Hugum að hjólreiðafólki Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2015 14:53 FÍB í samstarfi við verkefnið Hjólabætum Ísland, kynnti nú í morgun fyrir blaða- og fréttamönnum hið nýja umferðaröryggisátak Hjól í huga. Auk fréttamanna voru viðstaddir kynninguna sjúkraflutningamenn frá slökkviliði höfuðborgarinnar, lögreglumenn sem komu til fundarins á reiðhjólum og mótorhjólum, fulltrúar verkefnisins Hjólabætum Ísland, frá Samgöngustofu og rannsóknanefnd samgönguslysa. Kynningin fór fram í starfsstöð FÍB að Skúlagötu 19 og henni stýrði Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir, en Kristín situr í stjórn FÍB. Frumsýnt var nýtt myndband sem FÍB sem sýnir á táknrænan hátt hversu viðkvæmir þeir vegfarendur eru sem fara ferða sinna á reiðhjólum og vélhjólum og undirstrikar nauðsyn þess að hinir vörðu vegfarendur í bílunum sýni aðgát og tillitssemi. Mjög athyglivert myndskeið, til kynningar þessu átaki, sést hér að ofan. Bílar video Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent
FÍB í samstarfi við verkefnið Hjólabætum Ísland, kynnti nú í morgun fyrir blaða- og fréttamönnum hið nýja umferðaröryggisátak Hjól í huga. Auk fréttamanna voru viðstaddir kynninguna sjúkraflutningamenn frá slökkviliði höfuðborgarinnar, lögreglumenn sem komu til fundarins á reiðhjólum og mótorhjólum, fulltrúar verkefnisins Hjólabætum Ísland, frá Samgöngustofu og rannsóknanefnd samgönguslysa. Kynningin fór fram í starfsstöð FÍB að Skúlagötu 19 og henni stýrði Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir, en Kristín situr í stjórn FÍB. Frumsýnt var nýtt myndband sem FÍB sem sýnir á táknrænan hátt hversu viðkvæmir þeir vegfarendur eru sem fara ferða sinna á reiðhjólum og vélhjólum og undirstrikar nauðsyn þess að hinir vörðu vegfarendur í bílunum sýni aðgát og tillitssemi. Mjög athyglivert myndskeið, til kynningar þessu átaki, sést hér að ofan.
Bílar video Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent