Loka fyrir lánalínur til Grikklands Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2015 09:28 Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu. Vísir/AFP Búist er við að Seðlabanki Evrópu loki fyrir lánalínur sínar til Grikklands strax í dag eftir að það slitnaði upp úr samningaviðræðum Grikkja og lánadrottna í gær samkvæmt heimildum fréttastofu BBC. Stjórn bankans kemur saman til fundar síðar í dag en Grikkir eru mjög háðir lánum frá bankanum. Þá er allt eins reiknað með að bankar í Grikklandi verði lokaðir á morgun mánudag og að síðar verði tilkynnt um gjaldeyrishöft þannig að hámark verði sett á þær upphæðir sem fólk geti tekið út úr bönkum landsins. Á undanförnum vikum hafa milljarðar evra verið teknir út úr grískum bönkum og raðir mynduðust við hraðbanka í landinu í gær. Seðlabanki Evrópu hefur daglega sent fé til Seðlabanka Grikklands sem síðan hefur dreift þeim um gríska bankakerfið. Haft er eftir Hans Jorg Schelling fjármálaráðherra Austurríkis að nú sé nánast öruggt að Grikkir muni fara út úr evrusamstarfinu. Sjá einnig: Hvaða þýðingu hefur útganga Grikkja úr myntsamstarfinu? En eftir að Alexis Tsipras tilkynnti óvænt í fyrrakvöld að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um lánaskilmála lánadrottna Grikkja hinn 5. júlí, var viðræðum um frekari stuðning við þá slitið í Brussel í gær. Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46 Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02 Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24 Þjóðverjar segja ekkert tilefni til áframhaldandi viðræðna Beiðni Grikkja um frest hefur verið hafnað af fjármálaráðherrum evruþjóðanna. 27. júní 2015 15:26 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Búist er við að Seðlabanki Evrópu loki fyrir lánalínur sínar til Grikklands strax í dag eftir að það slitnaði upp úr samningaviðræðum Grikkja og lánadrottna í gær samkvæmt heimildum fréttastofu BBC. Stjórn bankans kemur saman til fundar síðar í dag en Grikkir eru mjög háðir lánum frá bankanum. Þá er allt eins reiknað með að bankar í Grikklandi verði lokaðir á morgun mánudag og að síðar verði tilkynnt um gjaldeyrishöft þannig að hámark verði sett á þær upphæðir sem fólk geti tekið út úr bönkum landsins. Á undanförnum vikum hafa milljarðar evra verið teknir út úr grískum bönkum og raðir mynduðust við hraðbanka í landinu í gær. Seðlabanki Evrópu hefur daglega sent fé til Seðlabanka Grikklands sem síðan hefur dreift þeim um gríska bankakerfið. Haft er eftir Hans Jorg Schelling fjármálaráðherra Austurríkis að nú sé nánast öruggt að Grikkir muni fara út úr evrusamstarfinu. Sjá einnig: Hvaða þýðingu hefur útganga Grikkja úr myntsamstarfinu? En eftir að Alexis Tsipras tilkynnti óvænt í fyrrakvöld að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um lánaskilmála lánadrottna Grikkja hinn 5. júlí, var viðræðum um frekari stuðning við þá slitið í Brussel í gær.
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46 Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02 Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24 Þjóðverjar segja ekkert tilefni til áframhaldandi viðræðna Beiðni Grikkja um frest hefur verið hafnað af fjármálaráðherrum evruþjóðanna. 27. júní 2015 15:26 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46
Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02
Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24
Þjóðverjar segja ekkert tilefni til áframhaldandi viðræðna Beiðni Grikkja um frest hefur verið hafnað af fjármálaráðherrum evruþjóðanna. 27. júní 2015 15:26
Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27