225 sækja um vottorð um hjúkrunarleyfi til að starfa í útlöndum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. júní 2015 21:00 Á undarnförnum vikum hafa rúmlega 180 hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum í tengslum við kjaradeilur við ríkið. Þá hafa 225 einstaklingar óskað eftir hjúkrunarleyfi til að starfa í útlöndum. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Ólafur G. Skúlason segir þetta renna stoðum undir ótta hans um að fjöldauppsagnir verði ekki dregnar til baka.„Ég hef ekki séð svona fjölda sækja pappíra til að sækja um leyfi erlendis síðan 2011. Þetta sýnir að þeir sem hafa sagt upp eru raunverulega að hugsa sér til hreyfings,“ segir Ólafur.Enn er að bætast í uppsagnir hjúkrunarfræðinga sem eru ósáttir við nýjan kjarasamning sem felur í sér 18,6% hækkun launa á samningstímanum sem nær til 31.mars 2019. „Ég hef heyrt það síðustu daga að það hefur bæst við uppsagnirnar.Hjúkrunarfræðingar eru enn að segja upp, enda eru þeir ekki margir sáttir við kjarasamninginn sem var undirritaður í vikunni.“Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning hefst 4. júlí og stendur til 15. júlí og ætti niðurstaða hennar að liggja fyrir þá. Ólafur segist eiga erfitt með að meta hvort hjúkrunarfræðingar muni hafna samningnum en segir þá ósátta. „Ég á svolítið erfitt með að meta það. Nú hef ég heyrt í töluvert mörgum hjúkrunarfræðingum og þeir virðast ekki vera sáttir. Það sem við vorum að gera var að leyfa hjúkrunarfræðingum sjálfum að ráða hvort þeir segja já eða nei við því sem ríkið var að bjóða. Ríkið er vissulega bundið af forsendum almenna markaðarins og getur ekki farið í þá vegferð sem við vorum að fara í sem var að reyna að minnka kynbundinn launamun hjá hinu opinbera og hjúkrunarfræðingar eru ekki sáttir við það.“ Verkfall 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Á undarnförnum vikum hafa rúmlega 180 hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum í tengslum við kjaradeilur við ríkið. Þá hafa 225 einstaklingar óskað eftir hjúkrunarleyfi til að starfa í útlöndum. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Ólafur G. Skúlason segir þetta renna stoðum undir ótta hans um að fjöldauppsagnir verði ekki dregnar til baka.„Ég hef ekki séð svona fjölda sækja pappíra til að sækja um leyfi erlendis síðan 2011. Þetta sýnir að þeir sem hafa sagt upp eru raunverulega að hugsa sér til hreyfings,“ segir Ólafur.Enn er að bætast í uppsagnir hjúkrunarfræðinga sem eru ósáttir við nýjan kjarasamning sem felur í sér 18,6% hækkun launa á samningstímanum sem nær til 31.mars 2019. „Ég hef heyrt það síðustu daga að það hefur bæst við uppsagnirnar.Hjúkrunarfræðingar eru enn að segja upp, enda eru þeir ekki margir sáttir við kjarasamninginn sem var undirritaður í vikunni.“Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning hefst 4. júlí og stendur til 15. júlí og ætti niðurstaða hennar að liggja fyrir þá. Ólafur segist eiga erfitt með að meta hvort hjúkrunarfræðingar muni hafna samningnum en segir þá ósátta. „Ég á svolítið erfitt með að meta það. Nú hef ég heyrt í töluvert mörgum hjúkrunarfræðingum og þeir virðast ekki vera sáttir. Það sem við vorum að gera var að leyfa hjúkrunarfræðingum sjálfum að ráða hvort þeir segja já eða nei við því sem ríkið var að bjóða. Ríkið er vissulega bundið af forsendum almenna markaðarins og getur ekki farið í þá vegferð sem við vorum að fara í sem var að reyna að minnka kynbundinn launamun hjá hinu opinbera og hjúkrunarfræðingar eru ekki sáttir við það.“
Verkfall 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira