Joan Laporta, fyrrverandi forseti Barcelona, segir dyrnar ávallt opnar fyrir Pep Guardiola hafi hann áhuga á að snúa aftur á Nývang.
Luis Enrique, sem vann þrennuna á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Katalóníurisans, verður þó áfram þjálfari liðsins nái Laporta kosningu í forsetakjörinu seinna í sumar.
Laporta hækkaði Guardiola í tign árið 2008 og gerði hann að þjálfara Barcelona eftir að leikmaðurinn fyrrverandi var búinn að stýra B-liðinu.
Sú ráðning breytti gangi mála hjá Barcelona og landslagi fótboltans eins og við þekkjum hann í dag, en Guardiola vann fjórtán stóra titla á fjórum árum með Börsunga.
„Við Pep erum vinir og ef hann vill hann koma aftur þá ræðum við það. Luis Enrique verður aftur á móti þjálfari Barcelona á næstu leiktíð,“ segir Laporta í viðtali við Cuatro.
Guardiola hefur unnið þýsku 1. deildina tvö ár í röð með Bayern München.
Guardiola er velkominn aftur á Nývang
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
