Telur BHM-dóm ekki hafa fordæmisgildi Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. júlí 2015 19:51 Kjaradeilu hjúkrunarfræðinga hefur verið vísað til gerðardóms en fulltrúar frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga funduðu með dómnum í dag. Þá höfðaði félagið í dag mál gegn íslenska ríkinu vegna skipunar dómsins en lögmaður þess telur dóm í máli BHM gegn ríkinu ekki hafa fordæmisgildi hvað hjúkrunarfræðinga varðar. Eftir að hjúkrunarfræðingar felldu kjarasamning sinn við ríkið með yfirgnæfandi meirihluta í gær er komin upp nokkuð snúin staða. Segja má að deilan snúist fyrst og fremst um túlkun á 2. gr. laganna sem Alþingi samþykkti 13. júní síðastliðinn um frestun verkfallsaðgerða BHM og hjúkrunarfræðinga. Þar kemur fram að hafi aðilar ekki undirritað kjarasamning fyrir 1. júlí 2015 skuli Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga túlkar ákvæðið með þeim hætti að þar sem kjarasamningur var undirritaður, fari deilan ekki fyrir gerðardóm. Vill félagið setjast aftur að samningaborðinu og telur að Alþingi þurfi að setja ný lög til að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga. Íslenska ríkið er ósammála þessu, en fjármálaráðherra sagði þessa túlkun vera lagalega loftfimleika í fréttum Stöðvar tvö í gær. Telur ríkið að þar sem samningurinn var felldur hefði hann aldrei tekið gildi og því sé augljóst að gerðardómur ákveði kaup og kjör hjúkrunarfræðinga. Áður hefur komið fram að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ætlar að höfða mál gegn íslenska ríkinu vegna lagasetningarinnar. Stefna þess efnis, ásamt beiðni um flýtimeðferð, var lögð inn í Héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í dag. Jón Sigurðsson, lögmaður félagsins, sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að dómur í máli BHM, sem kveðinn var upp í gær, hefði ekki fordæmisgildi í málinu. Meðal annars hefði verkfall hjúkrunarfræðinga staðið í mun skemmri tíma auk þess sem félagið hefði fallist á nær allar undanþágubeiðnir og þannig ekki haft lömunaráhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana. Einnig bendir Jón á að á verkfallstíma hefðu 635 stöðugildi hjúkrunarfræðinga verið mönnuð og undanþegin verkfalli. Þrátt fyrir þennan ágreining er ljóst að deilan fer fyrir gerðardóm en formaður hans, Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að atvinnuvegaráðuneytið hefði í gær vísað kjaradeilu hjúkrunarfræðinga til dómsins. Um er að ræða sama gerðardóm og úrskurðar um kaup og kjör félagsmanna BHM. Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga áttu stuttan fund með gerðardómnum eftir hádegi í dag til að ræða næstu skref, en boðað verður til formlegs fundar í deilunni eftir helgi. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkfall BHM Dómur var kveðinn upp í máli BHM á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. júlí 2015 14:01 Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Kjaradeilu hjúkrunarfræðinga hefur verið vísað til gerðardóms en fulltrúar frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga funduðu með dómnum í dag. Þá höfðaði félagið í dag mál gegn íslenska ríkinu vegna skipunar dómsins en lögmaður þess telur dóm í máli BHM gegn ríkinu ekki hafa fordæmisgildi hvað hjúkrunarfræðinga varðar. Eftir að hjúkrunarfræðingar felldu kjarasamning sinn við ríkið með yfirgnæfandi meirihluta í gær er komin upp nokkuð snúin staða. Segja má að deilan snúist fyrst og fremst um túlkun á 2. gr. laganna sem Alþingi samþykkti 13. júní síðastliðinn um frestun verkfallsaðgerða BHM og hjúkrunarfræðinga. Þar kemur fram að hafi aðilar ekki undirritað kjarasamning fyrir 1. júlí 2015 skuli Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga túlkar ákvæðið með þeim hætti að þar sem kjarasamningur var undirritaður, fari deilan ekki fyrir gerðardóm. Vill félagið setjast aftur að samningaborðinu og telur að Alþingi þurfi að setja ný lög til að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga. Íslenska ríkið er ósammála þessu, en fjármálaráðherra sagði þessa túlkun vera lagalega loftfimleika í fréttum Stöðvar tvö í gær. Telur ríkið að þar sem samningurinn var felldur hefði hann aldrei tekið gildi og því sé augljóst að gerðardómur ákveði kaup og kjör hjúkrunarfræðinga. Áður hefur komið fram að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ætlar að höfða mál gegn íslenska ríkinu vegna lagasetningarinnar. Stefna þess efnis, ásamt beiðni um flýtimeðferð, var lögð inn í Héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í dag. Jón Sigurðsson, lögmaður félagsins, sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að dómur í máli BHM, sem kveðinn var upp í gær, hefði ekki fordæmisgildi í málinu. Meðal annars hefði verkfall hjúkrunarfræðinga staðið í mun skemmri tíma auk þess sem félagið hefði fallist á nær allar undanþágubeiðnir og þannig ekki haft lömunaráhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana. Einnig bendir Jón á að á verkfallstíma hefðu 635 stöðugildi hjúkrunarfræðinga verið mönnuð og undanþegin verkfalli. Þrátt fyrir þennan ágreining er ljóst að deilan fer fyrir gerðardóm en formaður hans, Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að atvinnuvegaráðuneytið hefði í gær vísað kjaradeilu hjúkrunarfræðinga til dómsins. Um er að ræða sama gerðardóm og úrskurðar um kaup og kjör félagsmanna BHM. Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga áttu stuttan fund með gerðardómnum eftir hádegi í dag til að ræða næstu skref, en boðað verður til formlegs fundar í deilunni eftir helgi.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkfall BHM Dómur var kveðinn upp í máli BHM á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. júlí 2015 14:01 Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21
Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkfall BHM Dómur var kveðinn upp í máli BHM á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. júlí 2015 14:01
Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48