Viðskipti innlent

Davíð Oddsson langtekjuhæstur fjölmiðlamanna

Bjarki Ármannsson skrifar
Davíð Oddsson í Landsdómi árið 2012.
Davíð Oddsson í Landsdómi árið 2012. Vísir/GVA
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, er langtekjuhæstur fjölmiðlamanna á Íslandi samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar. Davíð er þar skráður með rúmlega 3,3 milljónir króna í mánaðartekjur en aðeins einn annar á listanum er með yfir tvær milljónir á mánuði.

Sá er Jón Kristinn Laufdal Ólafsson, fyrrverandi auglýsingastjóri Fréttablaðsins, sem er með rétt rúmlega tvær milljónir króna á mánuði. Á eftir honum fylgja þeir Haraldur Johannesen, framkvæmdastjóri Árvakurs og annar ritstjóri Morgunblaðsins, með rúmlega 1,8 milljón á mánuði og Jón Gnarr, sem á dögunum tók við starfi ritstjóra innlendrar dagskráargerðar hjá 365, með rúmlega 1,5 milljónir á mánuði.

Egill Helgason, dagskráargerðarmaður á RÚV, er svo í fimmta sæti með tæpar 1,4 milljónir á mánuði. Ragnhildur Sverrisdóttir, kynningarfulltrúi Björgólfs Thors Björgólfssonar athafnamanns, er eina konan meðal þeirra tíu efstu. Hún er í níunda sæti listans með rúmlega 1,1 milljón á mánuði.

Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2014 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.


Tengdar fréttir

Kári tekjuhæstur á árinu

Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er með rúmlega 29 milljónir króna í mánaðarlaun samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×