Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. júní 2015 12:22 Frá mótmælum BHM fyrr í mánuðinum. Vísir/Pjetur Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. Kjaraviðræðunum BHM og ríkisins var slitið í gærkvöldi eftir um þrettán tíma langan samningafund og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni. Verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hafa nú staðið í ríflega níu vikur. Þær hafa meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi Landspítlans þar sem fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða og rannsókna. Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM segir stöðuna í kjaradeilunni alvarlega. „Það vantar mikið upp á að samningar náist,“ segir Páll. Umræða um lagasetningu á verkföll hefur verið nokkur síðustu daga. Ráðherrar hafa verið opnari í garð lagasetningar og líkur á að sú leið verði farin hefur aukist verulega. Sér í lagi á meðan ekkert þokast áfram við samningaborðið. Slíkt lagafrumvarp hefur þó enn ekki verið kynnt af ríkisstjórninni. Búast má þó við að ef lög verða sett á verkföllin verði það gert með skömmum fyrirvara. „Menn eru farnir að tala dálítið þannig en ég vil samt enn þá byggja á því að búum hér við lýðréttindi í landinu en því verður ekki neitað að þessar viðræður upp á síðustu daga þær hafa verið dálítið undir hótunum um lagasetingu,“ segir Páll. Páll segir að samningafundinum í gær hafi verið stillt dálítið þannig upp að um úrslitafund í deilunni hafi verið að ræða og að stjórnvöld grípi inn í deiluna í framhaldinu með lagasetningu. „Við skulum sjá. Ég ætla að vona að þeir komist bara til þess að semja við okkur og láti ekki aðila úti í bæ ákveða það hvernig kjörum ríkisstarfsmanna er skipað,“ segir Páll Halldórsson. Verkfall 2016 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. Kjaraviðræðunum BHM og ríkisins var slitið í gærkvöldi eftir um þrettán tíma langan samningafund og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni. Verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hafa nú staðið í ríflega níu vikur. Þær hafa meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi Landspítlans þar sem fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða og rannsókna. Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM segir stöðuna í kjaradeilunni alvarlega. „Það vantar mikið upp á að samningar náist,“ segir Páll. Umræða um lagasetningu á verkföll hefur verið nokkur síðustu daga. Ráðherrar hafa verið opnari í garð lagasetningar og líkur á að sú leið verði farin hefur aukist verulega. Sér í lagi á meðan ekkert þokast áfram við samningaborðið. Slíkt lagafrumvarp hefur þó enn ekki verið kynnt af ríkisstjórninni. Búast má þó við að ef lög verða sett á verkföllin verði það gert með skömmum fyrirvara. „Menn eru farnir að tala dálítið þannig en ég vil samt enn þá byggja á því að búum hér við lýðréttindi í landinu en því verður ekki neitað að þessar viðræður upp á síðustu daga þær hafa verið dálítið undir hótunum um lagasetingu,“ segir Páll. Páll segir að samningafundinum í gær hafi verið stillt dálítið þannig upp að um úrslitafund í deilunni hafi verið að ræða og að stjórnvöld grípi inn í deiluna í framhaldinu með lagasetningu. „Við skulum sjá. Ég ætla að vona að þeir komist bara til þess að semja við okkur og láti ekki aðila úti í bæ ákveða það hvernig kjörum ríkisstarfsmanna er skipað,“ segir Páll Halldórsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira