Þingmaður hoppaði úr sér stressið og setti húsið á sölu Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júlí 2015 12:45 Hér má sjá glitta í hið stresslosandi trampólín. Vísir/fasteign Þó svo að þingmaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir hafi sett hús sitt í Reykjanesbæ á sölu þurfa kjósendur í Suðurkjördæmi ekki að örvænta. Hún segist ekki alls ekki vera á leið úr kjördæminu og vill í raun hvergi annars staðar búa en á Suðurnesjum. Heimili Silju Daggar að Seljudal 5 í Reykjanesbæ er nú komið á sölu hjá fasteignasölunni Brú en hún og maður hennar reistu húsið sjálf árið 2008. Húsið eru rúmir 200 fermetrar að stærð og stendur ekki allsendis langt frá flæðarmálinu. Í samtali við Vísi segir framsóknarkonan að einungis praktískar ástæður búi að baki flutningunum. Fjölskyldan vilji minnka við sig eftir að elsta barnið á heimilinu flaug úr hreiðrinu. Þrátt fyrir að Silja og hennar slekti séu ekki búin að finna sér nýjan íverustað segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því að vera steypa sér í mikið óvissulimbó ef af sölunni verður á næstu misserum. Fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér og hefur hún litla trú á öðru en að leit hennar að minni og jafnvel eldri eign muni ganga skjótt og öruggt fyrir sig. Hún segist muna sjá mikið eftir því að búa í húsinu - sem hún líkir við það að búa í sumarbústað. Ekki síst vegna heita pottsins sem hún leitaði oft í eftir langan dag á þinginu. Trampólínið muni hún þó taka með sér enda segir Silja að það hafi gert sama gagn og heiti potturinn. Fátt sé betra eftir langan átakadag á Alþingi en að hoppa á trampólíninu að sögn þingmannsins. Myndir af framsóknarvillu Silju Daggar má nálgast hér að ofan og nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis. Alþingi Hús og heimili Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira
Þó svo að þingmaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir hafi sett hús sitt í Reykjanesbæ á sölu þurfa kjósendur í Suðurkjördæmi ekki að örvænta. Hún segist ekki alls ekki vera á leið úr kjördæminu og vill í raun hvergi annars staðar búa en á Suðurnesjum. Heimili Silju Daggar að Seljudal 5 í Reykjanesbæ er nú komið á sölu hjá fasteignasölunni Brú en hún og maður hennar reistu húsið sjálf árið 2008. Húsið eru rúmir 200 fermetrar að stærð og stendur ekki allsendis langt frá flæðarmálinu. Í samtali við Vísi segir framsóknarkonan að einungis praktískar ástæður búi að baki flutningunum. Fjölskyldan vilji minnka við sig eftir að elsta barnið á heimilinu flaug úr hreiðrinu. Þrátt fyrir að Silja og hennar slekti séu ekki búin að finna sér nýjan íverustað segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því að vera steypa sér í mikið óvissulimbó ef af sölunni verður á næstu misserum. Fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér og hefur hún litla trú á öðru en að leit hennar að minni og jafnvel eldri eign muni ganga skjótt og öruggt fyrir sig. Hún segist muna sjá mikið eftir því að búa í húsinu - sem hún líkir við það að búa í sumarbústað. Ekki síst vegna heita pottsins sem hún leitaði oft í eftir langan dag á þinginu. Trampólínið muni hún þó taka með sér enda segir Silja að það hafi gert sama gagn og heiti potturinn. Fátt sé betra eftir langan átakadag á Alþingi en að hoppa á trampólíninu að sögn þingmannsins. Myndir af framsóknarvillu Silju Daggar má nálgast hér að ofan og nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis.
Alþingi Hús og heimili Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira