„Ekki mikil menning ef öll hús eru minjagripaverslanir eða hótel“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júlí 2015 15:18 Gamli Gaukurinn er einn þeirra staða sem mun taka breytingum. vísir/pjetur „Auðvitað höfum við áhyggjur af þessu,“ segir Egill Tómasson framleiðslustjóri og einn bókara tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves í samtali við Vísi. Þar á Egill við fréttir um fyrirhugaðar standi skemmti- og tónleikstaða á horni Tryggvagötu og Naustsins á næstunni. Verði breytingarnar að veruleika munu tónleikastaðir á borð við Húrra, Gamla Gaukinn og Palóma hverfa á braut en þeir voru allir nýttir undir viðburði á síðustu Airwaves hátíð. Upphaflega var fjallað um málið á Stundinni en þar var meðal annars rætt við Steindór Sigurgeirsson annan eigenda Fjélagsins sem á hluta reitsins. „Þetta er frekar sjoppulegur reitur eins og er. Við viljum sjá meira af verslunum og túristastarfssemi í okkar húsum frekar en bari,“ segir hann meðal annars í Stundinni.Egill TómassonVantar staði fyrir bílskúrsbönd til að fóta sig „Við erum nýbúnir að fagna því að fá NASA á ný, en þar átti að reisa hótel, og svo heyrum við af þessu,“ segir Egill en hann býst við því að hátíðin fari fram á stöðunum í haust. „Við höfum allavega bókað þá fyrir hátíðina í haust en það verður spurning með næsta ár.“ Egill segir að tónlistarhátíðin muni spjara sig. Þau hafi áður misst staði sem voru mikilvægir og nefnir þar staði á borð við Thomsen, Ingólfskaffi, Fógetann og auðvitað Faktorý. Hins vegar hafi rekstrargrundvöllur hátíðarinnar orðið mun öruggari með tilkomu Hörpunnar. „Ég hef mun meiri áhyggjur af borginni. Hvernig borg viljum við búa í? Hvað viljum við gera til að menningin þrífist áfram? Þegar öll hús eru orðin annað hvort minjagripaverslun eða hótel þá er ekki mikið eftir fyrir skapandi fólk til að gera.“ Hann segir að hverfi staðirnir á braut muni gæti sú staða komið upp að það verði skortur á stöðum sem ný bönd geti spilað á til að fóta sig. „Það eru ekki margar hljómsveitir sem stökkva úr bílskúrnum og beint inn í Gamla Bíó eða NASA. Það verða að vera staðir það sem hljómsveitir spila og selja tvö, þrjúhundruð miða.“ „Ég verð samt að segja að ég skil eigendur húsnæðisins að einhverju leiti þó ég sé algerlega ósammála þeim. Þeir geti fengið sem mestan ágóða á hvern fermeter en það verður að finna einhvern meðalveg. Það er ekki hægt að gera það allt alltaf á kostnað menningar, tónlistar og skapandi greina,“ segir Egill. „Infastrúktúr borgarinnar býður ekki upp á það að færa okkur út á Granda eða í Árbæ til dæmis. Nær öll húsin sem henta undir svona rekstur eru í 101 og þau virðast öll vera á sömu leið.“ Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Airwaves á NASA í ár Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin á Nasa á ný. 2. maí 2015 09:00 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
„Auðvitað höfum við áhyggjur af þessu,“ segir Egill Tómasson framleiðslustjóri og einn bókara tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves í samtali við Vísi. Þar á Egill við fréttir um fyrirhugaðar standi skemmti- og tónleikstaða á horni Tryggvagötu og Naustsins á næstunni. Verði breytingarnar að veruleika munu tónleikastaðir á borð við Húrra, Gamla Gaukinn og Palóma hverfa á braut en þeir voru allir nýttir undir viðburði á síðustu Airwaves hátíð. Upphaflega var fjallað um málið á Stundinni en þar var meðal annars rætt við Steindór Sigurgeirsson annan eigenda Fjélagsins sem á hluta reitsins. „Þetta er frekar sjoppulegur reitur eins og er. Við viljum sjá meira af verslunum og túristastarfssemi í okkar húsum frekar en bari,“ segir hann meðal annars í Stundinni.Egill TómassonVantar staði fyrir bílskúrsbönd til að fóta sig „Við erum nýbúnir að fagna því að fá NASA á ný, en þar átti að reisa hótel, og svo heyrum við af þessu,“ segir Egill en hann býst við því að hátíðin fari fram á stöðunum í haust. „Við höfum allavega bókað þá fyrir hátíðina í haust en það verður spurning með næsta ár.“ Egill segir að tónlistarhátíðin muni spjara sig. Þau hafi áður misst staði sem voru mikilvægir og nefnir þar staði á borð við Thomsen, Ingólfskaffi, Fógetann og auðvitað Faktorý. Hins vegar hafi rekstrargrundvöllur hátíðarinnar orðið mun öruggari með tilkomu Hörpunnar. „Ég hef mun meiri áhyggjur af borginni. Hvernig borg viljum við búa í? Hvað viljum við gera til að menningin þrífist áfram? Þegar öll hús eru orðin annað hvort minjagripaverslun eða hótel þá er ekki mikið eftir fyrir skapandi fólk til að gera.“ Hann segir að hverfi staðirnir á braut muni gæti sú staða komið upp að það verði skortur á stöðum sem ný bönd geti spilað á til að fóta sig. „Það eru ekki margar hljómsveitir sem stökkva úr bílskúrnum og beint inn í Gamla Bíó eða NASA. Það verða að vera staðir það sem hljómsveitir spila og selja tvö, þrjúhundruð miða.“ „Ég verð samt að segja að ég skil eigendur húsnæðisins að einhverju leiti þó ég sé algerlega ósammála þeim. Þeir geti fengið sem mestan ágóða á hvern fermeter en það verður að finna einhvern meðalveg. Það er ekki hægt að gera það allt alltaf á kostnað menningar, tónlistar og skapandi greina,“ segir Egill. „Infastrúktúr borgarinnar býður ekki upp á það að færa okkur út á Granda eða í Árbæ til dæmis. Nær öll húsin sem henta undir svona rekstur eru í 101 og þau virðast öll vera á sömu leið.“
Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Airwaves á NASA í ár Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin á Nasa á ný. 2. maí 2015 09:00 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira