Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2015 23:08 Séð úr íbúð á Kirkjuvöllum á meðan aðgerðum lögreglu stóð. Vísir Uppfært klukkan 01:04 Lögregla hefur yfirbugað manninn og er hann nú á leið í varðhald samkvæmt heimildum Vísis.Þetta vitum við um aðgerð sérsveitar lögreglu í Vallahverfinu í kvöld:Sérsveitarmenn sátu um íbúð á 5. hæð í fjölbýlishúsi við Kirkjuvelli 7 í HafnarfirðiAðgerðin beindist gegn einstaklingi í íbúðinni sem hefur endurtekið komið við sögu lögregluÍbúi á 6. hæð heyrði öskur og læti úr íbúðinni fyrr um kvöldiðLokað var fyrir umferð inn í VallarhverfiðLögregla hvatti fólk til að halda sig innandyra Uppfært klukkan 00:24Sérsveitarmenn eru enn að störfum á ganginum í blokkinni við Kirkjuvelli 7. Öskur hafa heyrst í húsinu. Uppfært klukkan 00:17Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir á Facebook-síðu íbúa Vallahverfis að hún hafi verið að ræða við lögregluna. Segist lögreglan búast við að aðgerðir að vettvangi taki ekki mjög langan tíma, að um sé að ræða einstakling í einni íbúð og það sé engin hætta á meðan fólk heldur sig fyrir utan lokuð svæði.Lokunarsvæðið. Síðan var innra lokunarsvæði sem var frekar óljóst þegar rætt var við lögreglu og munur á lokunarsvæðunum ekki skilgreindur.Posted by Fjarðarpósturinn - bæjarblað Hafnfirðinga on Sunday, August 9, 2015Loftmynd frá aðgerðum lögreglu við Kirkjuvelli.VísirUppfært klukkan 23:59Samkvæmt heimildum Vísis er íbúinn á Kirkjuvöllum, þaðan sem lætin bárust í kvöld, góðkunningi lögreglunnar. Hann var síðast dæmdur í tíu mánaða fangelsi í mars síðastliðnum en á langan afbrotaferil að baki. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu eða myndir á ritstjorn@visir.is Uppfært klukkan 23:45 Fjöldi sérsveitarmanna er á gangi á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi á Kirkjuvöllum 7 í Hafnarfirði. Ekki liggur ljóst fyrir en óhljóð bárust úr íbúð á hæðinni fyrr í kvöld. Benedikt Mewes, íbúi í blokkinni, segir við Vísi að hann hafi verið sofandi þegar hann vaknaði við óhljóðin. Sambýlismaður hans hafi heyrt afar hátt öskur úr íbúð á hæðinni fyrir neðan. Svo hafi verið barið af afli með járnstöng í handriðið á svölunum sem eru í sjónlínu frá svölum þeirra Benedikts. Benedikt telur því að ekki hafi verið um skothljóð að ræða eins og aðrir íbúar í hverfinu töldu sig hafa heyrt í kvöld. Biggi lögga tjáir sig um aðgerðir lögreglu á FacebookTil nágranna minna á Völlunum í Hafnarfirði. Þeir sem eru vakandi þegar þetta er skrifað og eru á fésbókini vita væ...Posted by Biggi lögga on Sunday, August 9, 2015Annar íbúi í blokkinni hringdi í lögreglu og eru sérsveitarmenn sem fyrr segir staddir á hæðinni þegar þetta er skrifað. Þeir höfðu ekki farið inn í íbúðina þegar Benedikt leit fram á gang um klukkan 23:35. Benedikt segir lögreglu hafa sagt sér að halda kyrru fyrir inni. Það vill hins vegar svo óheppilega til að hann þarf að vera kominn út á Keflavíkurflugvöll klukkan 01.Frá lögregluaðgerðum við Kirkjuvelli í kvöld.VísirUppfært klukkan 23:30 Fréttamaður 365 miðla á staðnum staðfestir að öllum leiðum inn í Vallarhverfið hafi verið lokað. Lögregla veitir engar upplýsingar um aðgerðina að svo komnu máli.Fréttin verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast.Fyrsta frétt Fjölmennt lið lögreglu er statt í Vallarhverfinu í Hafnarfirði og hefur verið frá því um klukkan 22:30 í kvöld. Götum hefur verið lokað og íbúum sagt að halda sig innandyra. Sérsveitarmenn eru á meðal lögreglumanna og hefur fjölgað mjög í teymi lögreglu undanfarna klukkustund. Íbúar á svæðinu segja að bæði sé búið að loka fyrir umferð um Kirkjuvelli og Bjarkavelli.Útsýni úr íbúð á Akurvöllum.Mynd/Guðmundur ÞórÖrvar Þór Guðmundsson, íbúi í hverfinu, lýsir því í hópnum Íbúar á Völlunum á Facebook hvernig þrír vopnaðir lögreglumenn hafi hlaupið framhjá bíl sínum og haldið inn á plan nærri Akurvöllum. Þá segjast aðrir íbúar hafa séð liðsmenn sérsveitar í garðinum hjá sér. Sjúkrabíll er til taks á svæðinu en ekki fást upplýsingar frá lögreglu enn sem komið er. Starfsmaður slökkviliðsins staðfesti við Vísi að lögregla væri í aðgerð og þeir væru til taks.Að neðan má sjá myndband frá lögregluaðgerðum í Hafnarfirði í kvöld. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Uppfært klukkan 01:04 Lögregla hefur yfirbugað manninn og er hann nú á leið í varðhald samkvæmt heimildum Vísis.Þetta vitum við um aðgerð sérsveitar lögreglu í Vallahverfinu í kvöld:Sérsveitarmenn sátu um íbúð á 5. hæð í fjölbýlishúsi við Kirkjuvelli 7 í HafnarfirðiAðgerðin beindist gegn einstaklingi í íbúðinni sem hefur endurtekið komið við sögu lögregluÍbúi á 6. hæð heyrði öskur og læti úr íbúðinni fyrr um kvöldiðLokað var fyrir umferð inn í VallarhverfiðLögregla hvatti fólk til að halda sig innandyra Uppfært klukkan 00:24Sérsveitarmenn eru enn að störfum á ganginum í blokkinni við Kirkjuvelli 7. Öskur hafa heyrst í húsinu. Uppfært klukkan 00:17Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir á Facebook-síðu íbúa Vallahverfis að hún hafi verið að ræða við lögregluna. Segist lögreglan búast við að aðgerðir að vettvangi taki ekki mjög langan tíma, að um sé að ræða einstakling í einni íbúð og það sé engin hætta á meðan fólk heldur sig fyrir utan lokuð svæði.Lokunarsvæðið. Síðan var innra lokunarsvæði sem var frekar óljóst þegar rætt var við lögreglu og munur á lokunarsvæðunum ekki skilgreindur.Posted by Fjarðarpósturinn - bæjarblað Hafnfirðinga on Sunday, August 9, 2015Loftmynd frá aðgerðum lögreglu við Kirkjuvelli.VísirUppfært klukkan 23:59Samkvæmt heimildum Vísis er íbúinn á Kirkjuvöllum, þaðan sem lætin bárust í kvöld, góðkunningi lögreglunnar. Hann var síðast dæmdur í tíu mánaða fangelsi í mars síðastliðnum en á langan afbrotaferil að baki. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu eða myndir á ritstjorn@visir.is Uppfært klukkan 23:45 Fjöldi sérsveitarmanna er á gangi á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi á Kirkjuvöllum 7 í Hafnarfirði. Ekki liggur ljóst fyrir en óhljóð bárust úr íbúð á hæðinni fyrr í kvöld. Benedikt Mewes, íbúi í blokkinni, segir við Vísi að hann hafi verið sofandi þegar hann vaknaði við óhljóðin. Sambýlismaður hans hafi heyrt afar hátt öskur úr íbúð á hæðinni fyrir neðan. Svo hafi verið barið af afli með járnstöng í handriðið á svölunum sem eru í sjónlínu frá svölum þeirra Benedikts. Benedikt telur því að ekki hafi verið um skothljóð að ræða eins og aðrir íbúar í hverfinu töldu sig hafa heyrt í kvöld. Biggi lögga tjáir sig um aðgerðir lögreglu á FacebookTil nágranna minna á Völlunum í Hafnarfirði. Þeir sem eru vakandi þegar þetta er skrifað og eru á fésbókini vita væ...Posted by Biggi lögga on Sunday, August 9, 2015Annar íbúi í blokkinni hringdi í lögreglu og eru sérsveitarmenn sem fyrr segir staddir á hæðinni þegar þetta er skrifað. Þeir höfðu ekki farið inn í íbúðina þegar Benedikt leit fram á gang um klukkan 23:35. Benedikt segir lögreglu hafa sagt sér að halda kyrru fyrir inni. Það vill hins vegar svo óheppilega til að hann þarf að vera kominn út á Keflavíkurflugvöll klukkan 01.Frá lögregluaðgerðum við Kirkjuvelli í kvöld.VísirUppfært klukkan 23:30 Fréttamaður 365 miðla á staðnum staðfestir að öllum leiðum inn í Vallarhverfið hafi verið lokað. Lögregla veitir engar upplýsingar um aðgerðina að svo komnu máli.Fréttin verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast.Fyrsta frétt Fjölmennt lið lögreglu er statt í Vallarhverfinu í Hafnarfirði og hefur verið frá því um klukkan 22:30 í kvöld. Götum hefur verið lokað og íbúum sagt að halda sig innandyra. Sérsveitarmenn eru á meðal lögreglumanna og hefur fjölgað mjög í teymi lögreglu undanfarna klukkustund. Íbúar á svæðinu segja að bæði sé búið að loka fyrir umferð um Kirkjuvelli og Bjarkavelli.Útsýni úr íbúð á Akurvöllum.Mynd/Guðmundur ÞórÖrvar Þór Guðmundsson, íbúi í hverfinu, lýsir því í hópnum Íbúar á Völlunum á Facebook hvernig þrír vopnaðir lögreglumenn hafi hlaupið framhjá bíl sínum og haldið inn á plan nærri Akurvöllum. Þá segjast aðrir íbúar hafa séð liðsmenn sérsveitar í garðinum hjá sér. Sjúkrabíll er til taks á svæðinu en ekki fást upplýsingar frá lögreglu enn sem komið er. Starfsmaður slökkviliðsins staðfesti við Vísi að lögregla væri í aðgerð og þeir væru til taks.Að neðan má sjá myndband frá lögregluaðgerðum í Hafnarfirði í kvöld.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira