Atkvæðagreiðslu hjúkrunarfræðinga lokið: „Líklegra að þetta verði fellt frekar en hitt“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júlí 2015 11:33 Hjúkrunarfræðingar hafa almennt verið neikvæðir í garð kjarasamnings við ríkið. Vísir „Mér finnst nú líklegra að þetta verði fellt frekar en hitt, miðað við hvað ég heyri af félagsmönnum. En maður veit aldrei þar sem stór hluti var mjög tvístígandi,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, um atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning hjúkrunarfræðinga við ríkið. Skiptar skoðanir hafa verið á samningnum sem kosið er um en komið hefur fram í fréttum að hann hafi ekki komið til móts við kröfur samninganefndar hjúkrunarfræðinga. Ákveðið var þó að samþykkja samninginn þar sem stefndi í að Gerðardómur tæki ákvörðun um kjör stéttarinnar samkvæmt lögum Alþingis sem bundu enda á verkfall hjúkrunarfræðinga. Góð þátttaka hefur verið í atkvæðagreiðslunni. „Ég hef ekki athugað stöðuna í dag en hún var um sjötíu prósent í gær,“ segir hann. Atkvæðagreiðslan hefur staðið síðan 4. júlí en henni lýkur núna á hádegi. „Félagsmenn geta kosið til 11.59,“ segir Ólafur en kosning er rafræn. Kjörsókn hjúkrunarfræðinga hefur í gegnum tíðina verið talin góð en að sögn Ólafs hefur hún verið milli fimmtíu og sextíu prósent. Það eru því ívið fleiri hjúkrunarfræðingar sem taka afstöðu hvað varðar þennan kjarasamning sem liggur á borðinu núna en áður þrátt fyrir góða þátttöku á árum áður. Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga við ríkið var undirritaður 23. júní síðastliðinn.Uppfært klukkan 12.01 Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15 Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Mér finnst nú líklegra að þetta verði fellt frekar en hitt, miðað við hvað ég heyri af félagsmönnum. En maður veit aldrei þar sem stór hluti var mjög tvístígandi,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, um atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning hjúkrunarfræðinga við ríkið. Skiptar skoðanir hafa verið á samningnum sem kosið er um en komið hefur fram í fréttum að hann hafi ekki komið til móts við kröfur samninganefndar hjúkrunarfræðinga. Ákveðið var þó að samþykkja samninginn þar sem stefndi í að Gerðardómur tæki ákvörðun um kjör stéttarinnar samkvæmt lögum Alþingis sem bundu enda á verkfall hjúkrunarfræðinga. Góð þátttaka hefur verið í atkvæðagreiðslunni. „Ég hef ekki athugað stöðuna í dag en hún var um sjötíu prósent í gær,“ segir hann. Atkvæðagreiðslan hefur staðið síðan 4. júlí en henni lýkur núna á hádegi. „Félagsmenn geta kosið til 11.59,“ segir Ólafur en kosning er rafræn. Kjörsókn hjúkrunarfræðinga hefur í gegnum tíðina verið talin góð en að sögn Ólafs hefur hún verið milli fimmtíu og sextíu prósent. Það eru því ívið fleiri hjúkrunarfræðingar sem taka afstöðu hvað varðar þennan kjarasamning sem liggur á borðinu núna en áður þrátt fyrir góða þátttöku á árum áður. Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga við ríkið var undirritaður 23. júní síðastliðinn.Uppfært klukkan 12.01
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15 Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11
Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15
Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00