Flóttinn úr Digranesinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. júlí 2015 07:00 Bjarka Sigurðssonar bíður erfitt verkefni að koma HK í hóp þeirra bestu á ný. vísir/andri marinó „Við erum búnir að missa helvíti mikið. Það er ekki hægt að neita því,“ segir Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, en hann hefur mátt sjá á bak heilum sjö lykilmönnum í sumar. Það er heilt lið í handbolta. HK féll úr Olís-deildinni síðasta vetur og bestu menn liðsins hafa ákveðið að reyna fyrir sér með öðrum liðum í efstu deild og einn fór til Svíþjóðar. Þó svo þetta sé mikið högg þá er Bjarki ekki af baki dottinn. „Ég verð áfram með liðið og Jón Gunnlaugur Viggósson mun aðstoða mig ásamt því sem hann sér um 2. og 3. flokk. Þetta verður bara uppbygging hjá okkur og kannski bætum við við okkur eldri leikmönnum til að fá smá reynslu.“ Bjarki segir að það séu ekki til neinir peningar fyrir útlendingum og liðið verði byggt upp á þeim strákum sem eru eftir hjá félaginu. „Annar flokkurinn okkar er mjög efnilegur. Það verður álag á þeim strákum næsta vetur. Við ætlum að vinna með þessa drengi og sjá til þess að þeir beri uppi merki félagsins um ókomin ár. Þetta eru hungraðir strákar sem vilja æfa eins og skepnur.“ Bjarki segir að umhverfið í handboltaheiminum í dag geri liðum afar erfitt fyrir að byggja upp lið. „Ég er auðvitað svolítið fúll yfir því að flóttinn sé svona svaðalegur hjá okkur. Ég geri mér að sama skapi grein fyrir því að menn vilja spila í efstu deild. Þessir samningar í dag eru líka bara eitt plús eitt ár. Það eru í raun bara eins árs samningar. Leikmenn geta því alltaf hlaupið í burtu hvert sumar. Ég er búinn að vera í þessu lengi og veit að það tekur að minnsta kosti eitt ár að búa til lið. Í gamla daga voru þetta 2 plús einn samningar og þá var þetta auðveldara.“Lárus Helgi er einn þeirra sem hafa farið frá HK í sumar.vísir/andri marinóÞessir hafa flúið úr Digranesinu í sumar:Atli Karl Bachmann - Víkingur Daði Laxdal Gautason - Grótta Garðar Svansson - FH Guðni Már Kristinsson - líklega á leið í Aftureldingu Leó Snær Pétursson - HK Malmö Þorgrímur Smári Ólafsson - Fram Lárus Helgi Ólafsson - Grótta Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
„Við erum búnir að missa helvíti mikið. Það er ekki hægt að neita því,“ segir Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, en hann hefur mátt sjá á bak heilum sjö lykilmönnum í sumar. Það er heilt lið í handbolta. HK féll úr Olís-deildinni síðasta vetur og bestu menn liðsins hafa ákveðið að reyna fyrir sér með öðrum liðum í efstu deild og einn fór til Svíþjóðar. Þó svo þetta sé mikið högg þá er Bjarki ekki af baki dottinn. „Ég verð áfram með liðið og Jón Gunnlaugur Viggósson mun aðstoða mig ásamt því sem hann sér um 2. og 3. flokk. Þetta verður bara uppbygging hjá okkur og kannski bætum við við okkur eldri leikmönnum til að fá smá reynslu.“ Bjarki segir að það séu ekki til neinir peningar fyrir útlendingum og liðið verði byggt upp á þeim strákum sem eru eftir hjá félaginu. „Annar flokkurinn okkar er mjög efnilegur. Það verður álag á þeim strákum næsta vetur. Við ætlum að vinna með þessa drengi og sjá til þess að þeir beri uppi merki félagsins um ókomin ár. Þetta eru hungraðir strákar sem vilja æfa eins og skepnur.“ Bjarki segir að umhverfið í handboltaheiminum í dag geri liðum afar erfitt fyrir að byggja upp lið. „Ég er auðvitað svolítið fúll yfir því að flóttinn sé svona svaðalegur hjá okkur. Ég geri mér að sama skapi grein fyrir því að menn vilja spila í efstu deild. Þessir samningar í dag eru líka bara eitt plús eitt ár. Það eru í raun bara eins árs samningar. Leikmenn geta því alltaf hlaupið í burtu hvert sumar. Ég er búinn að vera í þessu lengi og veit að það tekur að minnsta kosti eitt ár að búa til lið. Í gamla daga voru þetta 2 plús einn samningar og þá var þetta auðveldara.“Lárus Helgi er einn þeirra sem hafa farið frá HK í sumar.vísir/andri marinóÞessir hafa flúið úr Digranesinu í sumar:Atli Karl Bachmann - Víkingur Daði Laxdal Gautason - Grótta Garðar Svansson - FH Guðni Már Kristinsson - líklega á leið í Aftureldingu Leó Snær Pétursson - HK Malmö Þorgrímur Smári Ólafsson - Fram Lárus Helgi Ólafsson - Grótta
Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira