Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2015 16:00 „Af hverju er svona löng röð,“ spurði bandarískur ferðamaður undrandi fyrir utan kaffi- og kleinuhringjahúsið Dunkin´ Donuts á Laugavegi nú fyrr í dag. Vísir kíkti niður á Laugaveg til að heyra hljóðið í ferðamönnum og spyrja hvað þeim finnst um komu bandaríska fyrirtækisins til landsins og gríðarlegan áhuga Íslendinga á honum. Þriðja daginn í röð er viðskiptavinum hleypt inn á staðinn í hollum og láta margir sig hafa það að bíða löngum stundum í röð eftir því að dyravörður hleypi þeim inn.Nadian frá Þýskalandi er ekki hrifin af Dunkin´ Donuts.VísirVísir náði tali af Nadian sem er ekki hrifin af opnun þessa staðar á Íslandi. „Þetta er of amerískt. Mér finnst skrýtið að opna þennan stað hér, því Ísland er einstakt og spennandi og þarf ekki að hafa amerískt yfirbragð yfir sér.“ Judith frá Spáni var heldur ekki hrifin af þessum stað í hjarta Reykjavíkur: „Það sem okkur líkar við Ísland er að þar er ekki McDonald´s eða þannig staðir. Þetta er skrýtið. Ég hefði viljað eitthvað staðbundið, ekki eitthvað alþjóðlegt.“Ný fyrirtæki góð fyrir hagkerfið Eduard frá Rússlandi fagnaði því hins vegar að staðurinn hefði verið opnaður hér. „Opnun nýrra fyrirtækja hefur jákvæð áhrif á öll hagkerfi. Þetta er nýr vinnustaður og það er alltaf jákvætt þegar ný fyrirtæki eru opnuð.“ Gary og Jennifer frá Bandaríkjunum spurðu hvers vegna svo löng röð væri fyrir utan staðinn en þegar þau fengu að vita að það væri vegna opnunar Dunkin´ Donuts höfðu þau ákveðinn skilning á því. „Við erum frá San Francisco, þar er röð í allt.“Sam frá Ástralíu hafði ýmislegt að segja um ferðamannaiðnaðinn.VísirÁkveðin vonbrigði en engu að síður jákvætt Sam frá Ástarlíu sagði opnun Dunkin´s Donuts valda sér vonbrigðum á vissan hátt og þetta sé ein af þeim neikvæðu áhrifum sem ferðamannaiðnaðurinn getur haft á lönd. Hann var þó snöggur að sjá björtu hliðarnar á þessu máli. „Reykjavík fyrir mér er eins og margar aðrar evrópskar borgir en hefur svolitla sérstöðu og einstakan karakter. Ísland er fallegur staður og það er vegna náttúrunnar. Mín skilaboð til íslensku þjóðarinnar eru þau að það eru neikvæðar og jákvæðar hliðar á ferðamannaiðnaðinum. Er Dunkin´ Donuts jákvætt skref? Af hverju ekki? Hvað finnst mér því í raun um það? Ég held að ferðamannaiðnaðurinn hafi jákvæð áhrif á efnahaginn og hann færir okkur saman sem kemur okkur í skilning um að við erum ekki svo frábrugðin hvort öðru.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01 Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57 Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42 Seldu um tólf þúsund kleinuhringi á fyrsta degi „Við fórum út hálftíma seinna og það var stanslaust verið að afgreiða en það voru ennþá 200 manns í röðinni. Það var aldrei þannig að það var enginn í röð.“ 6. ágúst 2015 06:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Af hverju er svona löng röð,“ spurði bandarískur ferðamaður undrandi fyrir utan kaffi- og kleinuhringjahúsið Dunkin´ Donuts á Laugavegi nú fyrr í dag. Vísir kíkti niður á Laugaveg til að heyra hljóðið í ferðamönnum og spyrja hvað þeim finnst um komu bandaríska fyrirtækisins til landsins og gríðarlegan áhuga Íslendinga á honum. Þriðja daginn í röð er viðskiptavinum hleypt inn á staðinn í hollum og láta margir sig hafa það að bíða löngum stundum í röð eftir því að dyravörður hleypi þeim inn.Nadian frá Þýskalandi er ekki hrifin af Dunkin´ Donuts.VísirVísir náði tali af Nadian sem er ekki hrifin af opnun þessa staðar á Íslandi. „Þetta er of amerískt. Mér finnst skrýtið að opna þennan stað hér, því Ísland er einstakt og spennandi og þarf ekki að hafa amerískt yfirbragð yfir sér.“ Judith frá Spáni var heldur ekki hrifin af þessum stað í hjarta Reykjavíkur: „Það sem okkur líkar við Ísland er að þar er ekki McDonald´s eða þannig staðir. Þetta er skrýtið. Ég hefði viljað eitthvað staðbundið, ekki eitthvað alþjóðlegt.“Ný fyrirtæki góð fyrir hagkerfið Eduard frá Rússlandi fagnaði því hins vegar að staðurinn hefði verið opnaður hér. „Opnun nýrra fyrirtækja hefur jákvæð áhrif á öll hagkerfi. Þetta er nýr vinnustaður og það er alltaf jákvætt þegar ný fyrirtæki eru opnuð.“ Gary og Jennifer frá Bandaríkjunum spurðu hvers vegna svo löng röð væri fyrir utan staðinn en þegar þau fengu að vita að það væri vegna opnunar Dunkin´ Donuts höfðu þau ákveðinn skilning á því. „Við erum frá San Francisco, þar er röð í allt.“Sam frá Ástralíu hafði ýmislegt að segja um ferðamannaiðnaðinn.VísirÁkveðin vonbrigði en engu að síður jákvætt Sam frá Ástarlíu sagði opnun Dunkin´s Donuts valda sér vonbrigðum á vissan hátt og þetta sé ein af þeim neikvæðu áhrifum sem ferðamannaiðnaðurinn getur haft á lönd. Hann var þó snöggur að sjá björtu hliðarnar á þessu máli. „Reykjavík fyrir mér er eins og margar aðrar evrópskar borgir en hefur svolitla sérstöðu og einstakan karakter. Ísland er fallegur staður og það er vegna náttúrunnar. Mín skilaboð til íslensku þjóðarinnar eru þau að það eru neikvæðar og jákvæðar hliðar á ferðamannaiðnaðinum. Er Dunkin´ Donuts jákvætt skref? Af hverju ekki? Hvað finnst mér því í raun um það? Ég held að ferðamannaiðnaðurinn hafi jákvæð áhrif á efnahaginn og hann færir okkur saman sem kemur okkur í skilning um að við erum ekki svo frábrugðin hvort öðru.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01 Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57 Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42 Seldu um tólf þúsund kleinuhringi á fyrsta degi „Við fórum út hálftíma seinna og það var stanslaust verið að afgreiða en það voru ennþá 200 manns í röðinni. Það var aldrei þannig að það var enginn í röð.“ 6. ágúst 2015 06:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01
Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57
Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42
Seldu um tólf þúsund kleinuhringi á fyrsta degi „Við fórum út hálftíma seinna og það var stanslaust verið að afgreiða en það voru ennþá 200 manns í röðinni. Það var aldrei þannig að það var enginn í röð.“ 6. ágúst 2015 06:00