Ferðasumarið við Snæfellsjökul: Eltu GPS-leiðbeiningar í rangan þjóðgarð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júlí 2015 10:30 Úr þjóðgarðinum Snæfellsjökli. vísir/pjetur (u.v) og myndir/guðbjörg „Sumarið hefur gengið mjög vel hingað til,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, þjóðgarðsvörður í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. „Veðrið hefur verið mjög gott sem hjálpar og hingað hefur komið margt fólk í sumar.“ Þjóðgarðurinn markast af svæði milli Hellissands og Gufuskála og liggur í kringum jökulinn allan. Að sunnan er hann markaður af Háahrauni. Ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á ferðir upp á jökul, þá bæði á troðurum og gönguferðir. Hægt er að fara í hellaferðir í Vatnshelli og í nágrenninu er fjölbreytt úrval afþreyingar. Sex landverðir vinna hjá þjóðgarðinum en þrír til fjórir þeirra eru við störf hverju sinni. Á þessu ári eru þeir við störf frá því í byrjun maí og út október en tímabilið hefur verið styttra hingað til. Aukafjárveiting gerir kleift að lengja tímabil þeirra. Að auki hafa tíu sjálfboðaliðar komið að starfinu en þeir unnu meðal annars að því að leggja stíga og uppbyggingu ýmissa innviða.Víða er lagfæringar þörf í þjóðgarðinum.mynd/guðbjörgAlltaf hægt að finna not fyrir meira fé „Það eru ýmis vandamál sem fylgja fleira fólki og breyttum ferðavenjum. Ekki er leyfilegt að gista innan þjóðgarðsins en margir hafa tekið upp á því að gista í bílum sínum á bílastæðum og ganga örna sinna út í móa. Við eltum klósettpappír út um allt í þjóðgarðinum. Þegar við spyrjum þá út í þetta hafa sumir svarað því að þeim sé sagt að þeir megi gista hvar sem er í eina nótt, landið sé markaðsett svona.“ Eins og á svo mörgum stöðum var þjóðgarðurinn ekki fullkomlega í stakk búinn til að taka á móti þessum aukna fjölda ferðamanna sem heimsótt hefur landið undanfarin ár. Salernisaðstöðu á staðnum sé til að mynda ábótavant. „Við höfum fengið aukið fé að undanförnu og getum því haft landverði hér fleiri mánuði ársins en áður og byggt upp göngustíga og palla,“ segir Guðbjörg en bætir við að meira verði að koma til. „Hér eru öll bílastæði sprungin og klósettin á Djúpalandssandi þarfnast endurbóta. Það væri líka frábært að geta boðið upp landvörslu enn lengur. Það er ekki vandamál að finna not fyrir peninginn hérna. “Fóru á rangan Þingvöll „Við erum reglulega spurð að því hvar sé hægt að finna lunda hér á svæðinu,“ segir Guðbjörg aðspurð um hvort hún muni eftir einhverju sérlega skemmtilegu sem á daga hennar hefur drifið í starfinu. „Lundana er erfitt að finna en það var mjög skondið þegar einn spurði hvort og þá hvar hann gæti fundið mörgæsir á svæðinu. Hann varð nokkuð vandræðalegur þegar hann áttaði sig á því að þær væri hvergi að finna á norðurhveli Jarðar.“ Hún minnist þess einnig þegar hingað komu ferðalangar fyrir nokkrum árum sem voru nýkomnir úr Reykjavík. Þeir höfðu ekið í þjóðgarðinn eftir leiðbeiningum GPS tækis en voru hálf villtir. „Þá kom í ljós að þeir voru staddir í vitlausum þjóðgarði. Þeir höfðu ætlað sér á Þingvelli og þeir höfðu að vísu farið á Þingvelli en það voru Þingvellir í Helgafellssveit! Það borgar sig ekki alltaf að treysta tækninni í blindni,“ segir hún og hlær. Landverðir þjóðgarðsins sjá einnig um friðlöndin að Arnarstapa, Hellnum og í Búðarhrauni. Guðbjörg segir að flestir ferðamenn séu jákvæðir og að það sé gaman að vinna með þeim og fyrir þá. „Þeir gefa svo mikið til baka. Þeim finnst landið svo fallegt, margt nýtt að sjá og eru forvitnir um lífið hér, það er gaman að ræða við þá. Nú rétt í þessu voru Svisslendingar að hrósa okkur fyrir hvað salernin væru hrein og gáfu okkur súkkulaði frá heimalandinu. Það er frábært að vinna við landvörslu.“Vísir mun í sumar fjalla um ferðamennsku á Íslandi og taka púlsinn á helstu ferðamannastöðum. Allar ábendingar og fréttaskot er snerta ferðamennsku á Íslandi með einum eða öðrum hætti eru vel þegnar á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill fleiri ferðamenn um vetur: Hálf milljón heimsækja Vík í ár en rými til aukningar Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segir ferðasumarið hafa gengið mjög vel í Mýrdalnum. 14. júlí 2015 10:48 Ferðasumarið á Seyðisfirði: Fólk smælar framan í heiminn og nýtur þrátt fyrir veðrið Bókunarstjóri á Seyðisfirði segir bæinn orðinn svo samheldinn og sjóaðan að íbúar geti tekið við öllu. 16. júlí 2015 21:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem banni nýjar virkjanir í lögunum Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Sjá meira
„Sumarið hefur gengið mjög vel hingað til,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, þjóðgarðsvörður í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. „Veðrið hefur verið mjög gott sem hjálpar og hingað hefur komið margt fólk í sumar.“ Þjóðgarðurinn markast af svæði milli Hellissands og Gufuskála og liggur í kringum jökulinn allan. Að sunnan er hann markaður af Háahrauni. Ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á ferðir upp á jökul, þá bæði á troðurum og gönguferðir. Hægt er að fara í hellaferðir í Vatnshelli og í nágrenninu er fjölbreytt úrval afþreyingar. Sex landverðir vinna hjá þjóðgarðinum en þrír til fjórir þeirra eru við störf hverju sinni. Á þessu ári eru þeir við störf frá því í byrjun maí og út október en tímabilið hefur verið styttra hingað til. Aukafjárveiting gerir kleift að lengja tímabil þeirra. Að auki hafa tíu sjálfboðaliðar komið að starfinu en þeir unnu meðal annars að því að leggja stíga og uppbyggingu ýmissa innviða.Víða er lagfæringar þörf í þjóðgarðinum.mynd/guðbjörgAlltaf hægt að finna not fyrir meira fé „Það eru ýmis vandamál sem fylgja fleira fólki og breyttum ferðavenjum. Ekki er leyfilegt að gista innan þjóðgarðsins en margir hafa tekið upp á því að gista í bílum sínum á bílastæðum og ganga örna sinna út í móa. Við eltum klósettpappír út um allt í þjóðgarðinum. Þegar við spyrjum þá út í þetta hafa sumir svarað því að þeim sé sagt að þeir megi gista hvar sem er í eina nótt, landið sé markaðsett svona.“ Eins og á svo mörgum stöðum var þjóðgarðurinn ekki fullkomlega í stakk búinn til að taka á móti þessum aukna fjölda ferðamanna sem heimsótt hefur landið undanfarin ár. Salernisaðstöðu á staðnum sé til að mynda ábótavant. „Við höfum fengið aukið fé að undanförnu og getum því haft landverði hér fleiri mánuði ársins en áður og byggt upp göngustíga og palla,“ segir Guðbjörg en bætir við að meira verði að koma til. „Hér eru öll bílastæði sprungin og klósettin á Djúpalandssandi þarfnast endurbóta. Það væri líka frábært að geta boðið upp landvörslu enn lengur. Það er ekki vandamál að finna not fyrir peninginn hérna. “Fóru á rangan Þingvöll „Við erum reglulega spurð að því hvar sé hægt að finna lunda hér á svæðinu,“ segir Guðbjörg aðspurð um hvort hún muni eftir einhverju sérlega skemmtilegu sem á daga hennar hefur drifið í starfinu. „Lundana er erfitt að finna en það var mjög skondið þegar einn spurði hvort og þá hvar hann gæti fundið mörgæsir á svæðinu. Hann varð nokkuð vandræðalegur þegar hann áttaði sig á því að þær væri hvergi að finna á norðurhveli Jarðar.“ Hún minnist þess einnig þegar hingað komu ferðalangar fyrir nokkrum árum sem voru nýkomnir úr Reykjavík. Þeir höfðu ekið í þjóðgarðinn eftir leiðbeiningum GPS tækis en voru hálf villtir. „Þá kom í ljós að þeir voru staddir í vitlausum þjóðgarði. Þeir höfðu ætlað sér á Þingvelli og þeir höfðu að vísu farið á Þingvelli en það voru Þingvellir í Helgafellssveit! Það borgar sig ekki alltaf að treysta tækninni í blindni,“ segir hún og hlær. Landverðir þjóðgarðsins sjá einnig um friðlöndin að Arnarstapa, Hellnum og í Búðarhrauni. Guðbjörg segir að flestir ferðamenn séu jákvæðir og að það sé gaman að vinna með þeim og fyrir þá. „Þeir gefa svo mikið til baka. Þeim finnst landið svo fallegt, margt nýtt að sjá og eru forvitnir um lífið hér, það er gaman að ræða við þá. Nú rétt í þessu voru Svisslendingar að hrósa okkur fyrir hvað salernin væru hrein og gáfu okkur súkkulaði frá heimalandinu. Það er frábært að vinna við landvörslu.“Vísir mun í sumar fjalla um ferðamennsku á Íslandi og taka púlsinn á helstu ferðamannastöðum. Allar ábendingar og fréttaskot er snerta ferðamennsku á Íslandi með einum eða öðrum hætti eru vel þegnar á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill fleiri ferðamenn um vetur: Hálf milljón heimsækja Vík í ár en rými til aukningar Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segir ferðasumarið hafa gengið mjög vel í Mýrdalnum. 14. júlí 2015 10:48 Ferðasumarið á Seyðisfirði: Fólk smælar framan í heiminn og nýtur þrátt fyrir veðrið Bókunarstjóri á Seyðisfirði segir bæinn orðinn svo samheldinn og sjóaðan að íbúar geti tekið við öllu. 16. júlí 2015 21:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem banni nýjar virkjanir í lögunum Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Sjá meira
Vill fleiri ferðamenn um vetur: Hálf milljón heimsækja Vík í ár en rými til aukningar Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segir ferðasumarið hafa gengið mjög vel í Mýrdalnum. 14. júlí 2015 10:48
Ferðasumarið á Seyðisfirði: Fólk smælar framan í heiminn og nýtur þrátt fyrir veðrið Bókunarstjóri á Seyðisfirði segir bæinn orðinn svo samheldinn og sjóaðan að íbúar geti tekið við öllu. 16. júlí 2015 21:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent