Fylgja eftir ábendingum vegna næturklúbbsins Shooter Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 30. júlí 2015 20:00 Lögregla fylgist með starfsemi næturklúbbsins Shooter í Austurstræti og aðstæðum útlenskra kvenna sem vinna á staðnum. En ábendingar hafa borist lögreglu um kjör þeirra og aðstæður. Um herraklúbb“ er að ræða samkvæmt heimasíðu staðarins sem segist bjóða upp á „bestu fullorðinsskemmtun“ í Reykjavík. Aldís Hilmarsdóttir segir lögreglu hafa borist ábendingar um meint vafasöm atvik í tengslum við rekstur staðarins og þær ábendingar séu til skoðunar hjá lögreglu. Hún vill ekki staðfesta að grunur sé um vændi á staðnum. „Við höfum fengið ábendingar um þessa starfsemi og höfum tekið þær til skoðunar og erum að skoða þær ábendingar og upplýsingar sem við höfum?“ En hvers konar upplýsingar? Og hvers konar atvik? „Ég get ekki tjáð mig um það að svo stöddu. Það varðar bæði rekstur staðarins og meintan íverustað stúlknanna.“Dagblaðið Stundin greindi frá því í dag að skemmtistaðurinn væri til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um milligöngu með vændi. Í frétt um málið er greint frá því að konur sem starfa á klúbbnum búi í húsi í austurborginni og rætt við nágranna sem eru uggandi vegna þess sem þeir hafa orðið vitni að fyrir utan húsið. Við fórum að umræddu húsi í austurborginni. Kona sem kom til dyra er starfsmaður á klúbbnum og sýndi vegabréf sitt til þess að sýna að hún væri frjáls ferða sinna. Hún vildi ekki gefa uppi hversu margar konur dvelja í húsinu. Hún sagðist orðin þreytt á umfjöllunum fjölmiðla. Það hefði komið fram að ekkert vændi væri stundað á klúbbnum. „Það er ekkert í gangi, veistu hvað margir íslenskir menn koma þangað og spyrja um kynlíf, og allir neita þeim um það. Af hverju talið þið ekki saman?“ Er ekkert slíkt í gangi á þessum stað? „Nei og ég verð forviða þegar ég heyri þessa andskotans vitleysu.“ Skroll-m-box-tv forsíða kvöldfréttir stöð 2 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Lögregla fylgist með starfsemi næturklúbbsins Shooter í Austurstræti og aðstæðum útlenskra kvenna sem vinna á staðnum. En ábendingar hafa borist lögreglu um kjör þeirra og aðstæður. Um herraklúbb“ er að ræða samkvæmt heimasíðu staðarins sem segist bjóða upp á „bestu fullorðinsskemmtun“ í Reykjavík. Aldís Hilmarsdóttir segir lögreglu hafa borist ábendingar um meint vafasöm atvik í tengslum við rekstur staðarins og þær ábendingar séu til skoðunar hjá lögreglu. Hún vill ekki staðfesta að grunur sé um vændi á staðnum. „Við höfum fengið ábendingar um þessa starfsemi og höfum tekið þær til skoðunar og erum að skoða þær ábendingar og upplýsingar sem við höfum?“ En hvers konar upplýsingar? Og hvers konar atvik? „Ég get ekki tjáð mig um það að svo stöddu. Það varðar bæði rekstur staðarins og meintan íverustað stúlknanna.“Dagblaðið Stundin greindi frá því í dag að skemmtistaðurinn væri til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um milligöngu með vændi. Í frétt um málið er greint frá því að konur sem starfa á klúbbnum búi í húsi í austurborginni og rætt við nágranna sem eru uggandi vegna þess sem þeir hafa orðið vitni að fyrir utan húsið. Við fórum að umræddu húsi í austurborginni. Kona sem kom til dyra er starfsmaður á klúbbnum og sýndi vegabréf sitt til þess að sýna að hún væri frjáls ferða sinna. Hún vildi ekki gefa uppi hversu margar konur dvelja í húsinu. Hún sagðist orðin þreytt á umfjöllunum fjölmiðla. Það hefði komið fram að ekkert vændi væri stundað á klúbbnum. „Það er ekkert í gangi, veistu hvað margir íslenskir menn koma þangað og spyrja um kynlíf, og allir neita þeim um það. Af hverju talið þið ekki saman?“ Er ekkert slíkt í gangi á þessum stað? „Nei og ég verð forviða þegar ég heyri þessa andskotans vitleysu.“
Skroll-m-box-tv forsíða kvöldfréttir stöð 2 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira