Flóðbylgja ferðafólks troðfyllir torfbæinn Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júlí 2015 20:29 Ráðamenn Glaumbæjar í Skagafirði segja blasa við að setja verði fjöldatakmarkanir á ferðamenn sem vilja skoða gamla torfbæinn. Hann sé of lítill fyrir flóðbylgju ferðamanna yfir hásumarið. Þetta kom fram í viðtali við Sigríði Sigurðardóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, í fréttum Stöðvar 2. Byggðasafnið í Glaumbæ er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Skagafjarðar. Þegar við stöldruðum við stóðu sex rútur á bílastæðinu auk fjölda einkabíla. Allir vilja skoða gamla torfbæinn en þegar mörghundruð manns eru á staðnum á sama tíma fer að verða flókið fyrir alla að komast inn.Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við vorum að vandræðast núna í gær og í fyrradag með yfir 600 manns þannig að það má ekki meira vera fyrir þennan gamla og litla bæ,“ segir Sigríður. Hann hafi þó verið með stærri torfbæjum á 19. öld. „En hann er lítill í samanburði við þær flóðbylgjur sem fara inn.“ Eins og annars staðar á landinu hefur gestafjöldinn snaraukist, einkum síðustu tvö árin. Þetta segir Sigríður farið að verða áhyggjuefni. Brugðist hafi verið við í sumar með því að setja gangstéttir í kringum torfbæinn. „Þannig að fólk geti gengið á gangstéttunum en ekki að troða niður grasið því það var alveg komið niður í svað í fyrra.“ Þurft hefur að setja upp skilti þar sem ferðamenn eru vinsamlegast beðnir um að ganga ekki á torfþökunum og nú velta menn því fyrir sér hvort setja þurfi takmarkanir á þann fjölda gesta sem getur verið inni í torfbænum hverju sinni. „Það blasir við, - á þessum tíma. Hópatakmarkanir,“ segir Sigríður. Hún vill þó ekki gera of mikið úr vandanum og flestir gangi vel um þessar fornminjar. „Þetta eru dásamlegir gestir yfirleitt. Það er einn og einn sem mætti hugsa sig betur um áður en hann gerir ákveðna ranga hluti. En það eru mjög fáir sem eru til vandræða miðað við allan fjöldann. Bara yfirleitt frábærir gestir.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ráðamenn Glaumbæjar í Skagafirði segja blasa við að setja verði fjöldatakmarkanir á ferðamenn sem vilja skoða gamla torfbæinn. Hann sé of lítill fyrir flóðbylgju ferðamanna yfir hásumarið. Þetta kom fram í viðtali við Sigríði Sigurðardóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, í fréttum Stöðvar 2. Byggðasafnið í Glaumbæ er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Skagafjarðar. Þegar við stöldruðum við stóðu sex rútur á bílastæðinu auk fjölda einkabíla. Allir vilja skoða gamla torfbæinn en þegar mörghundruð manns eru á staðnum á sama tíma fer að verða flókið fyrir alla að komast inn.Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við vorum að vandræðast núna í gær og í fyrradag með yfir 600 manns þannig að það má ekki meira vera fyrir þennan gamla og litla bæ,“ segir Sigríður. Hann hafi þó verið með stærri torfbæjum á 19. öld. „En hann er lítill í samanburði við þær flóðbylgjur sem fara inn.“ Eins og annars staðar á landinu hefur gestafjöldinn snaraukist, einkum síðustu tvö árin. Þetta segir Sigríður farið að verða áhyggjuefni. Brugðist hafi verið við í sumar með því að setja gangstéttir í kringum torfbæinn. „Þannig að fólk geti gengið á gangstéttunum en ekki að troða niður grasið því það var alveg komið niður í svað í fyrra.“ Þurft hefur að setja upp skilti þar sem ferðamenn eru vinsamlegast beðnir um að ganga ekki á torfþökunum og nú velta menn því fyrir sér hvort setja þurfi takmarkanir á þann fjölda gesta sem getur verið inni í torfbænum hverju sinni. „Það blasir við, - á þessum tíma. Hópatakmarkanir,“ segir Sigríður. Hún vill þó ekki gera of mikið úr vandanum og flestir gangi vel um þessar fornminjar. „Þetta eru dásamlegir gestir yfirleitt. Það er einn og einn sem mætti hugsa sig betur um áður en hann gerir ákveðna ranga hluti. En það eru mjög fáir sem eru til vandræða miðað við allan fjöldann. Bara yfirleitt frábærir gestir.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira