Gríðarleg fjölgun ferðamanna á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2015 19:04 Gríðarleg fjölgun hefur orðið á ferðamönnum til landsins það sem af er árinu en rúmlega hálf milljón ferðamanna kom til Íslands á fyrstu sex mánuðum ársins. Gæði, umhverfisvitund, fagmennska og langtímahugsun eru lykillinn að velgengni Íslendinga í framtíðinni að mati ferðamamálastjóra. Fjölgun erlendra ferðamanna hefur nánast verið ævintýraleg á undanförnum árum og hvert metið slegið á fætur öðru. Hótelin rísa upp eins og gorkúlur; eitt það nýjasta var opnað við Höfðatorg í síðasta mánuði og er með þeim stærstu, ef ekki stærsta hótel landsins. Það lítur út fyrir að einn eitt metið verði slegið í ár því 27 þúsund fleiri ferðamenn komu hingað til lands í síðasta mánuði en í júní í fyrra sem er fjölgun upp á rúm 24 prósent. Og á fyrstu mánuðum ársins komu 517 þúsund ferðamenn hingað sem er fjölgun upp á tæp 29 prósent. Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri segir að frá árinu 2010 hafi ferðamönnum fjölgað árlega um tveggja stafa tölu. „Og svona mikill vöxtur á skömmum tíma hefur auðvitað í för með sér vaxtaverki sem þarf að takast á við,“ segir Ólöf. Atvinnugreinin hafi orðið fullveðja á skömmum tíma og nú þurfi að takast á við stefnumótun og eftirfylgni sem og skipulag bæja og byggða. Það þurfi líka að skipuleggja hvernig Íslendingar vilji að vöxturinn verði til framtíðar. „Við þurfum að huga að langtímahugsun sem hefur kannski ekki verið einkenni Íslendinga í gegnum tíðina. Horfa til þess hvernig við viljum vera á næstu áratugum í raun og veru og hvaða áhrif við viljum að ferðaþjónustan hafi á samfélagið okkar,“ segir Ólöf.Fyrirhugað hótel Icelandair verður undir merkjum Canopy.Nýtt alþjóðahótel rís við HverfisgötuIcelandair Hotels stendur í stórræðum þessa dagana eins og margir aðrir í hótel og veitingarekstri og byggir nýtt hótel milli Hverfisgötu og Laugavegar sem verður opnað í mars á næsta ári. Hildur Ómarsdóttir forstöðumaður sölu og markaðssviðs hótelanna tekur undir að þessari miklu fjölgun ferðamanna fylgi vaxtaverkir. „Já henni fylgja vaxtaverkir annars vegar og tækifæri hins vegar. Við sjáum tækifæri í því að auka fjölbreytileikann og flóruna í þeirri þjónustu sem er í boði á Íslandi. Tækifæri í atvinnusköpun fyrir þá sem hér starfa,“ segir Hildur. Fjölgunin hér sé um 20 prósent á ári en yfirleitt um 4 prósent í öðrum löndum. Samt komi lítill hluti ferðamanna heimsins til Íslands. „Við vorum og erum enn eftir sem áður lítill áfangastaður og eigum langt í land með að koma okkur vel á kortið á alþjóðavísu. Þetta er stór kippur í ár og kannski undanfarin ár. En við þurfum að halda mjög vel á spöðunum og vanda til verka til að fara ekki framúr okkur og fara ekki illa með það sem við eigum og þykir vænt um,“ segir Hildur. Nýja hótelið verður það fyrsta í heiminum undir nýju vörumerki, Canopy, Hilton hótelkeðjunnar þar sem eldri hús á reitnum fá að halda sér í götumyndinni. En ferðamálastjóri segir ferðaþjónustufyrirtæki hafa aukið bæði gæða- og umhverfisvitund sína á undanförnum árum. „Vegna þess að mínu mati og margra fleirri eru gæðin, umhverfisvitundin, fagmennskan og langtímahugsunin lykillinn að áframhaldandi velgengni Íslendinga og Íslands sem áfangastaðar ferðamanna,“ segir Ólöf Ýr Atladóttir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Gríðarleg fjölgun hefur orðið á ferðamönnum til landsins það sem af er árinu en rúmlega hálf milljón ferðamanna kom til Íslands á fyrstu sex mánuðum ársins. Gæði, umhverfisvitund, fagmennska og langtímahugsun eru lykillinn að velgengni Íslendinga í framtíðinni að mati ferðamamálastjóra. Fjölgun erlendra ferðamanna hefur nánast verið ævintýraleg á undanförnum árum og hvert metið slegið á fætur öðru. Hótelin rísa upp eins og gorkúlur; eitt það nýjasta var opnað við Höfðatorg í síðasta mánuði og er með þeim stærstu, ef ekki stærsta hótel landsins. Það lítur út fyrir að einn eitt metið verði slegið í ár því 27 þúsund fleiri ferðamenn komu hingað til lands í síðasta mánuði en í júní í fyrra sem er fjölgun upp á rúm 24 prósent. Og á fyrstu mánuðum ársins komu 517 þúsund ferðamenn hingað sem er fjölgun upp á tæp 29 prósent. Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri segir að frá árinu 2010 hafi ferðamönnum fjölgað árlega um tveggja stafa tölu. „Og svona mikill vöxtur á skömmum tíma hefur auðvitað í för með sér vaxtaverki sem þarf að takast á við,“ segir Ólöf. Atvinnugreinin hafi orðið fullveðja á skömmum tíma og nú þurfi að takast á við stefnumótun og eftirfylgni sem og skipulag bæja og byggða. Það þurfi líka að skipuleggja hvernig Íslendingar vilji að vöxturinn verði til framtíðar. „Við þurfum að huga að langtímahugsun sem hefur kannski ekki verið einkenni Íslendinga í gegnum tíðina. Horfa til þess hvernig við viljum vera á næstu áratugum í raun og veru og hvaða áhrif við viljum að ferðaþjónustan hafi á samfélagið okkar,“ segir Ólöf.Fyrirhugað hótel Icelandair verður undir merkjum Canopy.Nýtt alþjóðahótel rís við HverfisgötuIcelandair Hotels stendur í stórræðum þessa dagana eins og margir aðrir í hótel og veitingarekstri og byggir nýtt hótel milli Hverfisgötu og Laugavegar sem verður opnað í mars á næsta ári. Hildur Ómarsdóttir forstöðumaður sölu og markaðssviðs hótelanna tekur undir að þessari miklu fjölgun ferðamanna fylgi vaxtaverkir. „Já henni fylgja vaxtaverkir annars vegar og tækifæri hins vegar. Við sjáum tækifæri í því að auka fjölbreytileikann og flóruna í þeirri þjónustu sem er í boði á Íslandi. Tækifæri í atvinnusköpun fyrir þá sem hér starfa,“ segir Hildur. Fjölgunin hér sé um 20 prósent á ári en yfirleitt um 4 prósent í öðrum löndum. Samt komi lítill hluti ferðamanna heimsins til Íslands. „Við vorum og erum enn eftir sem áður lítill áfangastaður og eigum langt í land með að koma okkur vel á kortið á alþjóðavísu. Þetta er stór kippur í ár og kannski undanfarin ár. En við þurfum að halda mjög vel á spöðunum og vanda til verka til að fara ekki framúr okkur og fara ekki illa með það sem við eigum og þykir vænt um,“ segir Hildur. Nýja hótelið verður það fyrsta í heiminum undir nýju vörumerki, Canopy, Hilton hótelkeðjunnar þar sem eldri hús á reitnum fá að halda sér í götumyndinni. En ferðamálastjóri segir ferðaþjónustufyrirtæki hafa aukið bæði gæða- og umhverfisvitund sína á undanförnum árum. „Vegna þess að mínu mati og margra fleirri eru gæðin, umhverfisvitundin, fagmennskan og langtímahugsunin lykillinn að áframhaldandi velgengni Íslendinga og Íslands sem áfangastaðar ferðamanna,“ segir Ólöf Ýr Atladóttir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira