„Ekki mikil menning ef öll hús eru minjagripaverslanir eða hótel“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júlí 2015 15:18 Gamli Gaukurinn er einn þeirra staða sem mun taka breytingum. vísir/pjetur „Auðvitað höfum við áhyggjur af þessu,“ segir Egill Tómasson framleiðslustjóri og einn bókara tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves í samtali við Vísi. Þar á Egill við fréttir um fyrirhugaðar standi skemmti- og tónleikstaða á horni Tryggvagötu og Naustsins á næstunni. Verði breytingarnar að veruleika munu tónleikastaðir á borð við Húrra, Gamla Gaukinn og Palóma hverfa á braut en þeir voru allir nýttir undir viðburði á síðustu Airwaves hátíð. Upphaflega var fjallað um málið á Stundinni en þar var meðal annars rætt við Steindór Sigurgeirsson annan eigenda Fjélagsins sem á hluta reitsins. „Þetta er frekar sjoppulegur reitur eins og er. Við viljum sjá meira af verslunum og túristastarfssemi í okkar húsum frekar en bari,“ segir hann meðal annars í Stundinni.Egill TómassonVantar staði fyrir bílskúrsbönd til að fóta sig „Við erum nýbúnir að fagna því að fá NASA á ný, en þar átti að reisa hótel, og svo heyrum við af þessu,“ segir Egill en hann býst við því að hátíðin fari fram á stöðunum í haust. „Við höfum allavega bókað þá fyrir hátíðina í haust en það verður spurning með næsta ár.“ Egill segir að tónlistarhátíðin muni spjara sig. Þau hafi áður misst staði sem voru mikilvægir og nefnir þar staði á borð við Thomsen, Ingólfskaffi, Fógetann og auðvitað Faktorý. Hins vegar hafi rekstrargrundvöllur hátíðarinnar orðið mun öruggari með tilkomu Hörpunnar. „Ég hef mun meiri áhyggjur af borginni. Hvernig borg viljum við búa í? Hvað viljum við gera til að menningin þrífist áfram? Þegar öll hús eru orðin annað hvort minjagripaverslun eða hótel þá er ekki mikið eftir fyrir skapandi fólk til að gera.“ Hann segir að hverfi staðirnir á braut muni gæti sú staða komið upp að það verði skortur á stöðum sem ný bönd geti spilað á til að fóta sig. „Það eru ekki margar hljómsveitir sem stökkva úr bílskúrnum og beint inn í Gamla Bíó eða NASA. Það verða að vera staðir það sem hljómsveitir spila og selja tvö, þrjúhundruð miða.“ „Ég verð samt að segja að ég skil eigendur húsnæðisins að einhverju leiti þó ég sé algerlega ósammála þeim. Þeir geti fengið sem mestan ágóða á hvern fermeter en það verður að finna einhvern meðalveg. Það er ekki hægt að gera það allt alltaf á kostnað menningar, tónlistar og skapandi greina,“ segir Egill. „Infastrúktúr borgarinnar býður ekki upp á það að færa okkur út á Granda eða í Árbæ til dæmis. Nær öll húsin sem henta undir svona rekstur eru í 101 og þau virðast öll vera á sömu leið.“ Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Airwaves á NASA í ár Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin á Nasa á ný. 2. maí 2015 09:00 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
„Auðvitað höfum við áhyggjur af þessu,“ segir Egill Tómasson framleiðslustjóri og einn bókara tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves í samtali við Vísi. Þar á Egill við fréttir um fyrirhugaðar standi skemmti- og tónleikstaða á horni Tryggvagötu og Naustsins á næstunni. Verði breytingarnar að veruleika munu tónleikastaðir á borð við Húrra, Gamla Gaukinn og Palóma hverfa á braut en þeir voru allir nýttir undir viðburði á síðustu Airwaves hátíð. Upphaflega var fjallað um málið á Stundinni en þar var meðal annars rætt við Steindór Sigurgeirsson annan eigenda Fjélagsins sem á hluta reitsins. „Þetta er frekar sjoppulegur reitur eins og er. Við viljum sjá meira af verslunum og túristastarfssemi í okkar húsum frekar en bari,“ segir hann meðal annars í Stundinni.Egill TómassonVantar staði fyrir bílskúrsbönd til að fóta sig „Við erum nýbúnir að fagna því að fá NASA á ný, en þar átti að reisa hótel, og svo heyrum við af þessu,“ segir Egill en hann býst við því að hátíðin fari fram á stöðunum í haust. „Við höfum allavega bókað þá fyrir hátíðina í haust en það verður spurning með næsta ár.“ Egill segir að tónlistarhátíðin muni spjara sig. Þau hafi áður misst staði sem voru mikilvægir og nefnir þar staði á borð við Thomsen, Ingólfskaffi, Fógetann og auðvitað Faktorý. Hins vegar hafi rekstrargrundvöllur hátíðarinnar orðið mun öruggari með tilkomu Hörpunnar. „Ég hef mun meiri áhyggjur af borginni. Hvernig borg viljum við búa í? Hvað viljum við gera til að menningin þrífist áfram? Þegar öll hús eru orðin annað hvort minjagripaverslun eða hótel þá er ekki mikið eftir fyrir skapandi fólk til að gera.“ Hann segir að hverfi staðirnir á braut muni gæti sú staða komið upp að það verði skortur á stöðum sem ný bönd geti spilað á til að fóta sig. „Það eru ekki margar hljómsveitir sem stökkva úr bílskúrnum og beint inn í Gamla Bíó eða NASA. Það verða að vera staðir það sem hljómsveitir spila og selja tvö, þrjúhundruð miða.“ „Ég verð samt að segja að ég skil eigendur húsnæðisins að einhverju leiti þó ég sé algerlega ósammála þeim. Þeir geti fengið sem mestan ágóða á hvern fermeter en það verður að finna einhvern meðalveg. Það er ekki hægt að gera það allt alltaf á kostnað menningar, tónlistar og skapandi greina,“ segir Egill. „Infastrúktúr borgarinnar býður ekki upp á það að færa okkur út á Granda eða í Árbæ til dæmis. Nær öll húsin sem henta undir svona rekstur eru í 101 og þau virðast öll vera á sömu leið.“
Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Airwaves á NASA í ár Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin á Nasa á ný. 2. maí 2015 09:00 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira