Rúnar Páll: Dómarinn var drullulélegur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júlí 2015 22:05 Rúnar Páll Sigmundsson var ósáttur við Belgann á flautunni. vísir/vilhelm Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 4-1 tap fyrir Celtic í kvöld og 6-1 samanlagt. Stjarnan komst yfir með marki Ólafs Karls Finsen snemma leiks en Celtic jafnaði metin á 33. mínútu. Rúnar Páll segir að það mark hafi aldrei átt að standa. „Við spiluðum vel í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var ekki góður þegar þeir skoruðu í upphafi síðari hálfleiks en heilt yfir var ég mjög stoltur af strákunum,“ sagði Rúnar Páll eftir leikinn í kvöld. „Þeir sköpuðu engin færi í fyrri hálfleik nema í föstum leikatriðum. Mér fannst fyrsta markið þeirra vera brot og mér fannst dómgæslan bregðast þar.“ Hann segir að 4-1 tap gefi slæma mynd af leiknum. „Þeir refsuðu okkur um leið og við gefum færi á okkur. Það var óþarfi að fá þessi tvö síðustu mörk á okkur því við spiluðum vel í stöðunni 2-1. Við hefðum getað jafnað þá og það hefði verið mjög skemmtilegt fyrir okkur.“ „Á 80. mínútu var ég mjög ánægður með liðið og stöðuna í leiknum. Það skemmdi augnablikið að fá síðustu tvö mörkin.“ Hann hrósaði sínum mönnum, sérstaklega fyrir markið og varnarleikinn í fyrri hálfleik. Þá segir hann ljóst að það var brotið á Stjörnumönnum í fyrsta marki Skotanna. „Hann [Ciftci] ýtir Pablo á Gunnar. Það er bara fríspark. Það er leiðinlegt að fá svoleiðis mark á sig.“ „Dómarinn var drullulélegur í þessum leik. Hann dæmdi illa og var óöruggur í öllum aðgerðum. Það bitnaði á báðum liðum þó svo að það hafi hallað aðeins meira á okkur.“ „Svona er þetta. Það er stutt á milli í þessu en eftir stendur að ég er hreykinn og stoltur af mínum mönnum í þessum tveimur viðureignum.“ „Ég vona að þetta gefi okkur kraft fyrir Pepsi-deildina því við höfum verið að spila feykilega vel. Auðvitað gefur það okkur byr undir báða vængi, sérstaklega ef við getum sýnt að við getum spilað góða vörn.“ Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58 Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 4-1 tap fyrir Celtic í kvöld og 6-1 samanlagt. Stjarnan komst yfir með marki Ólafs Karls Finsen snemma leiks en Celtic jafnaði metin á 33. mínútu. Rúnar Páll segir að það mark hafi aldrei átt að standa. „Við spiluðum vel í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var ekki góður þegar þeir skoruðu í upphafi síðari hálfleiks en heilt yfir var ég mjög stoltur af strákunum,“ sagði Rúnar Páll eftir leikinn í kvöld. „Þeir sköpuðu engin færi í fyrri hálfleik nema í föstum leikatriðum. Mér fannst fyrsta markið þeirra vera brot og mér fannst dómgæslan bregðast þar.“ Hann segir að 4-1 tap gefi slæma mynd af leiknum. „Þeir refsuðu okkur um leið og við gefum færi á okkur. Það var óþarfi að fá þessi tvö síðustu mörk á okkur því við spiluðum vel í stöðunni 2-1. Við hefðum getað jafnað þá og það hefði verið mjög skemmtilegt fyrir okkur.“ „Á 80. mínútu var ég mjög ánægður með liðið og stöðuna í leiknum. Það skemmdi augnablikið að fá síðustu tvö mörkin.“ Hann hrósaði sínum mönnum, sérstaklega fyrir markið og varnarleikinn í fyrri hálfleik. Þá segir hann ljóst að það var brotið á Stjörnumönnum í fyrsta marki Skotanna. „Hann [Ciftci] ýtir Pablo á Gunnar. Það er bara fríspark. Það er leiðinlegt að fá svoleiðis mark á sig.“ „Dómarinn var drullulélegur í þessum leik. Hann dæmdi illa og var óöruggur í öllum aðgerðum. Það bitnaði á báðum liðum þó svo að það hafi hallað aðeins meira á okkur.“ „Svona er þetta. Það er stutt á milli í þessu en eftir stendur að ég er hreykinn og stoltur af mínum mönnum í þessum tveimur viðureignum.“ „Ég vona að þetta gefi okkur kraft fyrir Pepsi-deildina því við höfum verið að spila feykilega vel. Auðvitað gefur það okkur byr undir báða vængi, sérstaklega ef við getum sýnt að við getum spilað góða vörn.“
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58 Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58
Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14