Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2015 23:08 Séð úr íbúð á Kirkjuvöllum á meðan aðgerðum lögreglu stóð. Vísir Uppfært klukkan 01:04 Lögregla hefur yfirbugað manninn og er hann nú á leið í varðhald samkvæmt heimildum Vísis.Þetta vitum við um aðgerð sérsveitar lögreglu í Vallahverfinu í kvöld:Sérsveitarmenn sátu um íbúð á 5. hæð í fjölbýlishúsi við Kirkjuvelli 7 í HafnarfirðiAðgerðin beindist gegn einstaklingi í íbúðinni sem hefur endurtekið komið við sögu lögregluÍbúi á 6. hæð heyrði öskur og læti úr íbúðinni fyrr um kvöldiðLokað var fyrir umferð inn í VallarhverfiðLögregla hvatti fólk til að halda sig innandyra Uppfært klukkan 00:24Sérsveitarmenn eru enn að störfum á ganginum í blokkinni við Kirkjuvelli 7. Öskur hafa heyrst í húsinu. Uppfært klukkan 00:17Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir á Facebook-síðu íbúa Vallahverfis að hún hafi verið að ræða við lögregluna. Segist lögreglan búast við að aðgerðir að vettvangi taki ekki mjög langan tíma, að um sé að ræða einstakling í einni íbúð og það sé engin hætta á meðan fólk heldur sig fyrir utan lokuð svæði.Lokunarsvæðið. Síðan var innra lokunarsvæði sem var frekar óljóst þegar rætt var við lögreglu og munur á lokunarsvæðunum ekki skilgreindur.Posted by Fjarðarpósturinn - bæjarblað Hafnfirðinga on Sunday, August 9, 2015Loftmynd frá aðgerðum lögreglu við Kirkjuvelli.VísirUppfært klukkan 23:59Samkvæmt heimildum Vísis er íbúinn á Kirkjuvöllum, þaðan sem lætin bárust í kvöld, góðkunningi lögreglunnar. Hann var síðast dæmdur í tíu mánaða fangelsi í mars síðastliðnum en á langan afbrotaferil að baki. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu eða myndir á ritstjorn@visir.is Uppfært klukkan 23:45 Fjöldi sérsveitarmanna er á gangi á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi á Kirkjuvöllum 7 í Hafnarfirði. Ekki liggur ljóst fyrir en óhljóð bárust úr íbúð á hæðinni fyrr í kvöld. Benedikt Mewes, íbúi í blokkinni, segir við Vísi að hann hafi verið sofandi þegar hann vaknaði við óhljóðin. Sambýlismaður hans hafi heyrt afar hátt öskur úr íbúð á hæðinni fyrir neðan. Svo hafi verið barið af afli með járnstöng í handriðið á svölunum sem eru í sjónlínu frá svölum þeirra Benedikts. Benedikt telur því að ekki hafi verið um skothljóð að ræða eins og aðrir íbúar í hverfinu töldu sig hafa heyrt í kvöld. Biggi lögga tjáir sig um aðgerðir lögreglu á FacebookTil nágranna minna á Völlunum í Hafnarfirði. Þeir sem eru vakandi þegar þetta er skrifað og eru á fésbókini vita væ...Posted by Biggi lögga on Sunday, August 9, 2015Annar íbúi í blokkinni hringdi í lögreglu og eru sérsveitarmenn sem fyrr segir staddir á hæðinni þegar þetta er skrifað. Þeir höfðu ekki farið inn í íbúðina þegar Benedikt leit fram á gang um klukkan 23:35. Benedikt segir lögreglu hafa sagt sér að halda kyrru fyrir inni. Það vill hins vegar svo óheppilega til að hann þarf að vera kominn út á Keflavíkurflugvöll klukkan 01.Frá lögregluaðgerðum við Kirkjuvelli í kvöld.VísirUppfært klukkan 23:30 Fréttamaður 365 miðla á staðnum staðfestir að öllum leiðum inn í Vallarhverfið hafi verið lokað. Lögregla veitir engar upplýsingar um aðgerðina að svo komnu máli.Fréttin verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast.Fyrsta frétt Fjölmennt lið lögreglu er statt í Vallarhverfinu í Hafnarfirði og hefur verið frá því um klukkan 22:30 í kvöld. Götum hefur verið lokað og íbúum sagt að halda sig innandyra. Sérsveitarmenn eru á meðal lögreglumanna og hefur fjölgað mjög í teymi lögreglu undanfarna klukkustund. Íbúar á svæðinu segja að bæði sé búið að loka fyrir umferð um Kirkjuvelli og Bjarkavelli.Útsýni úr íbúð á Akurvöllum.Mynd/Guðmundur ÞórÖrvar Þór Guðmundsson, íbúi í hverfinu, lýsir því í hópnum Íbúar á Völlunum á Facebook hvernig þrír vopnaðir lögreglumenn hafi hlaupið framhjá bíl sínum og haldið inn á plan nærri Akurvöllum. Þá segjast aðrir íbúar hafa séð liðsmenn sérsveitar í garðinum hjá sér. Sjúkrabíll er til taks á svæðinu en ekki fást upplýsingar frá lögreglu enn sem komið er. Starfsmaður slökkviliðsins staðfesti við Vísi að lögregla væri í aðgerð og þeir væru til taks.Að neðan má sjá myndband frá lögregluaðgerðum í Hafnarfirði í kvöld. Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Uppfært klukkan 01:04 Lögregla hefur yfirbugað manninn og er hann nú á leið í varðhald samkvæmt heimildum Vísis.Þetta vitum við um aðgerð sérsveitar lögreglu í Vallahverfinu í kvöld:Sérsveitarmenn sátu um íbúð á 5. hæð í fjölbýlishúsi við Kirkjuvelli 7 í HafnarfirðiAðgerðin beindist gegn einstaklingi í íbúðinni sem hefur endurtekið komið við sögu lögregluÍbúi á 6. hæð heyrði öskur og læti úr íbúðinni fyrr um kvöldiðLokað var fyrir umferð inn í VallarhverfiðLögregla hvatti fólk til að halda sig innandyra Uppfært klukkan 00:24Sérsveitarmenn eru enn að störfum á ganginum í blokkinni við Kirkjuvelli 7. Öskur hafa heyrst í húsinu. Uppfært klukkan 00:17Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir á Facebook-síðu íbúa Vallahverfis að hún hafi verið að ræða við lögregluna. Segist lögreglan búast við að aðgerðir að vettvangi taki ekki mjög langan tíma, að um sé að ræða einstakling í einni íbúð og það sé engin hætta á meðan fólk heldur sig fyrir utan lokuð svæði.Lokunarsvæðið. Síðan var innra lokunarsvæði sem var frekar óljóst þegar rætt var við lögreglu og munur á lokunarsvæðunum ekki skilgreindur.Posted by Fjarðarpósturinn - bæjarblað Hafnfirðinga on Sunday, August 9, 2015Loftmynd frá aðgerðum lögreglu við Kirkjuvelli.VísirUppfært klukkan 23:59Samkvæmt heimildum Vísis er íbúinn á Kirkjuvöllum, þaðan sem lætin bárust í kvöld, góðkunningi lögreglunnar. Hann var síðast dæmdur í tíu mánaða fangelsi í mars síðastliðnum en á langan afbrotaferil að baki. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu eða myndir á ritstjorn@visir.is Uppfært klukkan 23:45 Fjöldi sérsveitarmanna er á gangi á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi á Kirkjuvöllum 7 í Hafnarfirði. Ekki liggur ljóst fyrir en óhljóð bárust úr íbúð á hæðinni fyrr í kvöld. Benedikt Mewes, íbúi í blokkinni, segir við Vísi að hann hafi verið sofandi þegar hann vaknaði við óhljóðin. Sambýlismaður hans hafi heyrt afar hátt öskur úr íbúð á hæðinni fyrir neðan. Svo hafi verið barið af afli með járnstöng í handriðið á svölunum sem eru í sjónlínu frá svölum þeirra Benedikts. Benedikt telur því að ekki hafi verið um skothljóð að ræða eins og aðrir íbúar í hverfinu töldu sig hafa heyrt í kvöld. Biggi lögga tjáir sig um aðgerðir lögreglu á FacebookTil nágranna minna á Völlunum í Hafnarfirði. Þeir sem eru vakandi þegar þetta er skrifað og eru á fésbókini vita væ...Posted by Biggi lögga on Sunday, August 9, 2015Annar íbúi í blokkinni hringdi í lögreglu og eru sérsveitarmenn sem fyrr segir staddir á hæðinni þegar þetta er skrifað. Þeir höfðu ekki farið inn í íbúðina þegar Benedikt leit fram á gang um klukkan 23:35. Benedikt segir lögreglu hafa sagt sér að halda kyrru fyrir inni. Það vill hins vegar svo óheppilega til að hann þarf að vera kominn út á Keflavíkurflugvöll klukkan 01.Frá lögregluaðgerðum við Kirkjuvelli í kvöld.VísirUppfært klukkan 23:30 Fréttamaður 365 miðla á staðnum staðfestir að öllum leiðum inn í Vallarhverfið hafi verið lokað. Lögregla veitir engar upplýsingar um aðgerðina að svo komnu máli.Fréttin verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast.Fyrsta frétt Fjölmennt lið lögreglu er statt í Vallarhverfinu í Hafnarfirði og hefur verið frá því um klukkan 22:30 í kvöld. Götum hefur verið lokað og íbúum sagt að halda sig innandyra. Sérsveitarmenn eru á meðal lögreglumanna og hefur fjölgað mjög í teymi lögreglu undanfarna klukkustund. Íbúar á svæðinu segja að bæði sé búið að loka fyrir umferð um Kirkjuvelli og Bjarkavelli.Útsýni úr íbúð á Akurvöllum.Mynd/Guðmundur ÞórÖrvar Þór Guðmundsson, íbúi í hverfinu, lýsir því í hópnum Íbúar á Völlunum á Facebook hvernig þrír vopnaðir lögreglumenn hafi hlaupið framhjá bíl sínum og haldið inn á plan nærri Akurvöllum. Þá segjast aðrir íbúar hafa séð liðsmenn sérsveitar í garðinum hjá sér. Sjúkrabíll er til taks á svæðinu en ekki fást upplýsingar frá lögreglu enn sem komið er. Starfsmaður slökkviliðsins staðfesti við Vísi að lögregla væri í aðgerð og þeir væru til taks.Að neðan má sjá myndband frá lögregluaðgerðum í Hafnarfirði í kvöld.
Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira