Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2015 14:29 Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, Adolf Ingi Erlingsson, útvarpsstjóri Radio Iceland og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra við opnun stöðvarinnar þann 16. febrúar. Útvarpsstöðin Radio Iceland, sem var ætluð fyrir erlenda ferðamenn og hleypt var af stokkunum í febrúar, hefur hætt starfsemi. Adolf Ingi Erlingsson útvarpsstjóri segir niðurstöðuna ekki skemmtilega en tapið hafi verið orðið of mikið. Radio Iceland var opnuð þann 16. maí af Ragnheiði Elínu Árnadóttur og ætlaði sér stóra hluti. Stöðin sendi út á tíðinni 89,1 á höfuðborgarsvæðinu og 97,7 á Akureyri. Víðar var hægt að ná stöðinni á öðrum tíðnum.Markaðurinn tregur Adolf Ingi segir við Vísi að hann hafi einfaldlega ekki getað fjármagnað stöðina lengur. Hann hafi fjármagnað stöðin að langstærstum hluta úr eigin vasa. Hægar hafi hins vegar gengið en vonir stóðu til að ná inn tekjum. „Tapið er orðið það mikið að ég varð að ákveða að stoppa þetta,“ segir Adolf Ingi. Stöðin var í loftinu í fjóran og hálfan mánuð. Adolf Ingi, sem hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum eftir áratugastarf á íþróttadeild RÚV, segir fátt hafa komið sér á óvart við rekstur fjölmiðils. „Svo sem ekki. Nema bara hvað markaðurinn var tregur miðað við undirtektirnar sem stöðin hafði fengið. Þó það hafi lifnað við talsvert upp á síðkastið þá var það ekki nóg.“ Útvarpsstjórinn segist verða að taka þessu biti.Gat ekki farið lengra „Ég gat ekki lengur réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram,“ segir kappinn. „Auðvitað er þetta rosaleg synd en það kostar sitt að reka fjömiðil. Þú ert með fólk á launum og ég hef verið að borga úr eigin vasa. Ég get ekki farið lengra.“ Aðspurður hvort hann viti hve hátt tapið sé skellir Dolli upp úr og segist vel vita það. „Þetta er 'peanuts' fyrir suma en fyrir venjulegt fólk eins og mig eru þetta fjárhæðir sem maður finnur verulega fyrir.“ Hann ítrekar að fyrirtækið fari ekki í gjaldþrot. Hann reiknar einnig með að halda húsnæði sínu þrátt fyrir að vera í sjálfsskuldarábyrgð með allt, með veð í eignum hans. „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23 Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Útvarpsstöðin Radio Iceland, sem var ætluð fyrir erlenda ferðamenn og hleypt var af stokkunum í febrúar, hefur hætt starfsemi. Adolf Ingi Erlingsson útvarpsstjóri segir niðurstöðuna ekki skemmtilega en tapið hafi verið orðið of mikið. Radio Iceland var opnuð þann 16. maí af Ragnheiði Elínu Árnadóttur og ætlaði sér stóra hluti. Stöðin sendi út á tíðinni 89,1 á höfuðborgarsvæðinu og 97,7 á Akureyri. Víðar var hægt að ná stöðinni á öðrum tíðnum.Markaðurinn tregur Adolf Ingi segir við Vísi að hann hafi einfaldlega ekki getað fjármagnað stöðina lengur. Hann hafi fjármagnað stöðin að langstærstum hluta úr eigin vasa. Hægar hafi hins vegar gengið en vonir stóðu til að ná inn tekjum. „Tapið er orðið það mikið að ég varð að ákveða að stoppa þetta,“ segir Adolf Ingi. Stöðin var í loftinu í fjóran og hálfan mánuð. Adolf Ingi, sem hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum eftir áratugastarf á íþróttadeild RÚV, segir fátt hafa komið sér á óvart við rekstur fjölmiðils. „Svo sem ekki. Nema bara hvað markaðurinn var tregur miðað við undirtektirnar sem stöðin hafði fengið. Þó það hafi lifnað við talsvert upp á síðkastið þá var það ekki nóg.“ Útvarpsstjórinn segist verða að taka þessu biti.Gat ekki farið lengra „Ég gat ekki lengur réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram,“ segir kappinn. „Auðvitað er þetta rosaleg synd en það kostar sitt að reka fjömiðil. Þú ert með fólk á launum og ég hef verið að borga úr eigin vasa. Ég get ekki farið lengra.“ Aðspurður hvort hann viti hve hátt tapið sé skellir Dolli upp úr og segist vel vita það. „Þetta er 'peanuts' fyrir suma en fyrir venjulegt fólk eins og mig eru þetta fjárhæðir sem maður finnur verulega fyrir.“ Hann ítrekar að fyrirtækið fari ekki í gjaldþrot. Hann reiknar einnig með að halda húsnæði sínu þrátt fyrir að vera í sjálfsskuldarábyrgð með allt, með veð í eignum hans. „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23 Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54
Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29
Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23
Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41