir segir ekkert öðruvísi í undirbúningi liðsins þó þessi sé sá stærsti í augnablikinu. „Það sem ég hef lært mest af Lars er ekki að vera að breyta undirbúningi og aðdraganda leikja alveg sama gegn hverjum við erum að spila eða sama hvað er í húfi,“ sagði Heimir. „Leikmenn vita að svona er aðdragandinn að leiknum og þeir hafa staðið sig vel í þessum undirbúningi. Það er engin ástæða til að breyta því þó mikið sé undir í þessum leik,“ sagði hann, en er stig góð úrslit í kvöld? „Eitt stig er gott og þá erum við enn stigi á eftir Tékkum. Það eru margir innbyrðis leikir eftir í þessum riðli. Þrjú stig eru betri samt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Betur tilbúnir nú en síðast Strákarnir okkar geta tekið risastórt skref í átt að Evrópumótinu í Frakklandi 2016 með sigri á Tékkum í Laugardalnum í kvöld. 12. júní 2015 06:00 Ekki unnið í júní í tíu ár Sigur Íslands á Möltu árið 2005 var síðasti sigur okkar manna í mótsleik í júnímánuði. 12. júní 2015 06:30 Vrba: Við erum með lausnir fyrir Eið Smára Pavel Vrba á von á nýju útspili frá íslensku þjálfurunum fyrir leik Íslands og Tékklands í kvöld. 12. júní 2015 08:30 Átrúnaðargoð fótboltahipstersins Pavel Vrba er einn heitasti þjálfarinn í bransanum í dag. 12. júní 2015 09:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
„Það eru allir heilir, allir frískir og allir klárir og veðrið er gott. Það er ekki hægt að biðja um það betra,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í gær um Tékkaleikinn sem fram fer klukkan 18.45 í kvöld. Þegar viðtalið var tekið var sól og sumar í Laugardalnum þar sem Tékkar búast við veðravíti í kvöld, en fátt annað hefur komist að í tékkneskum miðlum en veðrið á Íslandi. „Á tékknesku gengi eru þetta 30 gráður,“ sagði Heimir og brosti.Geri það sama og síðasa Hann hefur hrósað þjálfara Tékka, Pavel Vrba, mikið fyrir sín störf, en við hverju býst hann að hálfu tékkneska þjálfarans í kvöld? „Það er hægt að búast við öllu. Þeir eru með mikið af útfærslum í löngum innköstum og hornum og taktík sem er ansi skemmtileg. Hann útfærir hana á ýmsan hátt og það er lærdómsríkt að leikgreina hann. Við í rauninni búumst við öllu,“ sagði Heimir. „Mín skoðun er sú, að það væri mjög freistandi fyrir þá að koma hingað og spila til sigurs. Þeim gekk vel úti að hápressa okkur þannig það fyrsta sem ég hugsa er að þeir reyni að gera það sama og þeir geri þar.“ „Þeir eru hræddir við löng innköst og föst leikatriði þannig það er eðlilegt að þeir vilji stjórna leiknum og spila hann á okkar vallarhelmingi en ekki sínum. Það er samt bara mín tilfinningin en við erum tilbúnir í allt,“ sagði Heimir.Mikið undir Strákarnir hafa spilað nokkra mjög stóra leiki undanfarin misseri og Heimir segir ekkert öðruvísi í undirbúningi liðsins þó þessi sé sá stærsti í augnablikinu. „Það sem ég hef lært mest af Lars er ekki að vera að breyta undirbúningi og aðdraganda leikja alveg sama gegn hverjum við erum að spila eða sama hvað er í húfi,“ sagði Heimir. „Leikmenn vita að svona er aðdragandinn að leiknum og þeir hafa staðið sig vel í þessum undirbúningi. Það er engin ástæða til að breyta því þó mikið sé undir í þessum leik,“ sagði hann, en er stig góð úrslit í kvöld? „Eitt stig er gott og þá erum við enn stigi á eftir Tékkum. Það eru margir innbyrðis leikir eftir í þessum riðli. Þrjú stig eru betri samt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Betur tilbúnir nú en síðast Strákarnir okkar geta tekið risastórt skref í átt að Evrópumótinu í Frakklandi 2016 með sigri á Tékkum í Laugardalnum í kvöld. 12. júní 2015 06:00 Ekki unnið í júní í tíu ár Sigur Íslands á Möltu árið 2005 var síðasti sigur okkar manna í mótsleik í júnímánuði. 12. júní 2015 06:30 Vrba: Við erum með lausnir fyrir Eið Smára Pavel Vrba á von á nýju útspili frá íslensku þjálfurunum fyrir leik Íslands og Tékklands í kvöld. 12. júní 2015 08:30 Átrúnaðargoð fótboltahipstersins Pavel Vrba er einn heitasti þjálfarinn í bransanum í dag. 12. júní 2015 09:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Betur tilbúnir nú en síðast Strákarnir okkar geta tekið risastórt skref í átt að Evrópumótinu í Frakklandi 2016 með sigri á Tékkum í Laugardalnum í kvöld. 12. júní 2015 06:00
Ekki unnið í júní í tíu ár Sigur Íslands á Möltu árið 2005 var síðasti sigur okkar manna í mótsleik í júnímánuði. 12. júní 2015 06:30
Vrba: Við erum með lausnir fyrir Eið Smára Pavel Vrba á von á nýju útspili frá íslensku þjálfurunum fyrir leik Íslands og Tékklands í kvöld. 12. júní 2015 08:30
Átrúnaðargoð fótboltahipstersins Pavel Vrba er einn heitasti þjálfarinn í bransanum í dag. 12. júní 2015 09:30