Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Heimir Már Pétursson skrifar 2. júlí 2015 11:53 Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. vísir/vilhelm Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. Formaður atvinnuveganefndar segir að þau afturhaldsöfl sem komið hafi í veg fyrir að allar virkjanirnar í neðrihluta Þjórsár færu í nýtingarflokk muni ekki fá að stöðva frekari uppbyggingu í atvinnulífi. Hvammsvirkjun ein, sem færð var í nýtingarflokk í gær, stendur ekki undir þegar ákveðnum kísilverksmiðjum. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að breytingatillögur meirihluta atvinnuveganefndar um virkjanir í nýtingarflokki næði fram að ganga. Í gærdag samþykkti Alþingi upprunalega tillögu fyrrverandi umhverfisráðherra um að einungis Hvamsvirkjun í Þjórsá færi í nýtingarflokk. En meirihluti atvinnuveganefndar hafði lagt til að auk hennar færu Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðrihluta Þjórsár ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu í nýtingarflokk. Nefndin dró síðan síðast nefndu tvær virkjanirnar til baka en eftir stóðu þrjár virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar var ekki sáttur við þessa niðurstöðu og sagði við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í gær að þetta væri bara hálfleikur og komið yrði aftur fram með málið og þá með stæl.Hvers konar stæll verður það? „Það er alveg ljóst að í mjög ómálefnalegri umræðu, með ómálefnalegum rökum, urðum við í meirihlutanum að gefa eftir til að ljúka þingstörfum við þessar erfiðu aðstæður núna. Ég á bara við að það er hálfleikur á okkar kjörtímabili og við munum ekki leggja árar í bát í þessum málaflokki,“ segir Jón. Enda séu allir sérfræðingar innlendir jafnt og erlendir á því að möguleikar Íslands til verðmætasköpunar liggi fyrst og fremst í orkugeiranum. En Hvammsvirkjun sem samþykkt var í gær að fari í nýtingarflokk mun framleiða 82 megavött. Það dugar ekki fyrir tveimur fyrirhuguðum verksmiðjum; kísilmálmverksmiðju Thorsils í Helguvík og sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga sem samanlagt þurfa 125 megavött. „Þessi tvö verkefni sem þú nefnir eru bara hluti af þeim verkefnum sem eru til staðar. Við vitum af miklum áhuga sérstaklega á sviði gagnavera. Og þau gagnaver sem eru nú þegar hér til staðar í Hafnarfirði og suður á Ásbrú í Keflavík hafa áhuga á enn frekari stækkunum,“ segir Jón. Þessi fyrirtæki geti ekki vaxið eðlilega við núverandi aðstæður því engin umframorka sé til á suðvesturhorninu. Það sé óviðunandi staða sem fæli fjárfestingar frá landinu. „Og við munum ekki láta þau afturhaldsöfl sem réðu ferð núna í þinginu á lokadögum þess verða til þess að Ísland verði af þeim tækifærum,“ segir Jón.Það verður þá að bregðast við þannig að hægt sé að framleiða meiri orku mjög fljótlega? „Það liggur í augum uppi,“ segir Jón Gunnarsson. Hann vill þó ekki svara því á þessari stundu hvort tillaga um fleiri virkjanir komi fram áður en verkefnisstjórn rammaáætlunar skilar af sér næstu tillögum haustið 2016. Alþingi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. Formaður atvinnuveganefndar segir að þau afturhaldsöfl sem komið hafi í veg fyrir að allar virkjanirnar í neðrihluta Þjórsár færu í nýtingarflokk muni ekki fá að stöðva frekari uppbyggingu í atvinnulífi. Hvammsvirkjun ein, sem færð var í nýtingarflokk í gær, stendur ekki undir þegar ákveðnum kísilverksmiðjum. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að breytingatillögur meirihluta atvinnuveganefndar um virkjanir í nýtingarflokki næði fram að ganga. Í gærdag samþykkti Alþingi upprunalega tillögu fyrrverandi umhverfisráðherra um að einungis Hvamsvirkjun í Þjórsá færi í nýtingarflokk. En meirihluti atvinnuveganefndar hafði lagt til að auk hennar færu Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðrihluta Þjórsár ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu í nýtingarflokk. Nefndin dró síðan síðast nefndu tvær virkjanirnar til baka en eftir stóðu þrjár virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar var ekki sáttur við þessa niðurstöðu og sagði við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í gær að þetta væri bara hálfleikur og komið yrði aftur fram með málið og þá með stæl.Hvers konar stæll verður það? „Það er alveg ljóst að í mjög ómálefnalegri umræðu, með ómálefnalegum rökum, urðum við í meirihlutanum að gefa eftir til að ljúka þingstörfum við þessar erfiðu aðstæður núna. Ég á bara við að það er hálfleikur á okkar kjörtímabili og við munum ekki leggja árar í bát í þessum málaflokki,“ segir Jón. Enda séu allir sérfræðingar innlendir jafnt og erlendir á því að möguleikar Íslands til verðmætasköpunar liggi fyrst og fremst í orkugeiranum. En Hvammsvirkjun sem samþykkt var í gær að fari í nýtingarflokk mun framleiða 82 megavött. Það dugar ekki fyrir tveimur fyrirhuguðum verksmiðjum; kísilmálmverksmiðju Thorsils í Helguvík og sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga sem samanlagt þurfa 125 megavött. „Þessi tvö verkefni sem þú nefnir eru bara hluti af þeim verkefnum sem eru til staðar. Við vitum af miklum áhuga sérstaklega á sviði gagnavera. Og þau gagnaver sem eru nú þegar hér til staðar í Hafnarfirði og suður á Ásbrú í Keflavík hafa áhuga á enn frekari stækkunum,“ segir Jón. Þessi fyrirtæki geti ekki vaxið eðlilega við núverandi aðstæður því engin umframorka sé til á suðvesturhorninu. Það sé óviðunandi staða sem fæli fjárfestingar frá landinu. „Og við munum ekki láta þau afturhaldsöfl sem réðu ferð núna í þinginu á lokadögum þess verða til þess að Ísland verði af þeim tækifærum,“ segir Jón.Það verður þá að bregðast við þannig að hægt sé að framleiða meiri orku mjög fljótlega? „Það liggur í augum uppi,“ segir Jón Gunnarsson. Hann vill þó ekki svara því á þessari stundu hvort tillaga um fleiri virkjanir komi fram áður en verkefnisstjórn rammaáætlunar skilar af sér næstu tillögum haustið 2016.
Alþingi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira