Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 11. júlí 2015 18:22 Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum, ekki bara á opinberum friðlýstum svæðum heldur líka stöðum í eigu einkaaðila. Þingvallanefnd ætlar taka upp bílastæðagjald í Þjóðgarðinum og er vonast til þess að gjaldið muni skila fjörutíu til fimmtíu milljónum króna á ári. Mikil uppbygging á sér stað á Þingvöllum til að bæta þjónustuna og það kostar peninga. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að gera þurfi skýran greinarmun á aðgangsgjöldum og þjónustugjöldum. Ekki sé verið að rukka fyrir aðgang að náttúrunni heldur afnot af þjónustunni. Búið er að panta gjaldmæla sem verða settir upp á Hakinu, á Þingplani neðan Almannagjár, á gamla Vallhallarreitnum. Bílastæðagjaldið verður 500 krónur fyrir fólksbíla, 750 fyrir jeppa og fimmtán hundruð til þrjú þúsund krónur fyrir stærri bíla. Áfram verður rukkað fyrir salernisferðir og eins verður tekið gjald fyrir að kafa í Silfru. Þegar farið var að selja aðgang að salerninu 2011 brugðust margir við með því að fara bak við salernisbygginguna og gera þarfir sínar þar. Við því hefur verið brugðist með því að reisa vígalega girðingu. Ólafur Örn segir að búast megi við því að fleiri vilji taka upp þjónustugjöld í kjölfar þessarar ákvörðunar enda hafi Þingvellir ákveðið forystuhlutverk í þessum málum. Bæði forsætisráðuneytið og sjö manna þingmannanefnd komi að þessari ákvörðun. Hann segir þjónustugjöld mun jákvæðari þróun en aðgangsgjöld. Hafa verði þó í huga að það gildi sérlög um Þingvelli sem veiti skýra heimild fyrir slíkri gjaldtöku. Breyta þurfi lögum til að auðvelda fleirum að fara þessa leið. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rukka 500 krónur á bílinn á Þingvöllum "Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. 11. júlí 2015 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum, ekki bara á opinberum friðlýstum svæðum heldur líka stöðum í eigu einkaaðila. Þingvallanefnd ætlar taka upp bílastæðagjald í Þjóðgarðinum og er vonast til þess að gjaldið muni skila fjörutíu til fimmtíu milljónum króna á ári. Mikil uppbygging á sér stað á Þingvöllum til að bæta þjónustuna og það kostar peninga. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að gera þurfi skýran greinarmun á aðgangsgjöldum og þjónustugjöldum. Ekki sé verið að rukka fyrir aðgang að náttúrunni heldur afnot af þjónustunni. Búið er að panta gjaldmæla sem verða settir upp á Hakinu, á Þingplani neðan Almannagjár, á gamla Vallhallarreitnum. Bílastæðagjaldið verður 500 krónur fyrir fólksbíla, 750 fyrir jeppa og fimmtán hundruð til þrjú þúsund krónur fyrir stærri bíla. Áfram verður rukkað fyrir salernisferðir og eins verður tekið gjald fyrir að kafa í Silfru. Þegar farið var að selja aðgang að salerninu 2011 brugðust margir við með því að fara bak við salernisbygginguna og gera þarfir sínar þar. Við því hefur verið brugðist með því að reisa vígalega girðingu. Ólafur Örn segir að búast megi við því að fleiri vilji taka upp þjónustugjöld í kjölfar þessarar ákvörðunar enda hafi Þingvellir ákveðið forystuhlutverk í þessum málum. Bæði forsætisráðuneytið og sjö manna þingmannanefnd komi að þessari ákvörðun. Hann segir þjónustugjöld mun jákvæðari þróun en aðgangsgjöld. Hafa verði þó í huga að það gildi sérlög um Þingvelli sem veiti skýra heimild fyrir slíkri gjaldtöku. Breyta þurfi lögum til að auðvelda fleirum að fara þessa leið.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rukka 500 krónur á bílinn á Þingvöllum "Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. 11. júlí 2015 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Rukka 500 krónur á bílinn á Þingvöllum "Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. 11. júlí 2015 07:00