Dunkin' Donuts opnar á miðvikudag Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 31. júlí 2015 19:22 Það hefur ekki farið framhjá neinum að bandaríski kleinuhringjarisinn Dunkin' Donuts er að opna hér á landi. Viðtökurnar hafa að vissu leyti verið blendnar, en fyrir þá allra spenntustu er biðin á enda því staðurinn opnar fljótlega eftir helgi. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Þetta er búið að taka langan tíma. Það eru 18 mánuðir síðan að við hófum þetta ferli með Dunkin, en síðustu vikur hafa verið virkilega spennandi. Við erum búin að vera með fólk í þjálfun erlendis og síðan að þjálfa starfsmenn hér heima og nú er þetta allt að fara að bresta á,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin' Donuts á Íslandi. Staðurinn við Laugaveg opnar formlega á miðvikudaginn en alls er fyrirhugað að opna 16 staði hér á landi. Árni segir Dunkin Donuts kominn til að vera og á von að Íslendingar taki staðnum vel. „Já ég á von á því. Við höfum allavega fengið rosalega góðar viðtökur. Það er fjöldinn allur sem er að fylgjast með okkur á Facebook og mikill spenningur fyrir því að koma og prófa. Við höfum verið hér síðustu daga að stilla staðinn af og klára þjálfun á starfsfólki og það er endalaus straumur af fólki sem vill koma og prófa,“ segir Árni. Ljóst er að það verða ekki bara Íslendingar sem munu sækja staðina 16, enda komu hingað til lands í fyrra rúmlega 150 þúsund bandarískir ferðamenn sem munu áreiðanlega fá sér nokkra svona. „Já þetta verður svona samblanda af Íslendingum og ferðamönnum. Ferðamenn hafa verið mjög áhugasamir um hvenær við opnum,“ segir Árni. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að bandaríski kleinuhringjarisinn Dunkin' Donuts er að opna hér á landi. Viðtökurnar hafa að vissu leyti verið blendnar, en fyrir þá allra spenntustu er biðin á enda því staðurinn opnar fljótlega eftir helgi. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Þetta er búið að taka langan tíma. Það eru 18 mánuðir síðan að við hófum þetta ferli með Dunkin, en síðustu vikur hafa verið virkilega spennandi. Við erum búin að vera með fólk í þjálfun erlendis og síðan að þjálfa starfsmenn hér heima og nú er þetta allt að fara að bresta á,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin' Donuts á Íslandi. Staðurinn við Laugaveg opnar formlega á miðvikudaginn en alls er fyrirhugað að opna 16 staði hér á landi. Árni segir Dunkin Donuts kominn til að vera og á von að Íslendingar taki staðnum vel. „Já ég á von á því. Við höfum allavega fengið rosalega góðar viðtökur. Það er fjöldinn allur sem er að fylgjast með okkur á Facebook og mikill spenningur fyrir því að koma og prófa. Við höfum verið hér síðustu daga að stilla staðinn af og klára þjálfun á starfsfólki og það er endalaus straumur af fólki sem vill koma og prófa,“ segir Árni. Ljóst er að það verða ekki bara Íslendingar sem munu sækja staðina 16, enda komu hingað til lands í fyrra rúmlega 150 þúsund bandarískir ferðamenn sem munu áreiðanlega fá sér nokkra svona. „Já þetta verður svona samblanda af Íslendingum og ferðamönnum. Ferðamenn hafa verið mjög áhugasamir um hvenær við opnum,“ segir Árni.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira