Miklar líkur á að fundið sé brak úr MH 370 Heimir Már Pétursson skrifar 30. júlí 2015 21:00 Margt bendir til að loks hafi fundist brak úr flugvél Malysian sem hvarf með tæplega þrjúhundruð manns innanborðs fyrir rúmu ári, eftir að brot úr væng fannst á smáeyju í Indlandshafi. Mikil og víðfem leit hefur verið gerð að Boeing 777 farþegaflugvél Malysian Airlines frá því hún hvarf á flugleið MH370 frá Kuala Lumpur til Peking í mars á síðasta ári, án árangurs hingað til. Um borð voru 239 farþegar og áhöfn. Íbúar á smáeyjunni Reunion á Indlandshafi fundu tveggja metra langan vængbút á ströndinni í gær sem við fyrstu sýn virðist vera úr Boeing 777 farþegaþotu en aðeins einnrar slíkrar flugvélar er saknað í heiminum. „Sérfræðingar frá Boeing og fleiri aðilum fara á staðinn til að kanna hvort þetta sé hluti af Boeing 777 flugvél. Ef svo reynist þarf að sannreyna að hluturinn sé úr flugvélinni sem er saknað,“ segir Warren Truss aðstoarforsætisráðherra Ástralíu. En Ástralir hafa stjórnað leitinni að flugvélinni. Í dag fannst síðan illa farin en heil ferðataska sem líklegt er að hafi verið um borð í flugvélinni. Ef vænghlutinn og ferðataskan eru úr MH370 flugvélinni hafa þau rekið um fimm þúsund sjómílur frá þeim stað þar sem flugvélin hvarf af ratsjá flugumferðarstjórnar. Reunion eyja heyrir undir Frakka og verður brakið sent til Frakklands til nánari skoðunar. Á meðan bíða ættingjar í örvæntingu en flestir farþeganna voru frá Kína. „Ef brakið reynist vera úr MH 370 mun það vonandi gefa fjölskyldum farþeganna einhvers konar lok á málinu og það tel ég vera það mikilvægasta sem gæti gerst. Ef hægt verður að staðfesta án nokkurs vafa að flugvélin hafi hrapað í hafið mun það auka skilning fólks á því sem gerðist,“ segir Truss. Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Verkfræðingur Boeing segir brakið úr sömu flugvélagerð og MH370 Flugvélabrak hefur fundist á eyjunni Reunion og er nú kannað hvort það sé úr MH370 sem hvarf sporlaust í mars á síðasta ári. 29. júlí 2015 22:45 Leifar af ferðatösku hafa fundist á Reunion Taskan fannst í fjöruborðinu nærri þeim stað þar sem brak úr Boeing 777 vél fannst í gær. 30. júlí 2015 10:00 Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Margt bendir til að loks hafi fundist brak úr flugvél Malysian sem hvarf með tæplega þrjúhundruð manns innanborðs fyrir rúmu ári, eftir að brot úr væng fannst á smáeyju í Indlandshafi. Mikil og víðfem leit hefur verið gerð að Boeing 777 farþegaflugvél Malysian Airlines frá því hún hvarf á flugleið MH370 frá Kuala Lumpur til Peking í mars á síðasta ári, án árangurs hingað til. Um borð voru 239 farþegar og áhöfn. Íbúar á smáeyjunni Reunion á Indlandshafi fundu tveggja metra langan vængbút á ströndinni í gær sem við fyrstu sýn virðist vera úr Boeing 777 farþegaþotu en aðeins einnrar slíkrar flugvélar er saknað í heiminum. „Sérfræðingar frá Boeing og fleiri aðilum fara á staðinn til að kanna hvort þetta sé hluti af Boeing 777 flugvél. Ef svo reynist þarf að sannreyna að hluturinn sé úr flugvélinni sem er saknað,“ segir Warren Truss aðstoarforsætisráðherra Ástralíu. En Ástralir hafa stjórnað leitinni að flugvélinni. Í dag fannst síðan illa farin en heil ferðataska sem líklegt er að hafi verið um borð í flugvélinni. Ef vænghlutinn og ferðataskan eru úr MH370 flugvélinni hafa þau rekið um fimm þúsund sjómílur frá þeim stað þar sem flugvélin hvarf af ratsjá flugumferðarstjórnar. Reunion eyja heyrir undir Frakka og verður brakið sent til Frakklands til nánari skoðunar. Á meðan bíða ættingjar í örvæntingu en flestir farþeganna voru frá Kína. „Ef brakið reynist vera úr MH 370 mun það vonandi gefa fjölskyldum farþeganna einhvers konar lok á málinu og það tel ég vera það mikilvægasta sem gæti gerst. Ef hægt verður að staðfesta án nokkurs vafa að flugvélin hafi hrapað í hafið mun það auka skilning fólks á því sem gerðist,“ segir Truss.
Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Verkfræðingur Boeing segir brakið úr sömu flugvélagerð og MH370 Flugvélabrak hefur fundist á eyjunni Reunion og er nú kannað hvort það sé úr MH370 sem hvarf sporlaust í mars á síðasta ári. 29. júlí 2015 22:45 Leifar af ferðatösku hafa fundist á Reunion Taskan fannst í fjöruborðinu nærri þeim stað þar sem brak úr Boeing 777 vél fannst í gær. 30. júlí 2015 10:00 Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Verkfræðingur Boeing segir brakið úr sömu flugvélagerð og MH370 Flugvélabrak hefur fundist á eyjunni Reunion og er nú kannað hvort það sé úr MH370 sem hvarf sporlaust í mars á síðasta ári. 29. júlí 2015 22:45
Leifar af ferðatösku hafa fundist á Reunion Taskan fannst í fjöruborðinu nærri þeim stað þar sem brak úr Boeing 777 vél fannst í gær. 30. júlí 2015 10:00
Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29