Sameinast um uppbyggingu léttlestarkerfis Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júní 2015 13:33 Borgarlínan leikur lykilhlutverk í nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Mynd/aðsend Nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Höfuðborgarsvæðið 2040, hefur verið samþykkt í öllum sveitarstjórnum og staðfest af Skipulagsstofnun. Hryggjarstykkið í stefnunni er Borgarlína, almenningssamgöngukerfi sem tengir kjarna sveitarfélaganna og flytur farþega um höfuðborgarsvæðið.Höfuðborgarsvæðið 2040 er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál og vöxt svæðisins næstu 25 árin – „enda er höfuðborgarsvæðið eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru,” eins og segir í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Nýja skipulagið er tilraun til að leiðbeina við úrlausn vandamála sem fyrirséð eru að fylgi fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu en áætlað er að þeir verði rúmlega 300 þúsund talsins árið 2040. Í stefnunni segir að lykilatriði sé að sá vöxtur verði hagkvæmur og ekki verði gengið á umhverfisgæði þeirra sem þar búa fyrir. „Það er því nauðsynlegt að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli og án þess að óbyggt land verði brotið í sama mæli og gert var síðustu áratugi,” eins og þar stendur. Þar mun hin nýja Borgarlína leika lykilhlutverk en fyrirhugað er að hún verði nýtt léttlestar- eða hraðvagnakerfi sem mun mynda samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Framfylgd á stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040 er í höndum svæðisskipulagsnefndar, skrifstofu SSH og sveitarfélaganna. Til að fylgja stefnunni eftir verða lagðar fram fjögurra ára þróunaráætlanir, þar sem koma fram samræmdar áætlanir sveitarfélaganna í uppbyggingu og aðgerðir til að ná fram settum markmiðum. Sveitarfélögin hafa þegar hafið vinnu við Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018. Verið er að ýta fyrstu aðgerðunum úr vör og snúa þær að: - undirbúningi Borgarlínu og þróun allra samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Vegagerðina, - uppsetningu á mælaborði sem sýnir þróun helstu lykiltalna og - sérstökum samráðshópi sem skipaður hefur verið um vatnsvernd og vatnsnýtingu. Nánari upplýsingar um nýju stefnuna má nálgast á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Höfuðborgarsvæðið 2040, hefur verið samþykkt í öllum sveitarstjórnum og staðfest af Skipulagsstofnun. Hryggjarstykkið í stefnunni er Borgarlína, almenningssamgöngukerfi sem tengir kjarna sveitarfélaganna og flytur farþega um höfuðborgarsvæðið.Höfuðborgarsvæðið 2040 er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál og vöxt svæðisins næstu 25 árin – „enda er höfuðborgarsvæðið eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru,” eins og segir í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Nýja skipulagið er tilraun til að leiðbeina við úrlausn vandamála sem fyrirséð eru að fylgi fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu en áætlað er að þeir verði rúmlega 300 þúsund talsins árið 2040. Í stefnunni segir að lykilatriði sé að sá vöxtur verði hagkvæmur og ekki verði gengið á umhverfisgæði þeirra sem þar búa fyrir. „Það er því nauðsynlegt að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli og án þess að óbyggt land verði brotið í sama mæli og gert var síðustu áratugi,” eins og þar stendur. Þar mun hin nýja Borgarlína leika lykilhlutverk en fyrirhugað er að hún verði nýtt léttlestar- eða hraðvagnakerfi sem mun mynda samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Framfylgd á stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040 er í höndum svæðisskipulagsnefndar, skrifstofu SSH og sveitarfélaganna. Til að fylgja stefnunni eftir verða lagðar fram fjögurra ára þróunaráætlanir, þar sem koma fram samræmdar áætlanir sveitarfélaganna í uppbyggingu og aðgerðir til að ná fram settum markmiðum. Sveitarfélögin hafa þegar hafið vinnu við Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018. Verið er að ýta fyrstu aðgerðunum úr vör og snúa þær að: - undirbúningi Borgarlínu og þróun allra samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Vegagerðina, - uppsetningu á mælaborði sem sýnir þróun helstu lykiltalna og - sérstökum samráðshópi sem skipaður hefur verið um vatnsvernd og vatnsnýtingu. Nánari upplýsingar um nýju stefnuna má nálgast á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda