Leystur undan samningi eftir fimmtu handtökuna Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. ágúst 2015 23:00 Aldon Smith hefur líklegast leikið sinn síðasta leik fyrir San Fransisco 49ers. Vísir/Getty Einn af bestu varnarmönnum NFL-deildarinnar, Aldon Smith, var í dag leystur undan samningi hjá San Fransisco 49ers eftir að hafa komist í kast við lögin í fimmta sinn á síðustu þremur árum. Var hann gripinn við stýrið undir áhrifum áfengis en þetta er í þriðja sinn sem hann er gripinn undir áhrifum við stýrið. Smith sem valinn var með 7. valrétt í nýliðavalinu af San Fransisco 49ers árið 2011 sló í gegn á fyrsta tímabili sínu hjá liðinu þegar hann var meðal annars valinn nýliði mánaðarins í október 2011 og besti varnar nýliðinn á tímabilinu. Fylgdi hann því eftir með enn betri frammistöðu á öðru tímabili sínu í deildinni en hann var meðal annars valinn 7. besti leikmaður deildarinnar eftir aðeins tvö tímabil. Stuttu seinna fór hann að rata í fjölmiðlana af röngum ástæðum. Sama ár og hann var valinn sjöundi besti leikmaður deildarinnar komst hann tvisvar í kast við lögin. Í fyrra skiptið var hann tekinn við að keyra undir áhrifum áfengis en seinna var hann handtekinn eftir að gestur hlaut skotsár í gleðskap heima hjá Smith. Reyndist hann sjálfur vera með stungusár og var hann kærður fyrir geymslu vopna án leyfa. Ári seinna var hann gripinn undir stýri undir áhrifum marijúana sem leiddi til þess að hann skráði sig í meðferð. Hann lofaði félagi sínu að vitleysunni væri lokið að meðferðinni loknu en hálfu ári síðar var hann aftur handtekinn á flugvelli í Los Angeles þar sem hann var sakaður um að reyna að ferðast með sprengju. Smith missti alls af níu leikjum á síðasta tímabili en liðið stóð þétt við bakið á honum þar til hann var handtekinn í gær. Hann hefur neitað öllum sökum en ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir 49ers sem hafa þegar misst stjörnuleikmennina og varnarbuffin Patrick Willis, Chris Borland og Justin Smith á þessu ári. NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira
Einn af bestu varnarmönnum NFL-deildarinnar, Aldon Smith, var í dag leystur undan samningi hjá San Fransisco 49ers eftir að hafa komist í kast við lögin í fimmta sinn á síðustu þremur árum. Var hann gripinn við stýrið undir áhrifum áfengis en þetta er í þriðja sinn sem hann er gripinn undir áhrifum við stýrið. Smith sem valinn var með 7. valrétt í nýliðavalinu af San Fransisco 49ers árið 2011 sló í gegn á fyrsta tímabili sínu hjá liðinu þegar hann var meðal annars valinn nýliði mánaðarins í október 2011 og besti varnar nýliðinn á tímabilinu. Fylgdi hann því eftir með enn betri frammistöðu á öðru tímabili sínu í deildinni en hann var meðal annars valinn 7. besti leikmaður deildarinnar eftir aðeins tvö tímabil. Stuttu seinna fór hann að rata í fjölmiðlana af röngum ástæðum. Sama ár og hann var valinn sjöundi besti leikmaður deildarinnar komst hann tvisvar í kast við lögin. Í fyrra skiptið var hann tekinn við að keyra undir áhrifum áfengis en seinna var hann handtekinn eftir að gestur hlaut skotsár í gleðskap heima hjá Smith. Reyndist hann sjálfur vera með stungusár og var hann kærður fyrir geymslu vopna án leyfa. Ári seinna var hann gripinn undir stýri undir áhrifum marijúana sem leiddi til þess að hann skráði sig í meðferð. Hann lofaði félagi sínu að vitleysunni væri lokið að meðferðinni loknu en hálfu ári síðar var hann aftur handtekinn á flugvelli í Los Angeles þar sem hann var sakaður um að reyna að ferðast með sprengju. Smith missti alls af níu leikjum á síðasta tímabili en liðið stóð þétt við bakið á honum þar til hann var handtekinn í gær. Hann hefur neitað öllum sökum en ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir 49ers sem hafa þegar misst stjörnuleikmennina og varnarbuffin Patrick Willis, Chris Borland og Justin Smith á þessu ári.
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira