„Líklega það erfiðasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2015 23:16 Stefán segir að af þeim sjö sem hafi skráð sig í einstaklingsflokkinn hafi þrír bugast á leiðinni. Stefán Gunnarsson var síðasti keppandi WOW Cyclothon sem kom í endamarkið nú í kvöld. Hann keppti í einstaklingsflokki og hjólaði einn. Stefán, sem er að verða fimmtugur, segir þessa keppni trúlega vera það erfiðasta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. „Þá bæði líkamlega og andlega. Það voru sjö sem að skráðu sig í þennan flokk og þar af buguðust þrír á leiðinni. Við vorum fjórir sem að kláruðum.“ Stefán er, þegar þetta er skrifað, í öðru sæti á áheitalista WOW Cyclothon með 678 þúsund krónur. „Það gengur virkilega vel,“ segir Stefán og tekur fram að hann eigi von á frekari áheitum. Hann byrjaði ekki í hjólreiðum fyrr en í fyrrasumar og segist hafa verið meira í öðrum íþróttum í gegnum tíðina. „En að taka þátt í þessu og klára er helvíti mikill pakki. Mitt markmið var eitt og það var að klára innan tímamarka sem að voru 84 klukkustundir. Ég náði því alveg þokkalega örugglega,“ segir Stefán sem var, eðlilega, mjög þreyttur þegar blaðamaður náði af honum tali tiltölulega skömmu eftir að hann kom í mark. Þá hafði hann verið á ferðinni í þrjá daga. Lokatími Stefán var á milli 82 og 83 klukkutímar. „Ég er bara mjög ánægður með mig. Þetta er mikil þrekraun bæði andlega og líkamlega. Menn eru líkamlega bugaðir löngu áður en þeir koma í endamarkið, en þetta er spurning um hvernig þeir eru í hausnum.“ Stefán segir stemninguna hafa verið góða þegar hann kom í mark nú í kvöld og hátt í hundrað manns hafi tekið á móti honum. „Það var skotið úr kampavínsflöskum og bara virkilega gaman. Maður varð eiginlega tárvotur um augun við að fá þessar móttökur.“ Stefán Gunnarsson, síðasti keppandinn í einstaklingsflokki er kominn í mark, sæll og glaður en þreyttur. Keppninni er þv...Posted by WOW Cyclothon on Friday, June 26, 2015 Stefán Gunnarsson hefur safnað mestum áheitum af sóló keppendunum en þegar þetta er skrifað hafa 556.500 krónum verið...Posted by WOW Cyclothon on Friday, June 26, 2015 Kominn í mark !! Takið eftir öllsömul, þetta er eini maðurinn og hann er pabbi minn !!Posted by Jonas Stefansson on Friday, June 26, 2015 Wow Cyclothon Tengdar fréttir Horfðu á allt ferlið hjá liðunum í Wow Cyclothon WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst á þriðjudag og lýkur henni í dag. Alls tóku 116 lið þátt og var öllu tjaldað til. 25. júní 2015 14:21 "Við ætluðum okkur að vera fljótari en hinir“ ERGO sigraði í flokki fjögurra manna liða. 25. júní 2015 10:05 Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26 Bjórinn klár hjá Hófí og strákarnir skelltu sér beint í pottinn „Við erum búnir að fara í pottinn, fá okkur einn bjór og erum helvíti góðir,“ segir Rúnar Karl Elfarsson, einn af fjórum liðsmönnum Eldfjótra með Ergo. 25. júní 2015 12:13 Örninn TREK sigraði í WOW Cyclothon Mikil spenna á lokametrunum í WOW Cyclothon. 25. júní 2015 07:36 Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Stefán Gunnarsson var síðasti keppandi WOW Cyclothon sem kom í endamarkið nú í kvöld. Hann keppti í einstaklingsflokki og hjólaði einn. Stefán, sem er að verða fimmtugur, segir þessa keppni trúlega vera það erfiðasta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. „Þá bæði líkamlega og andlega. Það voru sjö sem að skráðu sig í þennan flokk og þar af buguðust þrír á leiðinni. Við vorum fjórir sem að kláruðum.“ Stefán er, þegar þetta er skrifað, í öðru sæti á áheitalista WOW Cyclothon með 678 þúsund krónur. „Það gengur virkilega vel,“ segir Stefán og tekur fram að hann eigi von á frekari áheitum. Hann byrjaði ekki í hjólreiðum fyrr en í fyrrasumar og segist hafa verið meira í öðrum íþróttum í gegnum tíðina. „En að taka þátt í þessu og klára er helvíti mikill pakki. Mitt markmið var eitt og það var að klára innan tímamarka sem að voru 84 klukkustundir. Ég náði því alveg þokkalega örugglega,“ segir Stefán sem var, eðlilega, mjög þreyttur þegar blaðamaður náði af honum tali tiltölulega skömmu eftir að hann kom í mark. Þá hafði hann verið á ferðinni í þrjá daga. Lokatími Stefán var á milli 82 og 83 klukkutímar. „Ég er bara mjög ánægður með mig. Þetta er mikil þrekraun bæði andlega og líkamlega. Menn eru líkamlega bugaðir löngu áður en þeir koma í endamarkið, en þetta er spurning um hvernig þeir eru í hausnum.“ Stefán segir stemninguna hafa verið góða þegar hann kom í mark nú í kvöld og hátt í hundrað manns hafi tekið á móti honum. „Það var skotið úr kampavínsflöskum og bara virkilega gaman. Maður varð eiginlega tárvotur um augun við að fá þessar móttökur.“ Stefán Gunnarsson, síðasti keppandinn í einstaklingsflokki er kominn í mark, sæll og glaður en þreyttur. Keppninni er þv...Posted by WOW Cyclothon on Friday, June 26, 2015 Stefán Gunnarsson hefur safnað mestum áheitum af sóló keppendunum en þegar þetta er skrifað hafa 556.500 krónum verið...Posted by WOW Cyclothon on Friday, June 26, 2015 Kominn í mark !! Takið eftir öllsömul, þetta er eini maðurinn og hann er pabbi minn !!Posted by Jonas Stefansson on Friday, June 26, 2015
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Horfðu á allt ferlið hjá liðunum í Wow Cyclothon WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst á þriðjudag og lýkur henni í dag. Alls tóku 116 lið þátt og var öllu tjaldað til. 25. júní 2015 14:21 "Við ætluðum okkur að vera fljótari en hinir“ ERGO sigraði í flokki fjögurra manna liða. 25. júní 2015 10:05 Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26 Bjórinn klár hjá Hófí og strákarnir skelltu sér beint í pottinn „Við erum búnir að fara í pottinn, fá okkur einn bjór og erum helvíti góðir,“ segir Rúnar Karl Elfarsson, einn af fjórum liðsmönnum Eldfjótra með Ergo. 25. júní 2015 12:13 Örninn TREK sigraði í WOW Cyclothon Mikil spenna á lokametrunum í WOW Cyclothon. 25. júní 2015 07:36 Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Horfðu á allt ferlið hjá liðunum í Wow Cyclothon WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst á þriðjudag og lýkur henni í dag. Alls tóku 116 lið þátt og var öllu tjaldað til. 25. júní 2015 14:21
"Við ætluðum okkur að vera fljótari en hinir“ ERGO sigraði í flokki fjögurra manna liða. 25. júní 2015 10:05
Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26
Bjórinn klár hjá Hófí og strákarnir skelltu sér beint í pottinn „Við erum búnir að fara í pottinn, fá okkur einn bjór og erum helvíti góðir,“ segir Rúnar Karl Elfarsson, einn af fjórum liðsmönnum Eldfjótra með Ergo. 25. júní 2015 12:13
Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56