Erlent

Donald Trump áfram efstur meðal Repúblikana

Bjarki Ármannsson skrifar
Donald Trump mælist með átján prósenta fylgi meðal Repúblikana.
Donald Trump mælist með átján prósenta fylgi meðal Repúblikana. Vísir/Getty
Donald Trump mælist með mest fylgi meðal Repúblikana í Bandaríkjunum af þeim sautján frambjóðendum sem sækjast eftir forsetaefnistilnefningu flokksins. Auðkýfingurinn hefur aukið fylgi sitt frá síðustu könnun, þrátt fyrir að hafa í millitíðinni valdið miklu fjaðrafoki með umdeildum ummælum sínum um John McCain, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Repúblikana.

Samkvæmt nýjustu könnun CNN nýtur Trump stuðning átján prósenta flokksmanna en Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Florida, fylgir rétt á eftir með fimmtán prósent. Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin, mælist með tíu prósenta fylgi, en enginn hinna fjórtán frambjóðendanna nær tíu prósentunum.

Forskot Trump er engan veginn gulltryggt. Það kemur fram í sömu könnun að 51 prósent Repúblikana telja of snemmt að segja hvaða frambjóðenda þeir muni styðja þegar að kosningum kemur. Flokksmenn virðast þó ekki enn hafa fengið nóg af hinni mjög svo viðburðaríku kosningaherferð Trump en 52 prósent þeirra segjast vilja sjá hann halda áfram að sækjast eftir tilnefningu flokksins.


Tengdar fréttir

Trump nýtur mests fylgis repúblikana

Auðkýfingurinn Donald Trump er með mest fylgi þeirra sem sækjast eftir útnefningu flokks repúblikana til forsetaframboðs í Bandaríkjunum samkvæmt nýrri könnun The Economist og YouGov.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×