Sport

Sóknarþjálfari Buffalo Bills handtekinn fyrir að lúskra á dreng

Aaron Kramer hefur átt betri daga en daginn í dag.
Aaron Kramer hefur átt betri daga en daginn í dag. vísir/getty
Aaron Kromer, sóknarþjálfari Buffalo Bills í ameríska fótboltanum, er ekki í neitt sérstökum málum. Hann var í dag handtekinn fyrir að hrinda dreng í jörðina og kýla hann.

Samkvæmt lögreglu kom til deilna þegar Kromer og sonur hans áttu eitthvað vantalað við þrjá drengi og notkun þeirra á sólstólum en drengirnir voru að veiða nálægt heimili Kromer.

Í yfirlýsingu lögreglu segir að Kromer hafi tekið veiðistöngina af einum drengjanna og hent henni í vatnið áður en hann veittist að öðrum dreng.

"Fórnarlambið segir að Kromer hafi sagt honum að ef hann myndi tilkynna þetta til lögreglu, myndi hann drepa fjölskylduna hans," er haft eftir lögreglunni.

Kromer var handtekinn um miðjan dag í gær en sleppt eftir yfirheyrslu skömmu síðar. Hann hefur verið kærður barsmíðar en lögreglan segir að málið sé enn í rannsókn og að hugsanlega verði hann kærður fyrir fleiri atriði.

Buffalo Bills-liðið sendi frá sér stutta yfirlýsingu um málið en þar segir; "Við vitum af þessu máli og erum að safna að okkur upplýsingum um staðreynd málsins."

Kromer, sem er 48 ára gamall, kom til Buffalo í janúar eftir að hafa verið rekinn úr starfi hjá Chicago Bears.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×