Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli Birgir Olgeirsson skrifar 6. júlí 2015 22:13 Vefurinn turisti.is birti þessa mynd af löngum biðröðum við innritun á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Vísir/turisti.is „Ljóst er að júlímánuður verður erfiður hjá okkur og það má búast við flöskuhálsum á álagstímum á morgnana og seinnipartinn,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, um farþegaaukninguna á Keflavíkurflugvelli í samtali við vefinn turisti.is. Þar er greint frá töfum sem áttu sér stað í innritunarsal Keflavíkurflugvallar í gærmorgun og þurfti stór hluti farþega Icelandair að bíða í um klukkustund eftir því að geta innritað sig og skilað farangri. Í framhaldinu tók við tæplega hálftíma bið við vopnaleitina og náði röðin við öryggishliðin niður í innritunarsalinn. Þurfti að seinka öllum sautján morgunflugum Icelandair um hálftíma til klukkutíma en á vefnum turisti.is er það sagt hafa orðið vegna seinagangs sem skrifast meðal annars á manneklu við vopnaleit. Þar kemur einnig fram að þegar nær dró brottför hefðu farþegar orðið stressaðir og vildu komast framar í raðir til að ná um borð fyrir flugtak. Rætt er við Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, sem segir bilanir í töskufæribandi flugvallarins, sem ekki hafði undan og tafði innritun, auk undirmönnunar við vopnaleit, hafa hægt á öllu ferlinu, lengt biðraðir og seinkaði flugi. Haft er eftir Guðna Sigurðssyni á vefnum turisti.is að farþegaaukningin á Keflavíkurflugvelli sé meiri en gert hafi verið ráð fyrir og erfiðara sé að ráða við hana en talið var. „Við höfum í sumar þurft að bæta við okkur mjög mikið af starfsfólki, eins og í raun allir rekstraraðilar á flugvellinum. Það hefur verið erfitt að fá fólk og auk þess gerði mannaflaspáin okkar ekki ráð fyrir svona miklu álagi. Það tekur langan tíma að þjálfa fólk upp svo það tekur tíma að bregðast við þessu,“ er haft eftir Guðna sem segir einnig að innleiðing nýs búnaðar við öryggishlið hafi gengið hægar en búist var við. Hann segir Isavia hvetja farþega til að mæta snemma og segir innritun hefjast fyrr í sumar til að dreifa álagi betur. Eru farþegar sem eiga að fljúga frá landinu milli sex og átta á morgnanna, frá þrjú til fimm seinni partinn eða um miðnætti hvattir til að koma út á völl að minnsta kosti þremur tímum fyrir brottför. Fréttir af flugi Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
„Ljóst er að júlímánuður verður erfiður hjá okkur og það má búast við flöskuhálsum á álagstímum á morgnana og seinnipartinn,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, um farþegaaukninguna á Keflavíkurflugvelli í samtali við vefinn turisti.is. Þar er greint frá töfum sem áttu sér stað í innritunarsal Keflavíkurflugvallar í gærmorgun og þurfti stór hluti farþega Icelandair að bíða í um klukkustund eftir því að geta innritað sig og skilað farangri. Í framhaldinu tók við tæplega hálftíma bið við vopnaleitina og náði röðin við öryggishliðin niður í innritunarsalinn. Þurfti að seinka öllum sautján morgunflugum Icelandair um hálftíma til klukkutíma en á vefnum turisti.is er það sagt hafa orðið vegna seinagangs sem skrifast meðal annars á manneklu við vopnaleit. Þar kemur einnig fram að þegar nær dró brottför hefðu farþegar orðið stressaðir og vildu komast framar í raðir til að ná um borð fyrir flugtak. Rætt er við Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, sem segir bilanir í töskufæribandi flugvallarins, sem ekki hafði undan og tafði innritun, auk undirmönnunar við vopnaleit, hafa hægt á öllu ferlinu, lengt biðraðir og seinkaði flugi. Haft er eftir Guðna Sigurðssyni á vefnum turisti.is að farþegaaukningin á Keflavíkurflugvelli sé meiri en gert hafi verið ráð fyrir og erfiðara sé að ráða við hana en talið var. „Við höfum í sumar þurft að bæta við okkur mjög mikið af starfsfólki, eins og í raun allir rekstraraðilar á flugvellinum. Það hefur verið erfitt að fá fólk og auk þess gerði mannaflaspáin okkar ekki ráð fyrir svona miklu álagi. Það tekur langan tíma að þjálfa fólk upp svo það tekur tíma að bregðast við þessu,“ er haft eftir Guðna sem segir einnig að innleiðing nýs búnaðar við öryggishlið hafi gengið hægar en búist var við. Hann segir Isavia hvetja farþega til að mæta snemma og segir innritun hefjast fyrr í sumar til að dreifa álagi betur. Eru farþegar sem eiga að fljúga frá landinu milli sex og átta á morgnanna, frá þrjú til fimm seinni partinn eða um miðnætti hvattir til að koma út á völl að minnsta kosti þremur tímum fyrir brottför.
Fréttir af flugi Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira