Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns T'omas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 20:03 Ronny Deila ræðir við leikmenn sína fyrir æfinguna í kvöld. vísir/andri marinó Ronny Deila, knattspyrnustjóri Celtic, býst ekki við öðru en skosku meistaranir fari áfram þegar liðið mætir Stjörnunni öðru sinni í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar á Samsung-vellinum annað kvöld. Celtic vann fyrri leikinn ytra, 2-0, þar sem Gunnar Nielsen, færeyski landsliðsmarkvörðurinn í liði Stjörnunnar, fór á kostum. „Stjarnan er gott lið sem leggur mikið á sig, er skipulagt og erfitt að brjóta á bak aftur. Það spilaði aftarlega gegn okkur og því áttum við í vandræðum með að skora til að byrja með,“ sagði Deila við Vísi á Samsung-vellinum í kvöld. „Stjarnan fékk nokkur ágætis færi í byrjun seinni hálfleiks. Þetta er fínt lið en við eigum að vera betri.“ Celtic gæti verið í enn betri stöðu fyrir seinni leikinn, en er Stjarnan nógu gott lið til að skora tvívegis á skosku meistarana? „Öll lið geta skorað á okkur ef við spilum illa en ef við spilum vel eigum við góðan möguleika á að vinna leikinn,“ sagði Deila.Ronny Deila og Craig Gordon, markvörður Celtic, á blaðamannafundinum í kvöld.vísir/tomVanir að spila á litlum völlum Fyrsti leikur hans með Celtic-liðið var gegn KR á sama stað í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Þá vann liðið nauman sigur á útivelli en pakkaði Vesturbæingum svo saman á Celtic Park. Telur hann betra að byrja á útivelli? „Það er erfitt að segja til um. Ég bara veit það ekki. Oftast er betra að spila á útivelli fyrst en það er ekkert sem maður ræður við,“ sagði Deila sem telur að það verði ekkert mál fyrir sína stráka að gíra sig upp í leikinn fyrir framan 1.000 manna stúku í Garðabænum. „Leikmennirnir eru vanir því frá Skotlandi. Við erum heppnir að vera með 50.000 manns á vellinum á hverjum leik en svo getum við spilað útileiki á móti liðum þar sem eru eitt til tvö þúsund manns,“ sagði Norðmaðurinn. „Þeir eru vanir mismunandi leikvöngum og mismunandi völlum. Ég hef því engar áhyggjur af því.“ Aðspurður að lokum hvort hann telji að gervigrasið muni hafa áhrif annað kvöld sagði Deila: „Strákarnir hafa spilað leiki á gervigrasi og unnið þá alla. Við fáum líka að æfa á vellinum í kvöld. Góð lið vinna sama á hvaða velli þau spila.“ Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Ronny Deila, knattspyrnustjóri Celtic, býst ekki við öðru en skosku meistaranir fari áfram þegar liðið mætir Stjörnunni öðru sinni í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar á Samsung-vellinum annað kvöld. Celtic vann fyrri leikinn ytra, 2-0, þar sem Gunnar Nielsen, færeyski landsliðsmarkvörðurinn í liði Stjörnunnar, fór á kostum. „Stjarnan er gott lið sem leggur mikið á sig, er skipulagt og erfitt að brjóta á bak aftur. Það spilaði aftarlega gegn okkur og því áttum við í vandræðum með að skora til að byrja með,“ sagði Deila við Vísi á Samsung-vellinum í kvöld. „Stjarnan fékk nokkur ágætis færi í byrjun seinni hálfleiks. Þetta er fínt lið en við eigum að vera betri.“ Celtic gæti verið í enn betri stöðu fyrir seinni leikinn, en er Stjarnan nógu gott lið til að skora tvívegis á skosku meistarana? „Öll lið geta skorað á okkur ef við spilum illa en ef við spilum vel eigum við góðan möguleika á að vinna leikinn,“ sagði Deila.Ronny Deila og Craig Gordon, markvörður Celtic, á blaðamannafundinum í kvöld.vísir/tomVanir að spila á litlum völlum Fyrsti leikur hans með Celtic-liðið var gegn KR á sama stað í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Þá vann liðið nauman sigur á útivelli en pakkaði Vesturbæingum svo saman á Celtic Park. Telur hann betra að byrja á útivelli? „Það er erfitt að segja til um. Ég bara veit það ekki. Oftast er betra að spila á útivelli fyrst en það er ekkert sem maður ræður við,“ sagði Deila sem telur að það verði ekkert mál fyrir sína stráka að gíra sig upp í leikinn fyrir framan 1.000 manna stúku í Garðabænum. „Leikmennirnir eru vanir því frá Skotlandi. Við erum heppnir að vera með 50.000 manns á vellinum á hverjum leik en svo getum við spilað útileiki á móti liðum þar sem eru eitt til tvö þúsund manns,“ sagði Norðmaðurinn. „Þeir eru vanir mismunandi leikvöngum og mismunandi völlum. Ég hef því engar áhyggjur af því.“ Aðspurður að lokum hvort hann telji að gervigrasið muni hafa áhrif annað kvöld sagði Deila: „Strákarnir hafa spilað leiki á gervigrasi og unnið þá alla. Við fáum líka að æfa á vellinum í kvöld. Góð lið vinna sama á hvaða velli þau spila.“
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira