Segir hjálminn hafa bjargað lífi sínu Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2015 10:31 Íris Thelma segir hjálminn hafa bjargað lífi sínu þegar hún datt á höfuðið í WOW Cyclothon. Íris var að keppa í Vodafone Red liðinu þegar slysið átti sér stað. Íris var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og með henni var Sigrún A. Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS. Hún mætti með hjálminn sem var mjög brotinn. Hún segir ekki fara á milli mála hvað hefði gerst, ef hún hefði ekki verið með hjálminn. „Þá væri ég ekki hér.“ Íris sleppti höndunum af stýrinu og fór á lítinn stein á veginum. „Þar sem þessi dekk eru svo rosalega mjó þarf svo lítið til og við það að vera ekki með hendurnar á stýrinu fer hjólið til hliðar og ég dett. Þau giska að ég hafi verið á svona 25 kílómetra hraða.“ Íris féll á hægri hliðina, en hún segist bara muna eftir fallinu sjálfu. Hún man ekki eftir högginu. Næstu stundir hennar eru mjög gloppóttar í minni hennar og man hún bara einstök atriði. Þó stóð Íris sjálf á fætur og gekk sjálf inn í bílinn. Þar að auki talaði hún við liðsfélaga sína svo þau töldu þetta ekki hafa verið alvarlegt. Hjúkrunarfræðingur sem einnig var að keppa skoðaði Írisi og sagði liðsfélögum hennar að hringja á sjúkrabíl. Sem var gert og fór Íris á sjúkrahús á Akureyri.Jákvæð þróun Sigrún sagði að rannsóknir sýni að hjálmurinn verji fólk fyrir höfuðáverkum í 70 prósent tilfella og um 80 prósent í alvarlegum höfuðáverkum. „Það að vera með hjálminn skiptir ótrúlega miklu máli og það er mjög jákvætt að sjá þá þróun sem hefur verið síðustu ár. Sérstaklega hjá einstaklingum sem eru að nota hjólið sem samgöngumáta. Þar erum við að sjá miklu meiri notkun á hjálminum.“ Hún segir að kannanir hafi byrjað fyrir fjórum árum í „hjólað í vinnuna“ og þá hafi notkunin verið 74 prósent. Nú sé hlutfallið komið í 87 prósent. Wow Cyclothon Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Íris Thelma segir hjálminn hafa bjargað lífi sínu þegar hún datt á höfuðið í WOW Cyclothon. Íris var að keppa í Vodafone Red liðinu þegar slysið átti sér stað. Íris var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og með henni var Sigrún A. Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS. Hún mætti með hjálminn sem var mjög brotinn. Hún segir ekki fara á milli mála hvað hefði gerst, ef hún hefði ekki verið með hjálminn. „Þá væri ég ekki hér.“ Íris sleppti höndunum af stýrinu og fór á lítinn stein á veginum. „Þar sem þessi dekk eru svo rosalega mjó þarf svo lítið til og við það að vera ekki með hendurnar á stýrinu fer hjólið til hliðar og ég dett. Þau giska að ég hafi verið á svona 25 kílómetra hraða.“ Íris féll á hægri hliðina, en hún segist bara muna eftir fallinu sjálfu. Hún man ekki eftir högginu. Næstu stundir hennar eru mjög gloppóttar í minni hennar og man hún bara einstök atriði. Þó stóð Íris sjálf á fætur og gekk sjálf inn í bílinn. Þar að auki talaði hún við liðsfélaga sína svo þau töldu þetta ekki hafa verið alvarlegt. Hjúkrunarfræðingur sem einnig var að keppa skoðaði Írisi og sagði liðsfélögum hennar að hringja á sjúkrabíl. Sem var gert og fór Íris á sjúkrahús á Akureyri.Jákvæð þróun Sigrún sagði að rannsóknir sýni að hjálmurinn verji fólk fyrir höfuðáverkum í 70 prósent tilfella og um 80 prósent í alvarlegum höfuðáverkum. „Það að vera með hjálminn skiptir ótrúlega miklu máli og það er mjög jákvætt að sjá þá þróun sem hefur verið síðustu ár. Sérstaklega hjá einstaklingum sem eru að nota hjólið sem samgöngumáta. Þar erum við að sjá miklu meiri notkun á hjálminum.“ Hún segir að kannanir hafi byrjað fyrir fjórum árum í „hjólað í vinnuna“ og þá hafi notkunin verið 74 prósent. Nú sé hlutfallið komið í 87 prósent.
Wow Cyclothon Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira