Selfoss verður af milljónum þar sem Jón Daði fer frítt Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2015 14:55 Jón Daði Böðvarsson klárar tímabilið með Viking en fer svo til Kaiserslautern. mynd/viking-fk.no Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta, fer frítt til þýska B-deildarliðsins Kaiserslautern í janúar eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Kaiserslautern var tilbúið að greiða 58 milljónir fyrir Jón Daða en Viking vildi ekki selja leikmanninn fyrir svo lága upphæð. Það kaus heldur að halda honum út tímabilið og nýta hann í toppbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar sem og í bikarnum þar sem Víkingarnir eru komnir í átta liða úrslitin. Þessi ákvörðun kemur illa við Selfoss, uppeldisfélag Jóns Daða, sem seldi hann til Viking eftir að hann sló í gegn í Pepsi-deildinni 2012 þegar hann var kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, staðfestir við Vísi að Selfoss átti að fá hlut af næstu sölu Jóns Daða þegar hann færi frá Viking. „Þetta var um 15-20 prósent minnir mig,“ segir Óskar. „Svona er þetta bara. Tilboðið var of lágt.“ Tuttugu prósent af 58 milljónum eru 11,6 milljónir sem hefðu nýst Selfyssingum vel í baráttunni í 1. deildinni þar sem liðið hefur verið síðan það féll fyrir þremur árum. „Hann er með aðra klásúlu sem skilar okkur tekjum í formi árangurstengdra greiðslna. Við fáum því eitthvað smotterí á móti,“ segir Óskar Sigurðsson. Jón Daði er búinn að spila 15 leiki fyrir Viking í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skora sex mörk. Hann skoraði tvö mörk í síðasta leik gegn Álasund sem liðið vann, 4-1. Víkingarnir eru í fjórða sæti deildarinnar. Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta, fer frítt til þýska B-deildarliðsins Kaiserslautern í janúar eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Kaiserslautern var tilbúið að greiða 58 milljónir fyrir Jón Daða en Viking vildi ekki selja leikmanninn fyrir svo lága upphæð. Það kaus heldur að halda honum út tímabilið og nýta hann í toppbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar sem og í bikarnum þar sem Víkingarnir eru komnir í átta liða úrslitin. Þessi ákvörðun kemur illa við Selfoss, uppeldisfélag Jóns Daða, sem seldi hann til Viking eftir að hann sló í gegn í Pepsi-deildinni 2012 þegar hann var kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, staðfestir við Vísi að Selfoss átti að fá hlut af næstu sölu Jóns Daða þegar hann færi frá Viking. „Þetta var um 15-20 prósent minnir mig,“ segir Óskar. „Svona er þetta bara. Tilboðið var of lágt.“ Tuttugu prósent af 58 milljónum eru 11,6 milljónir sem hefðu nýst Selfyssingum vel í baráttunni í 1. deildinni þar sem liðið hefur verið síðan það féll fyrir þremur árum. „Hann er með aðra klásúlu sem skilar okkur tekjum í formi árangurstengdra greiðslna. Við fáum því eitthvað smotterí á móti,“ segir Óskar Sigurðsson. Jón Daði er búinn að spila 15 leiki fyrir Viking í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skora sex mörk. Hann skoraði tvö mörk í síðasta leik gegn Álasund sem liðið vann, 4-1. Víkingarnir eru í fjórða sæti deildarinnar.
Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira