Flóðbylgja ferðafólks troðfyllir torfbæinn Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júlí 2015 20:29 Ráðamenn Glaumbæjar í Skagafirði segja blasa við að setja verði fjöldatakmarkanir á ferðamenn sem vilja skoða gamla torfbæinn. Hann sé of lítill fyrir flóðbylgju ferðamanna yfir hásumarið. Þetta kom fram í viðtali við Sigríði Sigurðardóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, í fréttum Stöðvar 2. Byggðasafnið í Glaumbæ er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Skagafjarðar. Þegar við stöldruðum við stóðu sex rútur á bílastæðinu auk fjölda einkabíla. Allir vilja skoða gamla torfbæinn en þegar mörghundruð manns eru á staðnum á sama tíma fer að verða flókið fyrir alla að komast inn.Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við vorum að vandræðast núna í gær og í fyrradag með yfir 600 manns þannig að það má ekki meira vera fyrir þennan gamla og litla bæ,“ segir Sigríður. Hann hafi þó verið með stærri torfbæjum á 19. öld. „En hann er lítill í samanburði við þær flóðbylgjur sem fara inn.“ Eins og annars staðar á landinu hefur gestafjöldinn snaraukist, einkum síðustu tvö árin. Þetta segir Sigríður farið að verða áhyggjuefni. Brugðist hafi verið við í sumar með því að setja gangstéttir í kringum torfbæinn. „Þannig að fólk geti gengið á gangstéttunum en ekki að troða niður grasið því það var alveg komið niður í svað í fyrra.“ Þurft hefur að setja upp skilti þar sem ferðamenn eru vinsamlegast beðnir um að ganga ekki á torfþökunum og nú velta menn því fyrir sér hvort setja þurfi takmarkanir á þann fjölda gesta sem getur verið inni í torfbænum hverju sinni. „Það blasir við, - á þessum tíma. Hópatakmarkanir,“ segir Sigríður. Hún vill þó ekki gera of mikið úr vandanum og flestir gangi vel um þessar fornminjar. „Þetta eru dásamlegir gestir yfirleitt. Það er einn og einn sem mætti hugsa sig betur um áður en hann gerir ákveðna ranga hluti. En það eru mjög fáir sem eru til vandræða miðað við allan fjöldann. Bara yfirleitt frábærir gestir.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Ráðamenn Glaumbæjar í Skagafirði segja blasa við að setja verði fjöldatakmarkanir á ferðamenn sem vilja skoða gamla torfbæinn. Hann sé of lítill fyrir flóðbylgju ferðamanna yfir hásumarið. Þetta kom fram í viðtali við Sigríði Sigurðardóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, í fréttum Stöðvar 2. Byggðasafnið í Glaumbæ er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Skagafjarðar. Þegar við stöldruðum við stóðu sex rútur á bílastæðinu auk fjölda einkabíla. Allir vilja skoða gamla torfbæinn en þegar mörghundruð manns eru á staðnum á sama tíma fer að verða flókið fyrir alla að komast inn.Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við vorum að vandræðast núna í gær og í fyrradag með yfir 600 manns þannig að það má ekki meira vera fyrir þennan gamla og litla bæ,“ segir Sigríður. Hann hafi þó verið með stærri torfbæjum á 19. öld. „En hann er lítill í samanburði við þær flóðbylgjur sem fara inn.“ Eins og annars staðar á landinu hefur gestafjöldinn snaraukist, einkum síðustu tvö árin. Þetta segir Sigríður farið að verða áhyggjuefni. Brugðist hafi verið við í sumar með því að setja gangstéttir í kringum torfbæinn. „Þannig að fólk geti gengið á gangstéttunum en ekki að troða niður grasið því það var alveg komið niður í svað í fyrra.“ Þurft hefur að setja upp skilti þar sem ferðamenn eru vinsamlegast beðnir um að ganga ekki á torfþökunum og nú velta menn því fyrir sér hvort setja þurfi takmarkanir á þann fjölda gesta sem getur verið inni í torfbænum hverju sinni. „Það blasir við, - á þessum tíma. Hópatakmarkanir,“ segir Sigríður. Hún vill þó ekki gera of mikið úr vandanum og flestir gangi vel um þessar fornminjar. „Þetta eru dásamlegir gestir yfirleitt. Það er einn og einn sem mætti hugsa sig betur um áður en hann gerir ákveðna ranga hluti. En það eru mjög fáir sem eru til vandræða miðað við allan fjöldann. Bara yfirleitt frábærir gestir.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira