Guðríður Guðbrandsdóttir fallin frá 25. júní 2015 15:38 Guðríður á 105 ára afmælisdeginum sínum fyrir fjórum árum. Guðríður Guðbrandsdóttir, sem verið hefur elst núlifandi Íslendinga síðan í ágúst 2011, lést í morgun, 109 ára og 33ja daga gömul. Aðeins þrjár aðrar konur hafa náð 109 ára aldri. Guðríður hafði verið elsti Íslendingurinn frá því í ágúst 2011 þegar Torfhildur Torfadóttir féll frá.Guðríður var ein af ellefu systkinum, sú sjötta í röðinni, fædd í Dalasýslunni og ólu hún og eiginmaður hennar upp þrjú börn og á hún á annan tug barnabarna og enn fleiri barnabarnabörn, já og einnig á annan tug barnabarnabarnabarna. Guðríður flutti þrítug til Reykjavíkur en bjó áður um tíma í Búðardal með eiginmanni sínum sem var skósmiður. Guðríður á sínum yngri árum. Púlsinn var tekinn á Guðríði á afmæli hennar í fyrra en þá sagði hún bestu breytinguna á sínum tíma hafa verið þá að fá rafmagn. Guðríður fæddist árið 1906 á Heimastjórnartímanum þegar ýmsar framfarir urðu.Til dæmis sendi Hannes Hafstein ráðherra þá fyrsta símskeytið héðan til konungs. Þegar Guðríður var átta ára braust fyrri heimstyrjöldin út. Hún sagðist muna eftir erfiðleikum og að vegna stríðsins áttu hún ekki neina skó þegar hún fermdist eða almennileg föt.Hún rifjaði líka upp að þegar hún fékk kosningarétt gat hún samt ekki kosið. Þegar hún mætti í fyrsta sinn á kjörstað hafði gleymst að setja hana á kjörskrá og ekkert var úr því bætt.Í viðtali í fréttatíma Stöðvar 2 fyrir sléttu ári sagði Guðríður best að vera með jákvæðni að leiðarljósi, hvorki drekka áfengi né reykja eða gera nokkuð annað sem væri vont fyrir mann. Hún hafi einu sinni ákveðið að byrja að reykja en einhvern veginn hætt við. Guðríður býr í þjónustuíbúð í Furugerði og hefur gert undanfarna fjóra áratugi.Hér að neðan má sjá þegar Linda Blöndal, fréttakona Stöðvar 2, heilsaði upp á Guðríði í tilefni afmælis hennar í fyrra. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Guðríður Guðbrandsdóttir, sem verið hefur elst núlifandi Íslendinga síðan í ágúst 2011, lést í morgun, 109 ára og 33ja daga gömul. Aðeins þrjár aðrar konur hafa náð 109 ára aldri. Guðríður hafði verið elsti Íslendingurinn frá því í ágúst 2011 þegar Torfhildur Torfadóttir féll frá.Guðríður var ein af ellefu systkinum, sú sjötta í röðinni, fædd í Dalasýslunni og ólu hún og eiginmaður hennar upp þrjú börn og á hún á annan tug barnabarna og enn fleiri barnabarnabörn, já og einnig á annan tug barnabarnabarnabarna. Guðríður flutti þrítug til Reykjavíkur en bjó áður um tíma í Búðardal með eiginmanni sínum sem var skósmiður. Guðríður á sínum yngri árum. Púlsinn var tekinn á Guðríði á afmæli hennar í fyrra en þá sagði hún bestu breytinguna á sínum tíma hafa verið þá að fá rafmagn. Guðríður fæddist árið 1906 á Heimastjórnartímanum þegar ýmsar framfarir urðu.Til dæmis sendi Hannes Hafstein ráðherra þá fyrsta símskeytið héðan til konungs. Þegar Guðríður var átta ára braust fyrri heimstyrjöldin út. Hún sagðist muna eftir erfiðleikum og að vegna stríðsins áttu hún ekki neina skó þegar hún fermdist eða almennileg föt.Hún rifjaði líka upp að þegar hún fékk kosningarétt gat hún samt ekki kosið. Þegar hún mætti í fyrsta sinn á kjörstað hafði gleymst að setja hana á kjörskrá og ekkert var úr því bætt.Í viðtali í fréttatíma Stöðvar 2 fyrir sléttu ári sagði Guðríður best að vera með jákvæðni að leiðarljósi, hvorki drekka áfengi né reykja eða gera nokkuð annað sem væri vont fyrir mann. Hún hafi einu sinni ákveðið að byrja að reykja en einhvern veginn hætt við. Guðríður býr í þjónustuíbúð í Furugerði og hefur gert undanfarna fjóra áratugi.Hér að neðan má sjá þegar Linda Blöndal, fréttakona Stöðvar 2, heilsaði upp á Guðríði í tilefni afmælis hennar í fyrra.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira