Leystur undan samningi eftir fimmtu handtökuna Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. ágúst 2015 23:00 Aldon Smith hefur líklegast leikið sinn síðasta leik fyrir San Fransisco 49ers. Vísir/Getty Einn af bestu varnarmönnum NFL-deildarinnar, Aldon Smith, var í dag leystur undan samningi hjá San Fransisco 49ers eftir að hafa komist í kast við lögin í fimmta sinn á síðustu þremur árum. Var hann gripinn við stýrið undir áhrifum áfengis en þetta er í þriðja sinn sem hann er gripinn undir áhrifum við stýrið. Smith sem valinn var með 7. valrétt í nýliðavalinu af San Fransisco 49ers árið 2011 sló í gegn á fyrsta tímabili sínu hjá liðinu þegar hann var meðal annars valinn nýliði mánaðarins í október 2011 og besti varnar nýliðinn á tímabilinu. Fylgdi hann því eftir með enn betri frammistöðu á öðru tímabili sínu í deildinni en hann var meðal annars valinn 7. besti leikmaður deildarinnar eftir aðeins tvö tímabil. Stuttu seinna fór hann að rata í fjölmiðlana af röngum ástæðum. Sama ár og hann var valinn sjöundi besti leikmaður deildarinnar komst hann tvisvar í kast við lögin. Í fyrra skiptið var hann tekinn við að keyra undir áhrifum áfengis en seinna var hann handtekinn eftir að gestur hlaut skotsár í gleðskap heima hjá Smith. Reyndist hann sjálfur vera með stungusár og var hann kærður fyrir geymslu vopna án leyfa. Ári seinna var hann gripinn undir stýri undir áhrifum marijúana sem leiddi til þess að hann skráði sig í meðferð. Hann lofaði félagi sínu að vitleysunni væri lokið að meðferðinni loknu en hálfu ári síðar var hann aftur handtekinn á flugvelli í Los Angeles þar sem hann var sakaður um að reyna að ferðast með sprengju. Smith missti alls af níu leikjum á síðasta tímabili en liðið stóð þétt við bakið á honum þar til hann var handtekinn í gær. Hann hefur neitað öllum sökum en ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir 49ers sem hafa þegar misst stjörnuleikmennina og varnarbuffin Patrick Willis, Chris Borland og Justin Smith á þessu ári. NFL Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
Einn af bestu varnarmönnum NFL-deildarinnar, Aldon Smith, var í dag leystur undan samningi hjá San Fransisco 49ers eftir að hafa komist í kast við lögin í fimmta sinn á síðustu þremur árum. Var hann gripinn við stýrið undir áhrifum áfengis en þetta er í þriðja sinn sem hann er gripinn undir áhrifum við stýrið. Smith sem valinn var með 7. valrétt í nýliðavalinu af San Fransisco 49ers árið 2011 sló í gegn á fyrsta tímabili sínu hjá liðinu þegar hann var meðal annars valinn nýliði mánaðarins í október 2011 og besti varnar nýliðinn á tímabilinu. Fylgdi hann því eftir með enn betri frammistöðu á öðru tímabili sínu í deildinni en hann var meðal annars valinn 7. besti leikmaður deildarinnar eftir aðeins tvö tímabil. Stuttu seinna fór hann að rata í fjölmiðlana af röngum ástæðum. Sama ár og hann var valinn sjöundi besti leikmaður deildarinnar komst hann tvisvar í kast við lögin. Í fyrra skiptið var hann tekinn við að keyra undir áhrifum áfengis en seinna var hann handtekinn eftir að gestur hlaut skotsár í gleðskap heima hjá Smith. Reyndist hann sjálfur vera með stungusár og var hann kærður fyrir geymslu vopna án leyfa. Ári seinna var hann gripinn undir stýri undir áhrifum marijúana sem leiddi til þess að hann skráði sig í meðferð. Hann lofaði félagi sínu að vitleysunni væri lokið að meðferðinni loknu en hálfu ári síðar var hann aftur handtekinn á flugvelli í Los Angeles þar sem hann var sakaður um að reyna að ferðast með sprengju. Smith missti alls af níu leikjum á síðasta tímabili en liðið stóð þétt við bakið á honum þar til hann var handtekinn í gær. Hann hefur neitað öllum sökum en ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir 49ers sem hafa þegar misst stjörnuleikmennina og varnarbuffin Patrick Willis, Chris Borland og Justin Smith á þessu ári.
NFL Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira