Hin rússneska Sharapova og Búlgarinn Dimitrov hafa verið í saman í rúm tvö ár.
Um helgina fóru af stað orðrómar um að þau væru hætt saman og Dimitrov staðfesti síðan fregnirnar.
„Okkar leiðir hafa skilið. Við áttum yndislegar stundir saman og ég óska henni alls hins besta í framtíðinni," sagði Dimitrov.
Hinn 24 ára gamli Dimitrov er í 16. sæti heimslistans en Sharapova hefur unnið fimm risamót.
